Minnihlutinn mótfallinn 600 milljóna viðbótarlántöku Sorpu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2020 13:27 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn samþykkti í gær erindi Sorpu bs. um heimild til tímabundinnar viðbótarlántöku upp á 600 milljónir til að mæta rekstrarvanda byggðasamlagsins. Erindið sendi stjórn Sorpu bs. á borgar- og bæjarráð allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þann 24. febrúar þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórnir að þær samþykki tímabundna lántöku í formi yfirdráttarheimildar til loka þessa árs. Málið var til umfjöllunar á fundi borgarráðs 27. febrúar en tólf borgarfulltrúar meirihlutans samþykktu þann lið fundargerðar borgarráðs er málið varðar. Tíu borgarfulltrúar minnihluta greiddu atkvæði á móti og einn greiddi ekki atkvæði.Sjá einnig: Stjórn Sorpu samþykki 600 milljóna viðbótarlántöku „Ég óttast að hún verði nú ekki tímabundin og ekki sú síðasta. Við erum að sjá þetta í annað sinn sveitarfélögin hafa þurft að hlaupa undir „sorp-bagga“ Sorpu,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í umræðu um málið á fundi borgarstjórnar í gær. „Hér er enn og aftur verið að farið fram á að veðsetja útsvarstekjur Reykjavíkurborgar svo Sorpa geti fengið lán vegna framúrkeyrslu upp á einn og hálfan milljarð króna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast alfarið gegn því að veita veð í útsvarstekjum skattgreiðenda í Reykjavík vegna lausataka í rekstri byggðasamlagsins og greiða atkvæði gegn því,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.visir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lýsti jafnframt efasemdum í sinni bókun. „Borgarbúar munu bera hitann og þungann af greiðslu lána. Nú er beðið um 600 milljóna skammtímalán til viðbótar við 500 milljónir sem þegar er heimild fyrir. Heildarskuld er 4,1 milljarður. Stjórn ætlar að sitja áfram þrátt fyrir áfellisdóm sem lesa má í skýrslu innri endurskoðunar. Framkvæmdastjórinn rekinn en sagt að hann hafi ekkert saknæmt gert. Meðal bjargvætta eru stjórnarformaður Félagsbústaða og fyrrverandi fjármálastjóri. Flokkur fólksins veltir fyrir sér hæfi þeirra í þessu máli,“ segir í bókun Flokks fólksins. Þá sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, að nauðsynlegt væri að endurskoða uppsetningu og skipulag Sorpu í heild sinni. „Fyrirkomulag byggðasamlaga gerir það af verkum að ákvarðanataka er færð frá hinum lýðræðislega vettvangi sem nýtur beins aðhalds frá almenningi yfir á vettvang sem lýtur svipuðum lögmálum og einkarekin fyrirtæki,“ segir í bókun Sósíalista. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.Vísir/Vilhelm „Aðkoma sveitarfélaganna er þá líkari eigenda hlutafjár og skyldur stjórnarfólks líkari þeim sem stjórnir einkafyrirtækja hafa gagnvart eigendum sínum,“ segir ennfremur í bókuninni. Þetta hafi að mati sósíalista skaðað og grafið undan opinberri þjónustu. „Við eigum að vinda ofan af þessu og endurreisa mikilvægar stofnanir samfélagsins með því að fella þær aftur inn í verksvið hins lýðræðislega vettvangs. Við eigum að einblína á að setja þeim samfélagsleg markmið en ekki kröfur um hagræðingu sem eru líklegar til að bitna illa á þeim sem eiga í hlut.“ Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Stjórn Sorpu samþykki 600 milljóna viðbótarlántöku Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. 24. febrúar 2020 11:46 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í gær erindi Sorpu bs. um heimild til tímabundinnar viðbótarlántöku upp á 600 milljónir til að mæta rekstrarvanda byggðasamlagsins. Erindið sendi stjórn Sorpu bs. á borgar- og bæjarráð allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þann 24. febrúar þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórnir að þær samþykki tímabundna lántöku í formi yfirdráttarheimildar til loka þessa árs. Málið var til umfjöllunar á fundi borgarráðs 27. febrúar en tólf borgarfulltrúar meirihlutans samþykktu þann lið fundargerðar borgarráðs er málið varðar. Tíu borgarfulltrúar minnihluta greiddu atkvæði á móti og einn greiddi ekki atkvæði.Sjá einnig: Stjórn Sorpu samþykki 600 milljóna viðbótarlántöku „Ég óttast að hún verði nú ekki tímabundin og ekki sú síðasta. Við erum að sjá þetta í annað sinn sveitarfélögin hafa þurft að hlaupa undir „sorp-bagga“ Sorpu,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í umræðu um málið á fundi borgarstjórnar í gær. „Hér er enn og aftur verið að farið fram á að veðsetja útsvarstekjur Reykjavíkurborgar svo Sorpa geti fengið lán vegna framúrkeyrslu upp á einn og hálfan milljarð króna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast alfarið gegn því að veita veð í útsvarstekjum skattgreiðenda í Reykjavík vegna lausataka í rekstri byggðasamlagsins og greiða atkvæði gegn því,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.visir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lýsti jafnframt efasemdum í sinni bókun. „Borgarbúar munu bera hitann og þungann af greiðslu lána. Nú er beðið um 600 milljóna skammtímalán til viðbótar við 500 milljónir sem þegar er heimild fyrir. Heildarskuld er 4,1 milljarður. Stjórn ætlar að sitja áfram þrátt fyrir áfellisdóm sem lesa má í skýrslu innri endurskoðunar. Framkvæmdastjórinn rekinn en sagt að hann hafi ekkert saknæmt gert. Meðal bjargvætta eru stjórnarformaður Félagsbústaða og fyrrverandi fjármálastjóri. Flokkur fólksins veltir fyrir sér hæfi þeirra í þessu máli,“ segir í bókun Flokks fólksins. Þá sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, að nauðsynlegt væri að endurskoða uppsetningu og skipulag Sorpu í heild sinni. „Fyrirkomulag byggðasamlaga gerir það af verkum að ákvarðanataka er færð frá hinum lýðræðislega vettvangi sem nýtur beins aðhalds frá almenningi yfir á vettvang sem lýtur svipuðum lögmálum og einkarekin fyrirtæki,“ segir í bókun Sósíalista. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.Vísir/Vilhelm „Aðkoma sveitarfélaganna er þá líkari eigenda hlutafjár og skyldur stjórnarfólks líkari þeim sem stjórnir einkafyrirtækja hafa gagnvart eigendum sínum,“ segir ennfremur í bókuninni. Þetta hafi að mati sósíalista skaðað og grafið undan opinberri þjónustu. „Við eigum að vinda ofan af þessu og endurreisa mikilvægar stofnanir samfélagsins með því að fella þær aftur inn í verksvið hins lýðræðislega vettvangs. Við eigum að einblína á að setja þeim samfélagsleg markmið en ekki kröfur um hagræðingu sem eru líklegar til að bitna illa á þeim sem eiga í hlut.“
Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Stjórn Sorpu samþykki 600 milljóna viðbótarlántöku Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. 24. febrúar 2020 11:46 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49
Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39
Stjórn Sorpu samþykki 600 milljóna viðbótarlántöku Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. 24. febrúar 2020 11:46
Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37
Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42