Engin ástæða til að örvænta en segir að Liverpool verði að vinna fyrir Atletico leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 11:00 Virgil van Dijk hefur séð andstæðinga Liverpool liðsins skora fimm mörk hjá sér á síðustu 180 mínútum eða mark á 36 mínútna fresti. Getty/Sebastian Frej Liverpool liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og liðið sem var ósigrandi í marga mánuði virðist vera í tómu tjóni á báðum helmingum vallarins. Pistlahöfundur breska ríkisútvarpsins segir að það sé doði yfir liðinu. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gærkvöldi eftir 2-0 tap á móti Chelsea á Stamford Bridge og hefur því tapað tveimur leikjum með markatölunni 0-5 samanlagt á aðeins nokkrum dögum. Liðið steinlá 3-0 á móti Watford í leiknum á undan. Liðið sem lék 44 deildarleiki í röð án þess að tapa og tapaði ekki leik í ensku úrvalsdeildinni í meira en heilt ár hefur átt erfiða og ósannfarandi daga að undanförnu. Eftir vetrarfríið er ekki eins og um sama lið sé að ræða og fyrir fríið sem Jürgen Klopp var svo harður á að hans menn fengu. Phil McNulty skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið um ástandið hjá Liverpool liðinu eftir þrjú töp fjórum leikjum og aðeins eitt mark á síðustu 360 mínútum. Hann segir að auðvitað sé viðbrögðin við þessu slaka gengi sterkari vegna þess hversu vel hafi gengið hjá Liverpool fram að því. "Liverpool are currently looking lethargic." Why Liverpool need to smooth things out as soon as possible: https://t.co/5yYMzJo86Ipic.twitter.com/pCC7uMcS09— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2020 Það sem er mest sláandi og Phil McNulty skrifar líka um er að krafturinn og áræðnin sem Liverpool hefur fengið svo mikið hrós fyrri virðist ekki lengur vera til staðar hjá leikmönnum liðsins. Leikmennirnir virka daufir og kraftlitir inn á vellinum og þetta hefur ekki verið neinn þungarokksfótbolti í síðustu leikjum. Það mátti líka fljótt sjá mikinn pirring í leikmönnum liðsins sem hefur ekki verið til staðar þrátt fyrir mótlæti fyrr á leiktíðinni. Þá hélt Liverpool liðið alltaf áfram og hefur mörgum sinnum náð að tryggja sér sigurinn í lok leikja. Í síðustu leikjum hefur lítið verið að frétta af slíku eftir að liðið lenti undir í leikjunum. Bitlaus sóknarleikur og óöryggi í öllu uppspili liðsins. „Liverpool mun finna sigurtaktinn aftur og það eru miklar líkur á því að það gerist strax á móti Bournemouth á Anfield um helgina en það fór heldur ekki framhjá neinum að það var sárt fyrir Klopp og hans leikmenn að tapa í gær eins og mátti sjá á viðbrögðum þeirra,“ skrifaði Phil McNulty. They may be Premier League champions in waiting... But Liverpool are out of the #FACup. Full story https://t.co/0Z3QJYZO3A#bbcfacup#bbcfootball#CHELIV#CFC#LFCpic.twitter.com/t8xhX9MtkL— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2020 „Ef við þurfum próf fyrir karakter Liverpool liðsins þá mun það próf koma í seinni leiknum á móti harðgerðu liði Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Liverpool liðið hefur staðist nánast öll stóru prófin undanfarin tvö ár. Nú er það þessi leikur á móti þessu klóka liði Atletico og hinum bardagaglaða þjálfara þeirra Diego Simeone á Anfield 11. mars,“ skrifaði McNulty. „Liverpool liðið hefur verið ólíkt sjálfu sér síðustu vikur en Klopp hlýtur samt að vera bjartsýnn á að hans menn finni sjálfan sig aftur áður en Simeone kemur í bæinn,“ skrifaði McNulty „Liverpool er búið að vinna ensku úrvalsdeildina en Klopp og lærisveinar hans verða að laga vankanta síðustu vikna áður en Simeone og hans menn mæta á svæðið í leik sem verður sannkallað stríð á Anfield,“ skrifaði Phil McNulty en það smá lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Liverpool liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og liðið sem var ósigrandi í marga mánuði virðist vera í tómu tjóni á báðum helmingum vallarins. Pistlahöfundur breska ríkisútvarpsins segir að það sé doði yfir liðinu. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gærkvöldi eftir 2-0 tap á móti Chelsea á Stamford Bridge og hefur því tapað tveimur leikjum með markatölunni 0-5 samanlagt á aðeins nokkrum dögum. Liðið steinlá 3-0 á móti Watford í leiknum á undan. Liðið sem lék 44 deildarleiki í röð án þess að tapa og tapaði ekki leik í ensku úrvalsdeildinni í meira en heilt ár hefur átt erfiða og ósannfarandi daga að undanförnu. Eftir vetrarfríið er ekki eins og um sama lið sé að ræða og fyrir fríið sem Jürgen Klopp var svo harður á að hans menn fengu. Phil McNulty skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið um ástandið hjá Liverpool liðinu eftir þrjú töp fjórum leikjum og aðeins eitt mark á síðustu 360 mínútum. Hann segir að auðvitað sé viðbrögðin við þessu slaka gengi sterkari vegna þess hversu vel hafi gengið hjá Liverpool fram að því. "Liverpool are currently looking lethargic." Why Liverpool need to smooth things out as soon as possible: https://t.co/5yYMzJo86Ipic.twitter.com/pCC7uMcS09— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2020 Það sem er mest sláandi og Phil McNulty skrifar líka um er að krafturinn og áræðnin sem Liverpool hefur fengið svo mikið hrós fyrri virðist ekki lengur vera til staðar hjá leikmönnum liðsins. Leikmennirnir virka daufir og kraftlitir inn á vellinum og þetta hefur ekki verið neinn þungarokksfótbolti í síðustu leikjum. Það mátti líka fljótt sjá mikinn pirring í leikmönnum liðsins sem hefur ekki verið til staðar þrátt fyrir mótlæti fyrr á leiktíðinni. Þá hélt Liverpool liðið alltaf áfram og hefur mörgum sinnum náð að tryggja sér sigurinn í lok leikja. Í síðustu leikjum hefur lítið verið að frétta af slíku eftir að liðið lenti undir í leikjunum. Bitlaus sóknarleikur og óöryggi í öllu uppspili liðsins. „Liverpool mun finna sigurtaktinn aftur og það eru miklar líkur á því að það gerist strax á móti Bournemouth á Anfield um helgina en það fór heldur ekki framhjá neinum að það var sárt fyrir Klopp og hans leikmenn að tapa í gær eins og mátti sjá á viðbrögðum þeirra,“ skrifaði Phil McNulty. They may be Premier League champions in waiting... But Liverpool are out of the #FACup. Full story https://t.co/0Z3QJYZO3A#bbcfacup#bbcfootball#CHELIV#CFC#LFCpic.twitter.com/t8xhX9MtkL— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2020 „Ef við þurfum próf fyrir karakter Liverpool liðsins þá mun það próf koma í seinni leiknum á móti harðgerðu liði Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Liverpool liðið hefur staðist nánast öll stóru prófin undanfarin tvö ár. Nú er það þessi leikur á móti þessu klóka liði Atletico og hinum bardagaglaða þjálfara þeirra Diego Simeone á Anfield 11. mars,“ skrifaði McNulty. „Liverpool liðið hefur verið ólíkt sjálfu sér síðustu vikur en Klopp hlýtur samt að vera bjartsýnn á að hans menn finni sjálfan sig aftur áður en Simeone kemur í bæinn,“ skrifaði McNulty „Liverpool er búið að vinna ensku úrvalsdeildina en Klopp og lærisveinar hans verða að laga vankanta síðustu vikna áður en Simeone og hans menn mæta á svæðið í leik sem verður sannkallað stríð á Anfield,“ skrifaði Phil McNulty en það smá lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira