Heimir Hallgríms með fimm mörk í stærsta sigrinum í sögu Íslandsmótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 10:00 Heimir Hallgrímsson frá tíma sínum sem þjálfari íslenska landsliðsins. Getty/VI Images ÍH vann 25-1 sigur á Afríku í 4. deild karla í knattspyrnu á dögunum en þetta er samt ekki Íslandsmet. Metið er enn í eigu Smástundar frá Vestmannaeyjum. 24 marka sigur ÍH-inga er vissulega stærsti sigur Hafnarfjarðarfélagsins á Íslandsmóti því liðið hafði mest áður unnið 15-1 og 14-0 á Íslandsmótinu. Félagsmetið var því slegið með glæsibrag en Íslandsmetið stendur enn. Íslandsmetið er í eigu Knattspyrnufélagsins Smástundar frá Vestmannaeyjum og er orðið 24 ára gamalt. Smástundarmenn setti metið með því að vinna 31-1 sigur á Skautafélagi Reykjavíkur út í Eyjum 27. júlí 1996. Leikur @IHKnattspyrna og Afríku United var frekar ójafn eins og lokatölurnar gefa til kynna.https://t.co/xFKxifMILx— Sportið á Vísi (@VisirSport) August 26, 2020 Smástundarliðið skoraði samtals 70 mörk í 12 leikjum það sumar og komu því 44 prósent marka liðsins í þessum eina leik. Leikmenn Skautafélagsins komu bara tíu til Eyja og þá meiddist einn leikmaður liðsins snemma leiksins. Liðið var því níu á móti ellefu stóran hluta leiksins. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, fór á kostum í þessum sögulega leik og skoraði fimm mörk. Hann var samt bara þriðji markahæsti maður liðsins í leiknum. Óðinn Sæbjörnsson skoraði nefnilega átta mörk í leiknum og Rúnar Vöggsson var með sex mörk. Alls voru fimm leikmenn liðsins með þrennu því Magnús Steindórsson skoraði fjögur mörk og Emil Hadzic var með þrjú mörk. Heimir Hallgrímsson var þarna bara 19 ára gamall, og hafði skipt yfir í Smástund frá ÍBV í júnímánuði. Fótbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
ÍH vann 25-1 sigur á Afríku í 4. deild karla í knattspyrnu á dögunum en þetta er samt ekki Íslandsmet. Metið er enn í eigu Smástundar frá Vestmannaeyjum. 24 marka sigur ÍH-inga er vissulega stærsti sigur Hafnarfjarðarfélagsins á Íslandsmóti því liðið hafði mest áður unnið 15-1 og 14-0 á Íslandsmótinu. Félagsmetið var því slegið með glæsibrag en Íslandsmetið stendur enn. Íslandsmetið er í eigu Knattspyrnufélagsins Smástundar frá Vestmannaeyjum og er orðið 24 ára gamalt. Smástundarmenn setti metið með því að vinna 31-1 sigur á Skautafélagi Reykjavíkur út í Eyjum 27. júlí 1996. Leikur @IHKnattspyrna og Afríku United var frekar ójafn eins og lokatölurnar gefa til kynna.https://t.co/xFKxifMILx— Sportið á Vísi (@VisirSport) August 26, 2020 Smástundarliðið skoraði samtals 70 mörk í 12 leikjum það sumar og komu því 44 prósent marka liðsins í þessum eina leik. Leikmenn Skautafélagsins komu bara tíu til Eyja og þá meiddist einn leikmaður liðsins snemma leiksins. Liðið var því níu á móti ellefu stóran hluta leiksins. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, fór á kostum í þessum sögulega leik og skoraði fimm mörk. Hann var samt bara þriðji markahæsti maður liðsins í leiknum. Óðinn Sæbjörnsson skoraði nefnilega átta mörk í leiknum og Rúnar Vöggsson var með sex mörk. Alls voru fimm leikmenn liðsins með þrennu því Magnús Steindórsson skoraði fjögur mörk og Emil Hadzic var með þrjú mörk. Heimir Hallgrímsson var þarna bara 19 ára gamall, og hafði skipt yfir í Smástund frá ÍBV í júnímánuði.
Fótbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira