Fimm daga sóttkví vægari skerðing en fyrri hömlur Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2020 07:52 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birtir grein í Morgunblaðinu í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heilbrigði þjóðarinnar hafa verið forgangsmál í aðgerðum stjórnvalda frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi. Samkomutakmarkanir hafi tekið á marga og það sé mat ríkisstjórnarinnar að hertar aðgerðir á landamærunum séu vægari réttindaskerðing en ýmsar hömlur sem settar voru á í vor. Þetta skrifar Katrín í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún fer yfir faraldurinn og aðgerðir yfirvalda vegna hans. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði þegar önnur bylgja fór af stað í lok júlímánaðar eftir kærkomið frí frá hörðum samkomutakmörkunum og umræðum um kórónuveiruna, enda höfðu fá smit greinst innanlands fyrri hluta sumars. „Aðeins nánustu aðstandendur gátu sótt útfarir, brúðkaupum og afmælisveislum var frestað og aftur var óvissa í andrúmslofti enda ljóst að önnur bylgja faraldursins var hafin,“ skrifar Katrín. Hún segir það hafa verið niðurstöðu ríkisstjórnarinnar að það væri nauðsynlegt að herða aðgerðir á landamærum eftir að faraldurinn fór á flug á heimsvísu á ný. Líf og heilsa fólks hafi þannig verið sett í forgang og stefnt var að því að tryggja að samfélagið gæti gengið með sem eðlilegustum hætti. Hún segir hagræna greiningu benda til þess að slíkar takmarkanir geti komið í veg fyrir frekara rask á innanlandshagkerfinu. „Þar er enn fremur bent á að ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna, þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli en einnig almennur ferðavilji sem gera má ráð fyrir að minnki þegar faraldurinn er í miklum vexti.“ Katrín segir matið flókið enda hafa aðgerðirnar mismikil áhrif á hverja atvinnugrein fyrir sig. Hertar aðgerðir á landamærunum hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, en hertar aðgerðir innanlands hafi viðtækar afleiðingar fyrir allar atvinnugreinar. Hún meti það sem svo að góður árangur í baráttunni við veiruna geti orðið styrkleiki fyrir ferðaþjónustuna í framhaldinu. Baráttunni hvergi nærri lokið „Hvað varðar umræðuna um borgaraleg réttindi er hún mikilvæg og kannski furða að hún hafi ekki vaknað löngu fyrr,“ skrifar Katrín en bætir við að frelsi fólks hér á landi hafi verið takmarkað minna en í mörgum Evrópulöndum. Þær takmarkanir hafi þó haft áhrif á réttindi fólks og það skipti miklu máli að líta til samfélagsins alls. Hún segir mikilvægt að líta til skólastarfs og menningar- og íþróttastarfs í þessu samhengi. Einnig hafi aðgerðir innanlands áhrif á atvinnuréttindi þúsunda og óumdeilt sé að sóttvarnaráðstafanir hafi áhrif á ýmis réttindi borgaranna. „Það hversu hratt fólk kemst yfir landamæri Íslands er ekki það eina sem máli skiptir.“ Þá segir Katrín baráttunni hvergi nærri lokið en það sé sameiginlegt markmið allra að heilsa, efnahagur og frelsi landsmanna standi sterkum fótum þegar henni lýkur. Það sé nauðsynlegt að þjóðlífið verði fyrir sem minnstum skaða og hægt verði að vinna til baka það sem tapaðist á meðan faraldrinum stóð. „Stefna íslenskra stjórnvalda hefur frá upphafi verið skýr; að verja líf og heilsu fólks og tryggja sem eðlilegastan gang alls samfélagsins.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Átta smit hafa komið upp á Hótel Rangá. 21. ágúst 2020 14:41 Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heilbrigði þjóðarinnar hafa verið forgangsmál í aðgerðum stjórnvalda frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi. Samkomutakmarkanir hafi tekið á marga og það sé mat ríkisstjórnarinnar að hertar aðgerðir á landamærunum séu vægari réttindaskerðing en ýmsar hömlur sem settar voru á í vor. Þetta skrifar Katrín í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún fer yfir faraldurinn og aðgerðir yfirvalda vegna hans. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði þegar önnur bylgja fór af stað í lok júlímánaðar eftir kærkomið frí frá hörðum samkomutakmörkunum og umræðum um kórónuveiruna, enda höfðu fá smit greinst innanlands fyrri hluta sumars. „Aðeins nánustu aðstandendur gátu sótt útfarir, brúðkaupum og afmælisveislum var frestað og aftur var óvissa í andrúmslofti enda ljóst að önnur bylgja faraldursins var hafin,“ skrifar Katrín. Hún segir það hafa verið niðurstöðu ríkisstjórnarinnar að það væri nauðsynlegt að herða aðgerðir á landamærum eftir að faraldurinn fór á flug á heimsvísu á ný. Líf og heilsa fólks hafi þannig verið sett í forgang og stefnt var að því að tryggja að samfélagið gæti gengið með sem eðlilegustum hætti. Hún segir hagræna greiningu benda til þess að slíkar takmarkanir geti komið í veg fyrir frekara rask á innanlandshagkerfinu. „Þar er enn fremur bent á að ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna, þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli en einnig almennur ferðavilji sem gera má ráð fyrir að minnki þegar faraldurinn er í miklum vexti.“ Katrín segir matið flókið enda hafa aðgerðirnar mismikil áhrif á hverja atvinnugrein fyrir sig. Hertar aðgerðir á landamærunum hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, en hertar aðgerðir innanlands hafi viðtækar afleiðingar fyrir allar atvinnugreinar. Hún meti það sem svo að góður árangur í baráttunni við veiruna geti orðið styrkleiki fyrir ferðaþjónustuna í framhaldinu. Baráttunni hvergi nærri lokið „Hvað varðar umræðuna um borgaraleg réttindi er hún mikilvæg og kannski furða að hún hafi ekki vaknað löngu fyrr,“ skrifar Katrín en bætir við að frelsi fólks hér á landi hafi verið takmarkað minna en í mörgum Evrópulöndum. Þær takmarkanir hafi þó haft áhrif á réttindi fólks og það skipti miklu máli að líta til samfélagsins alls. Hún segir mikilvægt að líta til skólastarfs og menningar- og íþróttastarfs í þessu samhengi. Einnig hafi aðgerðir innanlands áhrif á atvinnuréttindi þúsunda og óumdeilt sé að sóttvarnaráðstafanir hafi áhrif á ýmis réttindi borgaranna. „Það hversu hratt fólk kemst yfir landamæri Íslands er ekki það eina sem máli skiptir.“ Þá segir Katrín baráttunni hvergi nærri lokið en það sé sameiginlegt markmið allra að heilsa, efnahagur og frelsi landsmanna standi sterkum fótum þegar henni lýkur. Það sé nauðsynlegt að þjóðlífið verði fyrir sem minnstum skaða og hægt verði að vinna til baka það sem tapaðist á meðan faraldrinum stóð. „Stefna íslenskra stjórnvalda hefur frá upphafi verið skýr; að verja líf og heilsu fólks og tryggja sem eðlilegastan gang alls samfélagsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Átta smit hafa komið upp á Hótel Rangá. 21. ágúst 2020 14:41 Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Átta smit hafa komið upp á Hótel Rangá. 21. ágúst 2020 14:41
Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55