Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. mars 2020 17:52 Gámurinn sem komið var upp til þess að taka á móti fólki sem mögulega væri smitað af veirunni Vísir/Vilhelm Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. Áður hafði íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og eru nú 85 manns í sóttkví hér á landi vegna veirunnar. Einstaklingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri og hafði verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. Hann kom heim til Íslands með vél Icelandair frá Verona í gær. Mennirnir tveir sem hafa greinst með veiruna tengjast ekki. Búið er að virkja fullmannaða samhæfingarmiðstöð almannavarna. Almannavarnir og starfsfólk sóttvarnalæknis mun í kvöld hefjast handa við að rekja allar mögulegar smitleiðir og munu þeir einstaklingar sem taldir eru í hættuhópi fá upplýsingar um stöðu mála og leiðbeiningar um sóttkví. „Þetta er bara hluti af því sem við áttum von á, þetta er bara samkvæmt okkar viðbragðsáætlun,“ segir Víðir. Að hans sögn hefur einstaklingurinn fylgt ráðstöfunum sóttvarnarlæknis. „Hann fylgdi þeim alveg frá því í gær þegar sýnið var tekið úr honum og hann fékk leiðbeiningar.“ Verður hann áfram í heimasóttkví að öllu óbreyttu nema hann veikist frekar en ólíklegt er talið að svo verði. Maðurinn sem greindist fyrstur með kórónuveiruna hér á landi hafði einnig verið á ferðalagi á Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, í liðinni viku og veiktist hann við heimkomu þann 22. febrúar síðastliðinn. Þau höfðu verið á svæði á Norður-Ítalíu sem var skilgreint utan hættusvæðis. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Í kjölfar þess að maðurinn var greindur með veiruna voru ferðir hans raktar og eftir þá vinnu var óskað eftir því að 49 einstaklingar, sem bæði eru staddir erlendis og hér á Íslandi, væru í sóttkví næstu fjórtán dagana. Þá var sýni úr eiginkonu mannsins neikvætt og ferðir hennar því ekki raktar en hún er stjórnandi innan Háskólans í Reykjavík og var nemendum skólans tilkynnt þetta í tölvupósti í gær. Maðurinn vinnur á um tuttugu manna vinnustað og hafði mætt til vinnu eftir heimkomu frá Ítalíu. Hann hafði unnið mánudag og þriðjudag og fór slappur heim úr vinnu á miðvikudag. Átján samstarfsmenn hans eru nú í sóttkví. Í gær, 29. febrúar, var ákveðið að nýta Fosshótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þá sem væru mögulega smitaðir af kórónuveirunni. Þá voru 85 í sóttkví hér á landi frá og með gærkvöldinu. Öll sýni sem voru tekin úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis hafa reynst neikvæðar.Tíu sýni sem hafa verið tekin og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag reyndust neikvæð. Unnið var að greiningu tveggja til viðbótar í dag og reyndist annað sýnið af þeim tveimur jákvætt.Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Tíu sýni neikvæð og von á tveimur niðurstöðum til viðbótar Tíu sýni sem tekin hafa verið og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag hafa reynst neikvæð. 1. mars 2020 14:35 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. Áður hafði íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og eru nú 85 manns í sóttkví hér á landi vegna veirunnar. Einstaklingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri og hafði verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. Hann kom heim til Íslands með vél Icelandair frá Verona í gær. Mennirnir tveir sem hafa greinst með veiruna tengjast ekki. Búið er að virkja fullmannaða samhæfingarmiðstöð almannavarna. Almannavarnir og starfsfólk sóttvarnalæknis mun í kvöld hefjast handa við að rekja allar mögulegar smitleiðir og munu þeir einstaklingar sem taldir eru í hættuhópi fá upplýsingar um stöðu mála og leiðbeiningar um sóttkví. „Þetta er bara hluti af því sem við áttum von á, þetta er bara samkvæmt okkar viðbragðsáætlun,“ segir Víðir. Að hans sögn hefur einstaklingurinn fylgt ráðstöfunum sóttvarnarlæknis. „Hann fylgdi þeim alveg frá því í gær þegar sýnið var tekið úr honum og hann fékk leiðbeiningar.“ Verður hann áfram í heimasóttkví að öllu óbreyttu nema hann veikist frekar en ólíklegt er talið að svo verði. Maðurinn sem greindist fyrstur með kórónuveiruna hér á landi hafði einnig verið á ferðalagi á Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, í liðinni viku og veiktist hann við heimkomu þann 22. febrúar síðastliðinn. Þau höfðu verið á svæði á Norður-Ítalíu sem var skilgreint utan hættusvæðis. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Í kjölfar þess að maðurinn var greindur með veiruna voru ferðir hans raktar og eftir þá vinnu var óskað eftir því að 49 einstaklingar, sem bæði eru staddir erlendis og hér á Íslandi, væru í sóttkví næstu fjórtán dagana. Þá var sýni úr eiginkonu mannsins neikvætt og ferðir hennar því ekki raktar en hún er stjórnandi innan Háskólans í Reykjavík og var nemendum skólans tilkynnt þetta í tölvupósti í gær. Maðurinn vinnur á um tuttugu manna vinnustað og hafði mætt til vinnu eftir heimkomu frá Ítalíu. Hann hafði unnið mánudag og þriðjudag og fór slappur heim úr vinnu á miðvikudag. Átján samstarfsmenn hans eru nú í sóttkví. Í gær, 29. febrúar, var ákveðið að nýta Fosshótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þá sem væru mögulega smitaðir af kórónuveirunni. Þá voru 85 í sóttkví hér á landi frá og með gærkvöldinu. Öll sýni sem voru tekin úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis hafa reynst neikvæðar.Tíu sýni sem hafa verið tekin og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag reyndust neikvæð. Unnið var að greiningu tveggja til viðbótar í dag og reyndist annað sýnið af þeim tveimur jákvætt.Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Tíu sýni neikvæð og von á tveimur niðurstöðum til viðbótar Tíu sýni sem tekin hafa verið og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag hafa reynst neikvæð. 1. mars 2020 14:35 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10
Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01
Tíu sýni neikvæð og von á tveimur niðurstöðum til viðbótar Tíu sýni sem tekin hafa verið og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag hafa reynst neikvæð. 1. mars 2020 14:35