Engin ástæða til að örvænta en segir að Liverpool verði að vinna fyrir Atletico leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 11:00 Virgil van Dijk hefur séð andstæðinga Liverpool liðsins skora fimm mörk hjá sér á síðustu 180 mínútum eða mark á 36 mínútna fresti. Getty/Sebastian Frej Liverpool liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og liðið sem var ósigrandi í marga mánuði virðist vera í tómu tjóni á báðum helmingum vallarins. Pistlahöfundur breska ríkisútvarpsins segir að það sé doði yfir liðinu. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gærkvöldi eftir 2-0 tap á móti Chelsea á Stamford Bridge og hefur því tapað tveimur leikjum með markatölunni 0-5 samanlagt á aðeins nokkrum dögum. Liðið steinlá 3-0 á móti Watford í leiknum á undan. Liðið sem lék 44 deildarleiki í röð án þess að tapa og tapaði ekki leik í ensku úrvalsdeildinni í meira en heilt ár hefur átt erfiða og ósannfarandi daga að undanförnu. Eftir vetrarfríið er ekki eins og um sama lið sé að ræða og fyrir fríið sem Jürgen Klopp var svo harður á að hans menn fengu. Phil McNulty skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið um ástandið hjá Liverpool liðinu eftir þrjú töp fjórum leikjum og aðeins eitt mark á síðustu 360 mínútum. Hann segir að auðvitað sé viðbrögðin við þessu slaka gengi sterkari vegna þess hversu vel hafi gengið hjá Liverpool fram að því. "Liverpool are currently looking lethargic." Why Liverpool need to smooth things out as soon as possible: https://t.co/5yYMzJo86Ipic.twitter.com/pCC7uMcS09— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2020 Það sem er mest sláandi og Phil McNulty skrifar líka um er að krafturinn og áræðnin sem Liverpool hefur fengið svo mikið hrós fyrri virðist ekki lengur vera til staðar hjá leikmönnum liðsins. Leikmennirnir virka daufir og kraftlitir inn á vellinum og þetta hefur ekki verið neinn þungarokksfótbolti í síðustu leikjum. Það mátti líka fljótt sjá mikinn pirring í leikmönnum liðsins sem hefur ekki verið til staðar þrátt fyrir mótlæti fyrr á leiktíðinni. Þá hélt Liverpool liðið alltaf áfram og hefur mörgum sinnum náð að tryggja sér sigurinn í lok leikja. Í síðustu leikjum hefur lítið verið að frétta af slíku eftir að liðið lenti undir í leikjunum. Bitlaus sóknarleikur og óöryggi í öllu uppspili liðsins. „Liverpool mun finna sigurtaktinn aftur og það eru miklar líkur á því að það gerist strax á móti Bournemouth á Anfield um helgina en það fór heldur ekki framhjá neinum að það var sárt fyrir Klopp og hans leikmenn að tapa í gær eins og mátti sjá á viðbrögðum þeirra,“ skrifaði Phil McNulty. They may be Premier League champions in waiting... But Liverpool are out of the #FACup. Full story https://t.co/0Z3QJYZO3A#bbcfacup#bbcfootball#CHELIV#CFC#LFCpic.twitter.com/t8xhX9MtkL— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2020 „Ef við þurfum próf fyrir karakter Liverpool liðsins þá mun það próf koma í seinni leiknum á móti harðgerðu liði Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Liverpool liðið hefur staðist nánast öll stóru prófin undanfarin tvö ár. Nú er það þessi leikur á móti þessu klóka liði Atletico og hinum bardagaglaða þjálfara þeirra Diego Simeone á Anfield 11. mars,“ skrifaði McNulty. „Liverpool liðið hefur verið ólíkt sjálfu sér síðustu vikur en Klopp hlýtur samt að vera bjartsýnn á að hans menn finni sjálfan sig aftur áður en Simeone kemur í bæinn,“ skrifaði McNulty „Liverpool er búið að vinna ensku úrvalsdeildina en Klopp og lærisveinar hans verða að laga vankanta síðustu vikna áður en Simeone og hans menn mæta á svæðið í leik sem verður sannkallað stríð á Anfield,“ skrifaði Phil McNulty en það smá lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Liverpool liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og liðið sem var ósigrandi í marga mánuði virðist vera í tómu tjóni á báðum helmingum vallarins. Pistlahöfundur breska ríkisútvarpsins segir að það sé doði yfir liðinu. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gærkvöldi eftir 2-0 tap á móti Chelsea á Stamford Bridge og hefur því tapað tveimur leikjum með markatölunni 0-5 samanlagt á aðeins nokkrum dögum. Liðið steinlá 3-0 á móti Watford í leiknum á undan. Liðið sem lék 44 deildarleiki í röð án þess að tapa og tapaði ekki leik í ensku úrvalsdeildinni í meira en heilt ár hefur átt erfiða og ósannfarandi daga að undanförnu. Eftir vetrarfríið er ekki eins og um sama lið sé að ræða og fyrir fríið sem Jürgen Klopp var svo harður á að hans menn fengu. Phil McNulty skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið um ástandið hjá Liverpool liðinu eftir þrjú töp fjórum leikjum og aðeins eitt mark á síðustu 360 mínútum. Hann segir að auðvitað sé viðbrögðin við þessu slaka gengi sterkari vegna þess hversu vel hafi gengið hjá Liverpool fram að því. "Liverpool are currently looking lethargic." Why Liverpool need to smooth things out as soon as possible: https://t.co/5yYMzJo86Ipic.twitter.com/pCC7uMcS09— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2020 Það sem er mest sláandi og Phil McNulty skrifar líka um er að krafturinn og áræðnin sem Liverpool hefur fengið svo mikið hrós fyrri virðist ekki lengur vera til staðar hjá leikmönnum liðsins. Leikmennirnir virka daufir og kraftlitir inn á vellinum og þetta hefur ekki verið neinn þungarokksfótbolti í síðustu leikjum. Það mátti líka fljótt sjá mikinn pirring í leikmönnum liðsins sem hefur ekki verið til staðar þrátt fyrir mótlæti fyrr á leiktíðinni. Þá hélt Liverpool liðið alltaf áfram og hefur mörgum sinnum náð að tryggja sér sigurinn í lok leikja. Í síðustu leikjum hefur lítið verið að frétta af slíku eftir að liðið lenti undir í leikjunum. Bitlaus sóknarleikur og óöryggi í öllu uppspili liðsins. „Liverpool mun finna sigurtaktinn aftur og það eru miklar líkur á því að það gerist strax á móti Bournemouth á Anfield um helgina en það fór heldur ekki framhjá neinum að það var sárt fyrir Klopp og hans leikmenn að tapa í gær eins og mátti sjá á viðbrögðum þeirra,“ skrifaði Phil McNulty. They may be Premier League champions in waiting... But Liverpool are out of the #FACup. Full story https://t.co/0Z3QJYZO3A#bbcfacup#bbcfootball#CHELIV#CFC#LFCpic.twitter.com/t8xhX9MtkL— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2020 „Ef við þurfum próf fyrir karakter Liverpool liðsins þá mun það próf koma í seinni leiknum á móti harðgerðu liði Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Liverpool liðið hefur staðist nánast öll stóru prófin undanfarin tvö ár. Nú er það þessi leikur á móti þessu klóka liði Atletico og hinum bardagaglaða þjálfara þeirra Diego Simeone á Anfield 11. mars,“ skrifaði McNulty. „Liverpool liðið hefur verið ólíkt sjálfu sér síðustu vikur en Klopp hlýtur samt að vera bjartsýnn á að hans menn finni sjálfan sig aftur áður en Simeone kemur í bæinn,“ skrifaði McNulty „Liverpool er búið að vinna ensku úrvalsdeildina en Klopp og lærisveinar hans verða að laga vankanta síðustu vikna áður en Simeone og hans menn mæta á svæðið í leik sem verður sannkallað stríð á Anfield,“ skrifaði Phil McNulty en það smá lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira