Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2020 08:52 Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, sýnd með einni brú. Núna er ákveðið að þarna verði tvær brýr. Grafík/Vegagerðin. Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar milli Bjarkarlundar og Skálaness, með veglínu sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um leyfið þann 25. febrúar síðastliðinn en setti jafnframt 28 skilyrði, að fenginni umsögnum meðal annars frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. „Með breytingum sem hafa orðið á leið um Teigsskóg og skilmálum sem Reykhólahreppur setur framkvæmdinni telur sveitarstjórn að dregið hafi verið sem kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Ávinningur af framkvæmdinni er hins vegar slíkur að hann réttlæti það rask sem verði á umhverfinu. Ávinningur snýr að hagsmunum íbúa sveitarfélagsins og Vestfjarða, með því að bæta verulega samgöngur og auka umferðaröryggi,“ segir í greinargerð með rökstuðningi sveitarfélagsins fyrir veitingu leyfisins.Frá eyðibýlinu Gröf við Þorskafjörð. Ný veglína er núna áformuð við fjallsrætur ofan við sumarhúsið en á fyrri stigum var gert ráð fyrir að vegurinn kæmi fyrir neðan húsið.Mynd/Egill AðalsteinssonSkilyrðin, sem Reykhólahreppur setti, fela meðal annars í sér að tvær brýr verði í þverun Djúpafjarðar og að hæð þeirra sé slík að hún skerði ekki möguleika til þangskurðar í Djúpafirði; endurheimta skuli birkiskóg, með birki, í stað þess sem eyðileggst; nota skuli staðargróður eða grenndargróður við uppgræðslu á framkvæmdasvæði; tryggja skuli við efnistöku að lúpína berist ekki inn á vegsvæðið; áningarstaðir eða útskot á veginum verði staðsett fjarri varpstöðum arna; og efnistöku verður hagað þannig að ekki myndist stöðuvötn eða tjarnir í námubotnum. Í auglýsingunni er vakin athygli á því að ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. Leyfið og fylgigögn má nálgast á heimasíðu Reykhólahrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í janúar í fyrra þegar meirihluti hreppsnefndar samþykkti að velja Teigsskógarleið: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 25. febrúar 2020 19:29 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar milli Bjarkarlundar og Skálaness, með veglínu sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um leyfið þann 25. febrúar síðastliðinn en setti jafnframt 28 skilyrði, að fenginni umsögnum meðal annars frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. „Með breytingum sem hafa orðið á leið um Teigsskóg og skilmálum sem Reykhólahreppur setur framkvæmdinni telur sveitarstjórn að dregið hafi verið sem kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Ávinningur af framkvæmdinni er hins vegar slíkur að hann réttlæti það rask sem verði á umhverfinu. Ávinningur snýr að hagsmunum íbúa sveitarfélagsins og Vestfjarða, með því að bæta verulega samgöngur og auka umferðaröryggi,“ segir í greinargerð með rökstuðningi sveitarfélagsins fyrir veitingu leyfisins.Frá eyðibýlinu Gröf við Þorskafjörð. Ný veglína er núna áformuð við fjallsrætur ofan við sumarhúsið en á fyrri stigum var gert ráð fyrir að vegurinn kæmi fyrir neðan húsið.Mynd/Egill AðalsteinssonSkilyrðin, sem Reykhólahreppur setti, fela meðal annars í sér að tvær brýr verði í þverun Djúpafjarðar og að hæð þeirra sé slík að hún skerði ekki möguleika til þangskurðar í Djúpafirði; endurheimta skuli birkiskóg, með birki, í stað þess sem eyðileggst; nota skuli staðargróður eða grenndargróður við uppgræðslu á framkvæmdasvæði; tryggja skuli við efnistöku að lúpína berist ekki inn á vegsvæðið; áningarstaðir eða útskot á veginum verði staðsett fjarri varpstöðum arna; og efnistöku verður hagað þannig að ekki myndist stöðuvötn eða tjarnir í námubotnum. Í auglýsingunni er vakin athygli á því að ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. Leyfið og fylgigögn má nálgast á heimasíðu Reykhólahrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í janúar í fyrra þegar meirihluti hreppsnefndar samþykkti að velja Teigsskógarleið:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 25. febrúar 2020 19:29 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 25. febrúar 2020 19:29