Vefsala SVFR opnuð Karl Lúðvíksson skrifar 9. apríl 2020 09:10 Búið er að opna fyrir vefsölu Stangaveiðifélags Reykjavíkur og þar er að finna þau lausu veiðileyfi hjá félaginu sem fóru ekki í úthlutun. SVFR hefur mikin fjölda veiðisvæða á sínum snærum og þeirra þekktust í laxveiðinni eru líklega Langá, Haukadalsá, Straumfjarðará, Sogið, Gljúfurá og Elliðaárnar. Það sem vekur athygli þegar vefurinn er skoðaður er mikill fjöldi lausra daga í Elliðaánum en það á sér skýringar í þeirri ákvörðun stjórnar að banna maðkveiði og ap öllum laxi skuli sleppt. Var þessi ákvörðun tekin til að vernda stofn ánna en frekar. Það vakti ekki mikla lukku hjá þeim sem veiða í ánum með maðk en þeir sem hafa ánægju af því að veiða bara á flugu og sleppa laxi ættu að stökkva hæð sína því það er úr miklu að velja þarna í sumar og þú færð líklega hvergi jafn ódýr laxveiðileyfi, með jafn góðri veiðivon og jafn stuttu ferðalagi. Silungssvæðin sem eru hjá SVFR eru mörg en líklega er Laxá í Mývatnssveit og Laxárdalurinn þekktust af þeim. Það er að venju mikil eftirspurn eftir leyfum á þessum svæðum en það má þó finna eitthvað af lausum leyfum. Ásókn í Laxárdalinn hefur aukist mikið eftir að veitt og sleppt var tekið upp á svæðinu enda hefur urriðanum bara fjölgað og hann stækkað mikið. Það er ekki undantekning í dag að fá 60-70 sm urriða þarna nánast daglega á einhverja stöng. Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Stóra-Laxá í gang og laxar komnir á land Veiði
Búið er að opna fyrir vefsölu Stangaveiðifélags Reykjavíkur og þar er að finna þau lausu veiðileyfi hjá félaginu sem fóru ekki í úthlutun. SVFR hefur mikin fjölda veiðisvæða á sínum snærum og þeirra þekktust í laxveiðinni eru líklega Langá, Haukadalsá, Straumfjarðará, Sogið, Gljúfurá og Elliðaárnar. Það sem vekur athygli þegar vefurinn er skoðaður er mikill fjöldi lausra daga í Elliðaánum en það á sér skýringar í þeirri ákvörðun stjórnar að banna maðkveiði og ap öllum laxi skuli sleppt. Var þessi ákvörðun tekin til að vernda stofn ánna en frekar. Það vakti ekki mikla lukku hjá þeim sem veiða í ánum með maðk en þeir sem hafa ánægju af því að veiða bara á flugu og sleppa laxi ættu að stökkva hæð sína því það er úr miklu að velja þarna í sumar og þú færð líklega hvergi jafn ódýr laxveiðileyfi, með jafn góðri veiðivon og jafn stuttu ferðalagi. Silungssvæðin sem eru hjá SVFR eru mörg en líklega er Laxá í Mývatnssveit og Laxárdalurinn þekktust af þeim. Það er að venju mikil eftirspurn eftir leyfum á þessum svæðum en það má þó finna eitthvað af lausum leyfum. Ásókn í Laxárdalinn hefur aukist mikið eftir að veitt og sleppt var tekið upp á svæðinu enda hefur urriðanum bara fjölgað og hann stækkað mikið. Það er ekki undantekning í dag að fá 60-70 sm urriða þarna nánast daglega á einhverja stöng.
Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Stóra-Laxá í gang og laxar komnir á land Veiði