Nær Dagný Brynjars að brjóta Blikamúrinn í kvöld eins og fyrir fimm árum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 14:30 Dagný Brynjarsdóttir í leik með Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Vísir/Vilhelm Dagný Brynjarsdóttir braut sér leið í gegnum mikinn Blikamúr 1. september 2015 og nú rétt tæpum fimm árum síðar fær hún annað tækifæri til að endurtaka leikinn. Breiðablik tekur á móti Selfossi í Pepsi deild kvenna í kvöld en Blikakonur hafa enn ekki fengið á sig mark í sumar. Blikar settu met í síðasta leik með því að verða fyrsta liðið til að spila fyrstu níu leiki Íslandsmótsins án þess að fá á sig mark. Mótherji Breiðabliks að þessu sinni þekkir það hins vegar að enda langa bið andstæðinga Blika eftir marki. Það var einmitt Selfossliðið sem braut niður Blikamúrinn sumarið 2015. Breiðablikskonur voru þá búnar að spila í 1163 mínútur á Íslandsmótinu án þess að fá á sig mark og Sonný Lára Þráinsdóttir hafði haldið hreinu í tólf leikjum í röð. Leikurinn fór fram 1. september 2015 á Selfossi og Blikar komust í 1-0 í leiknum. Á 63. mínútu tókst Dagnýju Brynjarsdóttur hins vegar að jafna leikinn og vera sú fyrsta í meira en nítján klukkutíma til að skora hjá Blikavörninni. Dagný fylgdi þá eftir þegar Sonný Lára Þráinsdóttir varði skot Evu Lindar Elíasdóttur í markvinkilinn og út. Dagný, Eva Lind og Sonný Lára verða væntanlega allar í eldlínunni í leiknum í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var aðeins ein af fjórum leikmönnum sem skoruðu hjá Sonný Láru sumarið 2015 en hinar voru Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir í Aftureldingu, Margrét María Hólmarsdóttir í KR og Lillý Rut Hlynsdóttir í Þór/KA. Síðust til að skora hjá þessu Blikaliði var Fylkiskonan Sæunn Rós Ríkharðsdóttir í lokaumferðinni í fyrra. Síðan eru liðnar 829 mínútur. Leikur Breiðabliks og Selfoss hefst klukkan 19.15 á Kópavogsvelli í kvöld en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.05. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir braut sér leið í gegnum mikinn Blikamúr 1. september 2015 og nú rétt tæpum fimm árum síðar fær hún annað tækifæri til að endurtaka leikinn. Breiðablik tekur á móti Selfossi í Pepsi deild kvenna í kvöld en Blikakonur hafa enn ekki fengið á sig mark í sumar. Blikar settu met í síðasta leik með því að verða fyrsta liðið til að spila fyrstu níu leiki Íslandsmótsins án þess að fá á sig mark. Mótherji Breiðabliks að þessu sinni þekkir það hins vegar að enda langa bið andstæðinga Blika eftir marki. Það var einmitt Selfossliðið sem braut niður Blikamúrinn sumarið 2015. Breiðablikskonur voru þá búnar að spila í 1163 mínútur á Íslandsmótinu án þess að fá á sig mark og Sonný Lára Þráinsdóttir hafði haldið hreinu í tólf leikjum í röð. Leikurinn fór fram 1. september 2015 á Selfossi og Blikar komust í 1-0 í leiknum. Á 63. mínútu tókst Dagnýju Brynjarsdóttur hins vegar að jafna leikinn og vera sú fyrsta í meira en nítján klukkutíma til að skora hjá Blikavörninni. Dagný fylgdi þá eftir þegar Sonný Lára Þráinsdóttir varði skot Evu Lindar Elíasdóttur í markvinkilinn og út. Dagný, Eva Lind og Sonný Lára verða væntanlega allar í eldlínunni í leiknum í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var aðeins ein af fjórum leikmönnum sem skoruðu hjá Sonný Láru sumarið 2015 en hinar voru Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir í Aftureldingu, Margrét María Hólmarsdóttir í KR og Lillý Rut Hlynsdóttir í Þór/KA. Síðust til að skora hjá þessu Blikaliði var Fylkiskonan Sæunn Rós Ríkharðsdóttir í lokaumferðinni í fyrra. Síðan eru liðnar 829 mínútur. Leikur Breiðabliks og Selfoss hefst klukkan 19.15 á Kópavogsvelli í kvöld en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.05.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira