Tesla: Íslendingar eru ólmir í umhverfisvænni samgöngumáta Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. mars 2020 07:00 Tesla Model 3 er vinsælasti bíll Tesla á Íslandi. Vísir/Getty Telsa hóf nýverið að afhenda fyrstu bílana á Íslandi sem keyptir eru í gegnum umboðið sem opnaði seint á síðasta ári. Að sögn Even Sandvold Roland, samskiptafulltrúa Tesla í Noregi hefur Tesla fundið fyrir umtalsverðan áhuga á bílunum sínum hérlendis. „Við höfum fundið fyrir umtalsverðum áhuga síðan við komum inn á íslenska markaðinn seint á síðasta ári. Það er greinilegt að Íslendingar eru ólmir í að skipta í umhverfisvænni samgöngur, við erum að gera allt hvað við getum til að aðstoða við að það gangi sem allra best. Við erum stolt af því að bjóða upp á bíla með mikla drægni, mikið öryggi, rúmgott innra rými og rafbíl sem er fjórhjóladrifinn og ræður við síbreytileg akstursskilyrði,“ sagði Roland í samtali við Vísi. Aðspurður hvort áhuginn hafi komið á óvart svaraði Roland að áhuginn hefði komi skemmtilega á óvart. „Já það hefur komið okkur skemmtilega á óvart hversu mikil spenna er fyrir Tesla á Íslandi. Fólk um allt landið virðist forvitið og jákvætt gagnvart nýrri tækni og spennt að prófa nýjar leiðir að hlutunum. Lykilatriði þegar kemur að Teslu bifreiðum er samþætting við tækni sem er ætlað að gera bílana öruggari og auðvelda líf viðskiptavina okkar.“Það vakti mikla athygli hérlendis þegar loks kom að því að hægt var að panta Tesla bifreiðar til afhendingar hérlendis. Kaupferlið þótti þægilegt og var að einhverra mati einfaldara en að panta pizzu. Það vakti því forvitni blaðamanns hvort mikill afföll hefðu orðið af upphaflegum pöntunum. Roland sagði svo ekki vera. „Viðskiptavinir okkar eru almennt að klára kaupferlið,“ sagði hann. Roland vildi þó ekki gefa upp neinar tölur um selda bíla eða afhenta. Sama úrval af bílum er í boði á Íslandi og á öðrum evrópskum mörkuðum þar sem Tesla er til staðar. Framboðið felur í sér Model 3, Model S og Model X. Seinni tveir bílarnir eru lúxus bílar, á meðan Model 3 er hagkvæmari kostur. Model 3 er vinsælasti bíllinn frá Tesla á Íslandi að sögn Roland. Model 3 býður góða aksturseiginleika og mikla drægni fyrir hagkvæmt verð. Viðskiptavinir sem vilja það allra besta geta valið Model S eða Model X. Þá bætti Roland við að lokum að „mikill áhuga væri á langdrægu útgáfunni af Model 3. Sú útgáfa er með meiri drægni, fjórhjóladrifi og uppfærðri útgáfu af innréttingu, miðað við útgáfuna með staðlaða drægni.“ Bílar Tengdar fréttir Tesla hefur framleitt milljón bíla Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla sagði á Twitter á dögunum að Tesla hefði framleitt sinn milljónasta bíl. Það var þessi rauða Model Y bifreið sem sjá má á myndinni hér að ofan. 12. mars 2020 07:00 Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla með tvær nýjar ofurhleðslustöðvar á árinu Rafbílaframleiðandinn Tesla hóf formlega innreið sína á íslenska markaðinn í fyrra. Þá hóf fyrirtækið einnig að bjóða aðgang að ofurhleðslustöð við Krókháls, þar sem sýningarsalur framleiðandans er. 13. janúar 2020 07:00 Tesla Model 3 verður mest seldi rafbíll allra tíma Á þessum ársfjórðungi mun Tesla verða fyrsta fyrirtækið til að selja rafbíl í milljón eintökum. Á síðasta ári seldi Tesla Model 3 bílinn sinn í 300.000 eintökum á heimsvísu. 6. janúar 2020 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent
Telsa hóf nýverið að afhenda fyrstu bílana á Íslandi sem keyptir eru í gegnum umboðið sem opnaði seint á síðasta ári. Að sögn Even Sandvold Roland, samskiptafulltrúa Tesla í Noregi hefur Tesla fundið fyrir umtalsverðan áhuga á bílunum sínum hérlendis. „Við höfum fundið fyrir umtalsverðum áhuga síðan við komum inn á íslenska markaðinn seint á síðasta ári. Það er greinilegt að Íslendingar eru ólmir í að skipta í umhverfisvænni samgöngur, við erum að gera allt hvað við getum til að aðstoða við að það gangi sem allra best. Við erum stolt af því að bjóða upp á bíla með mikla drægni, mikið öryggi, rúmgott innra rými og rafbíl sem er fjórhjóladrifinn og ræður við síbreytileg akstursskilyrði,“ sagði Roland í samtali við Vísi. Aðspurður hvort áhuginn hafi komið á óvart svaraði Roland að áhuginn hefði komi skemmtilega á óvart. „Já það hefur komið okkur skemmtilega á óvart hversu mikil spenna er fyrir Tesla á Íslandi. Fólk um allt landið virðist forvitið og jákvætt gagnvart nýrri tækni og spennt að prófa nýjar leiðir að hlutunum. Lykilatriði þegar kemur að Teslu bifreiðum er samþætting við tækni sem er ætlað að gera bílana öruggari og auðvelda líf viðskiptavina okkar.“Það vakti mikla athygli hérlendis þegar loks kom að því að hægt var að panta Tesla bifreiðar til afhendingar hérlendis. Kaupferlið þótti þægilegt og var að einhverra mati einfaldara en að panta pizzu. Það vakti því forvitni blaðamanns hvort mikill afföll hefðu orðið af upphaflegum pöntunum. Roland sagði svo ekki vera. „Viðskiptavinir okkar eru almennt að klára kaupferlið,“ sagði hann. Roland vildi þó ekki gefa upp neinar tölur um selda bíla eða afhenta. Sama úrval af bílum er í boði á Íslandi og á öðrum evrópskum mörkuðum þar sem Tesla er til staðar. Framboðið felur í sér Model 3, Model S og Model X. Seinni tveir bílarnir eru lúxus bílar, á meðan Model 3 er hagkvæmari kostur. Model 3 er vinsælasti bíllinn frá Tesla á Íslandi að sögn Roland. Model 3 býður góða aksturseiginleika og mikla drægni fyrir hagkvæmt verð. Viðskiptavinir sem vilja það allra besta geta valið Model S eða Model X. Þá bætti Roland við að lokum að „mikill áhuga væri á langdrægu útgáfunni af Model 3. Sú útgáfa er með meiri drægni, fjórhjóladrifi og uppfærðri útgáfu af innréttingu, miðað við útgáfuna með staðlaða drægni.“
Bílar Tengdar fréttir Tesla hefur framleitt milljón bíla Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla sagði á Twitter á dögunum að Tesla hefði framleitt sinn milljónasta bíl. Það var þessi rauða Model Y bifreið sem sjá má á myndinni hér að ofan. 12. mars 2020 07:00 Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla með tvær nýjar ofurhleðslustöðvar á árinu Rafbílaframleiðandinn Tesla hóf formlega innreið sína á íslenska markaðinn í fyrra. Þá hóf fyrirtækið einnig að bjóða aðgang að ofurhleðslustöð við Krókháls, þar sem sýningarsalur framleiðandans er. 13. janúar 2020 07:00 Tesla Model 3 verður mest seldi rafbíll allra tíma Á þessum ársfjórðungi mun Tesla verða fyrsta fyrirtækið til að selja rafbíl í milljón eintökum. Á síðasta ári seldi Tesla Model 3 bílinn sinn í 300.000 eintökum á heimsvísu. 6. janúar 2020 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent
Tesla hefur framleitt milljón bíla Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla sagði á Twitter á dögunum að Tesla hefði framleitt sinn milljónasta bíl. Það var þessi rauða Model Y bifreið sem sjá má á myndinni hér að ofan. 12. mars 2020 07:00
Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05
Tesla með tvær nýjar ofurhleðslustöðvar á árinu Rafbílaframleiðandinn Tesla hóf formlega innreið sína á íslenska markaðinn í fyrra. Þá hóf fyrirtækið einnig að bjóða aðgang að ofurhleðslustöð við Krókháls, þar sem sýningarsalur framleiðandans er. 13. janúar 2020 07:00
Tesla Model 3 verður mest seldi rafbíll allra tíma Á þessum ársfjórðungi mun Tesla verða fyrsta fyrirtækið til að selja rafbíl í milljón eintökum. Á síðasta ári seldi Tesla Model 3 bílinn sinn í 300.000 eintökum á heimsvísu. 6. janúar 2020 07:30