Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 20:00 Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. Í dag eru sex álitleg bóluefni við Covid-19 á seinni stigum rannsókna, 28 eru í klínískum tilraunum og 138 til viðbótar á fyrri stigum tilrauna. Venjulega tekur fimm til sjö ár að þróa ný bóluefni en þetta er staðan aðeins átta mánuðum eftir að kórónuveiran uppgötvaðist. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir það stórkostlegan sigur fyrir vísindin. „Það sem gerist er að það verður þessi gríðarlega samvinna og samskipti. Okkar fremstu vísindamenn á alþjóðavísu og fyrirtæki á þessum markaði fara að deila upplýsingum. Þetta er einstakt - sigur fyrir mannkynið, ef ég má orða það sem svo,“ segir Björn Rúnar. Eitt þeirra bóluefna sem er komið á lokastig rannsókna er unnið af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla. Vonast er til að öll leyfi verði komin fyrir áramót, framleiddir verði tveir milljarðar skammta. Þar af fari fjögur hundruð milljón skammtar til Evrópu og mun Svíþjóð hafa milligöngu um skammta til Íslands. Forniðurstöður lofa góðu. Þúsund voru bólusettir með einum skammti af lyfi og 95% sýndu hlutleysandi mótefni. „En við eigum eftir að sjá hvort þau séu verndandi, verndi fólk fyrir smiti - það er stóra spurningin!“ Björn Rúnar gerir ráð fyrir að settar verði ábendingar um að áhættuhópar verði í forgangi eins og gert er með inflúensu. Hann segir eftirlitsstofnanir gegna mikilvægu hlutverki í svona miklum hraða en hann ber sjálfur traust til framleiðenda. Hann myndi að minnsta kosti ráðleggja sínum sjúklingum að nota það. „Niðurstöðurnar, fjöldinn af lyfjum, aðilar sem standa að þessu og einhugur um að setja öruggt lyf á markað - það róar mig,“ segir Björn Rúnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. Í dag eru sex álitleg bóluefni við Covid-19 á seinni stigum rannsókna, 28 eru í klínískum tilraunum og 138 til viðbótar á fyrri stigum tilrauna. Venjulega tekur fimm til sjö ár að þróa ný bóluefni en þetta er staðan aðeins átta mánuðum eftir að kórónuveiran uppgötvaðist. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir það stórkostlegan sigur fyrir vísindin. „Það sem gerist er að það verður þessi gríðarlega samvinna og samskipti. Okkar fremstu vísindamenn á alþjóðavísu og fyrirtæki á þessum markaði fara að deila upplýsingum. Þetta er einstakt - sigur fyrir mannkynið, ef ég má orða það sem svo,“ segir Björn Rúnar. Eitt þeirra bóluefna sem er komið á lokastig rannsókna er unnið af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla. Vonast er til að öll leyfi verði komin fyrir áramót, framleiddir verði tveir milljarðar skammta. Þar af fari fjögur hundruð milljón skammtar til Evrópu og mun Svíþjóð hafa milligöngu um skammta til Íslands. Forniðurstöður lofa góðu. Þúsund voru bólusettir með einum skammti af lyfi og 95% sýndu hlutleysandi mótefni. „En við eigum eftir að sjá hvort þau séu verndandi, verndi fólk fyrir smiti - það er stóra spurningin!“ Björn Rúnar gerir ráð fyrir að settar verði ábendingar um að áhættuhópar verði í forgangi eins og gert er með inflúensu. Hann segir eftirlitsstofnanir gegna mikilvægu hlutverki í svona miklum hraða en hann ber sjálfur traust til framleiðenda. Hann myndi að minnsta kosti ráðleggja sínum sjúklingum að nota það. „Niðurstöðurnar, fjöldinn af lyfjum, aðilar sem standa að þessu og einhugur um að setja öruggt lyf á markað - það róar mig,“ segir Björn Rúnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira