Manchester City gæti sett á svokallaðan Messi-skatt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 10:30 Það er mikið verðmæti í nafni Lionel Messi og Manchester mun örugglega nýta sér það. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Lionel Messi vill spila fyrir Manchester City á komandi tímabili og enska úrvalsdeildarfélagið leitar nú leiða til að fá leikmanninn til sín. Fleiri félög en Manchester City vilja auðvitað fá Messi til síns en hann vill spila fyrir sinn gamla stjóra Pep Guardiola. Lionel Messi er sagði hafa upplifað vanvirðingu frá Ronald Koeman, nýjum stjóra Barcelona, og er harður á því að spila ekki aftur fyrir félagið. Messi þarf auðvitað að losa undir síðast árinu á samningi sínum við Barcelona liðið og það mál gæti endað fyrir dómstólum. Manchester City are set to earn A LOT more money... https://t.co/GLTaxIYHvI— SPORTbible (@sportbible) August 27, 2020 Koma Lionel Messi til Manchester City myndi breyta miklu fyrir félagið ekki síst fjárhagslega. City menn ætla líka að nýta sér það. Það er auðvitað mjög dýrt að semja við Messi en það eru tekjumöguleikar líka. Samkvæmt fréttum sem berast út frá Manchester þá er Manchester City að íhuga að að setja á sérstakan Messi skatt takist þeim að krækja í argentínska snillinginn. Manchester City er eitt fárra félaga í heiminum sem hefur burði til þess að semja við risastjörnu eins og Lionel Messi. Það ættu því að vera til peningar í klúbbnum en um leið er tilefni til að heimta meiri pening frá styrktaraðilum þegar besti knattspyrnumanns heims kemur í félagið. Samkvæmt frétt Jack Gaughan í Daily Mail þá myndi Manchester City þannig kalla eftir aukagreiðslu ætli styrktaraðilar þeirra að nýta sér Messi í að búa til betri ímynd fyrir sitt fyrirtæki. The end of the affair: after Messi, Barcelona will never be the same | By @sidlowe https://t.co/q51s4V1EXI— Guardian sport (@guardian_sport) August 27, 2020 Messi er sjálfur með auglýsingasamninga við Pepsi Max, Lays og Adidas en það er aðeins Cristiano Ronaldo sem er jafn eftirsóttur hjá fyrirtækjum að auglýsa vörur sínar. Paul Hirst hjá The Times segir að Manchester City sé búið að vinna í þessu máli í meira en viku og þar á bæ trúa menn því að þetta sé möguleiki þrátt fyrir að City þurfi að kaupa Messi frá Barcelona fyrir stóra upphæð. Messi er með árslaun upp á 90 milljónir punda eða um 16,4 milljarða íslenskra króna. Það kostar því líka sitt að vera með hann á launaskrá. ESPN segir frá því að Manchester City ætli sér að bjóða Messi samning þar sem hann myndi spila í ensku úrvalsdeildinni í þrjú tímabil en færa sig síðan yfir í systurfélagið New York City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Man United and Man City are among the favourites for Lionel Messi's signature! pic.twitter.com/9SruZiloE5— The Sun Football (@TheSunFootball) August 27, 2020 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Lionel Messi vill spila fyrir Manchester City á komandi tímabili og enska úrvalsdeildarfélagið leitar nú leiða til að fá leikmanninn til sín. Fleiri félög en Manchester City vilja auðvitað fá Messi til síns en hann vill spila fyrir sinn gamla stjóra Pep Guardiola. Lionel Messi er sagði hafa upplifað vanvirðingu frá Ronald Koeman, nýjum stjóra Barcelona, og er harður á því að spila ekki aftur fyrir félagið. Messi þarf auðvitað að losa undir síðast árinu á samningi sínum við Barcelona liðið og það mál gæti endað fyrir dómstólum. Manchester City are set to earn A LOT more money... https://t.co/GLTaxIYHvI— SPORTbible (@sportbible) August 27, 2020 Koma Lionel Messi til Manchester City myndi breyta miklu fyrir félagið ekki síst fjárhagslega. City menn ætla líka að nýta sér það. Það er auðvitað mjög dýrt að semja við Messi en það eru tekjumöguleikar líka. Samkvæmt fréttum sem berast út frá Manchester þá er Manchester City að íhuga að að setja á sérstakan Messi skatt takist þeim að krækja í argentínska snillinginn. Manchester City er eitt fárra félaga í heiminum sem hefur burði til þess að semja við risastjörnu eins og Lionel Messi. Það ættu því að vera til peningar í klúbbnum en um leið er tilefni til að heimta meiri pening frá styrktaraðilum þegar besti knattspyrnumanns heims kemur í félagið. Samkvæmt frétt Jack Gaughan í Daily Mail þá myndi Manchester City þannig kalla eftir aukagreiðslu ætli styrktaraðilar þeirra að nýta sér Messi í að búa til betri ímynd fyrir sitt fyrirtæki. The end of the affair: after Messi, Barcelona will never be the same | By @sidlowe https://t.co/q51s4V1EXI— Guardian sport (@guardian_sport) August 27, 2020 Messi er sjálfur með auglýsingasamninga við Pepsi Max, Lays og Adidas en það er aðeins Cristiano Ronaldo sem er jafn eftirsóttur hjá fyrirtækjum að auglýsa vörur sínar. Paul Hirst hjá The Times segir að Manchester City sé búið að vinna í þessu máli í meira en viku og þar á bæ trúa menn því að þetta sé möguleiki þrátt fyrir að City þurfi að kaupa Messi frá Barcelona fyrir stóra upphæð. Messi er með árslaun upp á 90 milljónir punda eða um 16,4 milljarða íslenskra króna. Það kostar því líka sitt að vera með hann á launaskrá. ESPN segir frá því að Manchester City ætli sér að bjóða Messi samning þar sem hann myndi spila í ensku úrvalsdeildinni í þrjú tímabil en færa sig síðan yfir í systurfélagið New York City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Man United and Man City are among the favourites for Lionel Messi's signature! pic.twitter.com/9SruZiloE5— The Sun Football (@TheSunFootball) August 27, 2020
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira