Sjö smituð á Hótel Rangá Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2020 12:27 Einstaklingarnir sem reyndust smitaðir tengjast ekki að öðru leyti en að þeir voru allir á hótelinu. Hótel Rangá. Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. Ríkisstjórnin snæddi kvöldverð á hótelinu á þriðjudag og mun nú fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát. Heilbrigðis- og félagsmálaráðherra voru þó ekki með í för og þurfa því ekki í skimun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir gesti á hótelinu hafa ýmist verið skikkaða í sóttkví eða skimun. Það fari eftir því hversu útsett fólk er talið vera fyrir smiti en ekki er talið líklegt að ríkisstjórnin sé smituð. „Starfsfólkið sem þjónustaði ríkisstjórnina hefur ekki mælst jákvætt. Við setjum þá í fjórtán daga sóttkví sem eru klárlega útsettir, sem er talsverður fjöldi. Síðan höfum við verið að setja annan hóp í skimun sem er svona utan við,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisstjórnin fundaði á Hellu á þriðjudag. Stjórnarráðið „Ef við teldum einhverjar líkur á því væru þau í sóttkví, en þetta er hluti af þessari öryggisráðstöfun og þessari markmiðasettu skimun sem við höfum verið með.“ Hann segir ríkisstjórnina hafa fylgt ströngum sóttvarnareglum til þessa. Sérstaklega sé gætt að smitvörnum milli ráðherranna og frá upphafi hafi sérstaklega verið hugað að því. „Ríkisstjórnin þarf að hittast til þess að funda. Það er ekki hægt að hafa ríkisstjórnarfundi án þess að ríkisstjórnin komi saman,“ segir Víðir. Veira af sama stofni og sú sem er í samfélaginu Að sögn Víðis er búið að raðgreina nokkur smit og benda niðurstöðurnar til þess að sú veira sem gestir og starfsmaðurinn eru smitaðir af sé af sama stofni og veiran sem hefur verið í útbreiðslu í samfélaginu. Einstaklingarnir tengjast ekki að öðru leyti en að þau voru á hótelinu á sama tíma. „Stór hluti starfsfólksins er komið í sóttkví vegna tengsla við gestina. Það er staðan eins og er.“ Tíu smit greindust innanlands í gær og var aðeins helmingur í sóttkví við greiningu. Víðir segir fjöldann ekki hafa komið á óvart þar sem veiran er fljót að dreifa úr sér ef einstaklingar reynast smitaðir. „Við höldum að þetta sé nákvæmlega það sem við má búast. Veiran er bráðsmitandi og þegar hún kemst inn í einhverja hópa sem eiga mikil samskipti, jafnvel þó þeir séu ótengdir, þá gerist þetta mjög hratt. Það eru einstaklingar sem geta verið mjög smitandi og þetta dreifist mjög hratt úr sér og hefur víðtæk áhrif. Þetta eru hlutir sem við höfum séð og munum sjá aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. 20. ágúst 2020 22:30 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. Ríkisstjórnin snæddi kvöldverð á hótelinu á þriðjudag og mun nú fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát. Heilbrigðis- og félagsmálaráðherra voru þó ekki með í för og þurfa því ekki í skimun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir gesti á hótelinu hafa ýmist verið skikkaða í sóttkví eða skimun. Það fari eftir því hversu útsett fólk er talið vera fyrir smiti en ekki er talið líklegt að ríkisstjórnin sé smituð. „Starfsfólkið sem þjónustaði ríkisstjórnina hefur ekki mælst jákvætt. Við setjum þá í fjórtán daga sóttkví sem eru klárlega útsettir, sem er talsverður fjöldi. Síðan höfum við verið að setja annan hóp í skimun sem er svona utan við,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisstjórnin fundaði á Hellu á þriðjudag. Stjórnarráðið „Ef við teldum einhverjar líkur á því væru þau í sóttkví, en þetta er hluti af þessari öryggisráðstöfun og þessari markmiðasettu skimun sem við höfum verið með.“ Hann segir ríkisstjórnina hafa fylgt ströngum sóttvarnareglum til þessa. Sérstaklega sé gætt að smitvörnum milli ráðherranna og frá upphafi hafi sérstaklega verið hugað að því. „Ríkisstjórnin þarf að hittast til þess að funda. Það er ekki hægt að hafa ríkisstjórnarfundi án þess að ríkisstjórnin komi saman,“ segir Víðir. Veira af sama stofni og sú sem er í samfélaginu Að sögn Víðis er búið að raðgreina nokkur smit og benda niðurstöðurnar til þess að sú veira sem gestir og starfsmaðurinn eru smitaðir af sé af sama stofni og veiran sem hefur verið í útbreiðslu í samfélaginu. Einstaklingarnir tengjast ekki að öðru leyti en að þau voru á hótelinu á sama tíma. „Stór hluti starfsfólksins er komið í sóttkví vegna tengsla við gestina. Það er staðan eins og er.“ Tíu smit greindust innanlands í gær og var aðeins helmingur í sóttkví við greiningu. Víðir segir fjöldann ekki hafa komið á óvart þar sem veiran er fljót að dreifa úr sér ef einstaklingar reynast smitaðir. „Við höldum að þetta sé nákvæmlega það sem við má búast. Veiran er bráðsmitandi og þegar hún kemst inn í einhverja hópa sem eiga mikil samskipti, jafnvel þó þeir séu ótengdir, þá gerist þetta mjög hratt. Það eru einstaklingar sem geta verið mjög smitandi og þetta dreifist mjög hratt úr sér og hefur víðtæk áhrif. Þetta eru hlutir sem við höfum séð og munum sjá aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. 20. ágúst 2020 22:30 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. 20. ágúst 2020 22:30
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17