Eiður Smári: Ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 22. ágúst 2020 17:30 Eiður Smári Guðjohnsen er þjálfari FH. vísir/skjáskot FH vann frábæran 4-0 sigur á HK í Pepsi Max deild karla í dag. „Við vorum á köflum góðir. Góðu kaflarnir voru nóg hjá okkur til að vinna góðan sigur,” sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH um leik sinna manna í dag. FH voru mjög þéttir varnarlega í leiknum en HK stundum að halda boltanum meira en þeir leyfðu engin dauðafæri úr opnum leik. „Við náðum að loka ágætlega. Það var kannski korter í síðari hálfleik þar sem ég hefði viljað sjá okkur stíga aðeins upp og vera aðeins framar á vellinum. En í 90 mínútna leik lendir þú alltaf í því að mótherjinn mun færa sig upp völlinn. Eins og þú sagðir þá gáfum við ekkert frá okkur. Það var kannski aðallega í föstum leikatriðum þar sem við vorum ekki alveg nógu öruggir. Sérstaklega í fyrri hálfleik. En 4-0 á heimavelli þá er ekki yfir miklu að kvarta.” Boltinn tvisvar í fyrri hálfleik eftir hornspyrnur frá HK alveg í gegnum pakkann og það var hálf ótrúlegt að HK hafi í hvorugt skiptið verið nálægt því að skora. „Helst vill maður það þegar maður er á hliðarlínunni að einhver hreinsi þetta langt og hátt í burtu. Sem betur fór boltinn bara í gegnum allan pakkann. En þetta er klárlega eitthvað sem við töluðum um í hálfleik og þurfum að skoða aðeins betur.” FH gerðu í seinni hálfleik tvöfalda skiptingu og settu Kristján Gauta Emilsson og Atla Guðnason inná. Þeir lögðu báðir upp mark og sýndu hvað þeir búa yfir miklum gæðum. „Þeir voru mjög sterkir. Það er mikið ánægjuefni að fá Gauta inn aftur. Hann er búinn að vera fjarverandi lengi frá fótbolta og sýndi strax bara hversu öflugur hann getur verið. Þið þurfið ekki mig til að segja hvað Atli Guðna hefur gert hérna á Íslandi og hvað þá fyrir þetta félag. Hann sýnir bara gæðin sem hann hefur ennþá.” Steven Lennon var stórkostlegur í dag. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp annað. „Það er alltaf gott að hafa Steven Lennon. Hann þarf ekki að skora mörk til að það sé gott að hafa hann. Þetta er bara leikmaður sem hagar sér eins og atvinnumaður alla daga. Hvort sem það er á æfingu, í leikjum, eða inni í klefa. Hann ætti að vera fyrirmynd fyrir unga leikmenn sem fylgjast með íslenskum fótbolta. Hann vinnur svo sannarlega fyrir mörkunum sem hann fær og ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn.” FH á að spila mikilvægan leik í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Miðað við ástandið í heiminum í dag varð maður að spyrja sig fyrst hvort það væri ekki alveg öruggt að hann gæti verið spilaður. „Nú er ég ekki maðurinn til að svara þeirri spurningu. Eins og við vitum þá eru þetta skrítnir tímar. Við bara högum okkur samkvæmt þeim reglum sem okkur hafa verið settar. Við vonum bara alla vegna og fótboltans vegna að sá leikur verði spilaður hér. Við gefum okkur tíma hérna til að ná þessum leik úr löppunum og komum saman á morgun og síðan byrjar bara undirbúningur.” Allt bendir til þess að leikurinn verði spilaður sem er mjög gott fyrir FH en fjárhagslega er þetta örugglega mikilvægasti leikurinn á tímabilinu fyrir þá. „Það eru allir leikir mikilvægir. Við viljum náttúrulega reyna að vinna sem flesta. Þetta er sennilega sterkasta liðið sem við hefðum getað dregist á móti í þessari umferð en við verðum bara að vera tilbúnir.” Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
FH vann frábæran 4-0 sigur á HK í Pepsi Max deild karla í dag. „Við vorum á köflum góðir. Góðu kaflarnir voru nóg hjá okkur til að vinna góðan sigur,” sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH um leik sinna manna í dag. FH voru mjög þéttir varnarlega í leiknum en HK stundum að halda boltanum meira en þeir leyfðu engin dauðafæri úr opnum leik. „Við náðum að loka ágætlega. Það var kannski korter í síðari hálfleik þar sem ég hefði viljað sjá okkur stíga aðeins upp og vera aðeins framar á vellinum. En í 90 mínútna leik lendir þú alltaf í því að mótherjinn mun færa sig upp völlinn. Eins og þú sagðir þá gáfum við ekkert frá okkur. Það var kannski aðallega í föstum leikatriðum þar sem við vorum ekki alveg nógu öruggir. Sérstaklega í fyrri hálfleik. En 4-0 á heimavelli þá er ekki yfir miklu að kvarta.” Boltinn tvisvar í fyrri hálfleik eftir hornspyrnur frá HK alveg í gegnum pakkann og það var hálf ótrúlegt að HK hafi í hvorugt skiptið verið nálægt því að skora. „Helst vill maður það þegar maður er á hliðarlínunni að einhver hreinsi þetta langt og hátt í burtu. Sem betur fór boltinn bara í gegnum allan pakkann. En þetta er klárlega eitthvað sem við töluðum um í hálfleik og þurfum að skoða aðeins betur.” FH gerðu í seinni hálfleik tvöfalda skiptingu og settu Kristján Gauta Emilsson og Atla Guðnason inná. Þeir lögðu báðir upp mark og sýndu hvað þeir búa yfir miklum gæðum. „Þeir voru mjög sterkir. Það er mikið ánægjuefni að fá Gauta inn aftur. Hann er búinn að vera fjarverandi lengi frá fótbolta og sýndi strax bara hversu öflugur hann getur verið. Þið þurfið ekki mig til að segja hvað Atli Guðna hefur gert hérna á Íslandi og hvað þá fyrir þetta félag. Hann sýnir bara gæðin sem hann hefur ennþá.” Steven Lennon var stórkostlegur í dag. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp annað. „Það er alltaf gott að hafa Steven Lennon. Hann þarf ekki að skora mörk til að það sé gott að hafa hann. Þetta er bara leikmaður sem hagar sér eins og atvinnumaður alla daga. Hvort sem það er á æfingu, í leikjum, eða inni í klefa. Hann ætti að vera fyrirmynd fyrir unga leikmenn sem fylgjast með íslenskum fótbolta. Hann vinnur svo sannarlega fyrir mörkunum sem hann fær og ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn.” FH á að spila mikilvægan leik í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Miðað við ástandið í heiminum í dag varð maður að spyrja sig fyrst hvort það væri ekki alveg öruggt að hann gæti verið spilaður. „Nú er ég ekki maðurinn til að svara þeirri spurningu. Eins og við vitum þá eru þetta skrítnir tímar. Við bara högum okkur samkvæmt þeim reglum sem okkur hafa verið settar. Við vonum bara alla vegna og fótboltans vegna að sá leikur verði spilaður hér. Við gefum okkur tíma hérna til að ná þessum leik úr löppunum og komum saman á morgun og síðan byrjar bara undirbúningur.” Allt bendir til þess að leikurinn verði spilaður sem er mjög gott fyrir FH en fjárhagslega er þetta örugglega mikilvægasti leikurinn á tímabilinu fyrir þá. „Það eru allir leikir mikilvægir. Við viljum náttúrulega reyna að vinna sem flesta. Þetta er sennilega sterkasta liðið sem við hefðum getað dregist á móti í þessari umferð en við verðum bara að vera tilbúnir.”
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira