Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2020 12:17 Björn Rúnar Lúðvíksson ræddi stöðu mála í hljóðveri Bylgjunnar á Suðurlandsbraut í morgun. Vísir/Gulli Helga Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. Erlent lyfjafyrirtæki segist ætla að vera tilbúið með tvo milljarða bóluefnaskammta um áramótin. 400 milljón skammtar fari til Evrópu og brot af því til Íslands. Þetta kom fram í máli Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar á Landspítalanum og prófessor í ónæmisfæðum við læknadeild HÍ, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist eins og aðrir fylgjast spenntur með gangi mála í þróun bóluefnis og sé vongóður. „Það er ótrúlegt að við séum að ræða um bóluefni og bóluefni sem eru á lokastigum klínískra rannsókna. Það eru bara átta mánuðir síðan við uppgötvuðum að það var lítil veira af kórónutýpu tvö sem að olli sjúkdóminum. Það er ótrúlegur sigur fyrir læknavísindin og vísindi almennt að við skulum vera þarna,“ segir Björn Rúnar. Samkeppnisaðilar sameinast Í hans huga sé alveg ljóst hverju árangurinn sé að þakka. „Það grundvallast af því að aldrei fyrr hafa menn snúið jafnvel bökum saman í því að sigrast á þessum vágesti og óvini, og deilt upplýsingum, því það hefur ekki gerst oft áður. Að stórir og flottir vísindahópir, fyrirtæki og stofnanir út um allan heim deili upplýsingum. Það er grimm samkeppni í þessu eins og mörgu öðru í samfélaginu og lífinu. En þarna eru menn einhuga um það að sameinast og það er held ég lykillinn að þessum ótrúlega árangri.“ Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Sænsk-breska lyfjafyrirtækið Astra Zeneca er langt komið með sitt bóluefni. Niðurstöður úr fyrstu tveimur fösum af þremur lágu fyrir í lok júlí og lofa góðu að sögn Björns Rúnars. Tíu þúsund manns þegar bólusett „Niðurstöðurnar sýndu að þeir einstaklingar sem voru bólusettir bara einu sinni að þeir fóru að framleiða það sem við köllum verndandi mótefni, hlutleysandi mótefni. Þeir núlluðu veiruna út að er virtist. Það kom sterkt svar í öðrum baráttujöxlum í ónæmiskerfinu sem eru miklir drápsgetuaðilar, heita T-frumur, og þær virtust líka vera komnar með virkni.“ Þetta segi okkur hins vegar ekki hvort lyfið verndi okkur raunverulega gegn sýkingunni. Björn Rúnar er yfirmaður ónæmisdeildar á LandspítalanumVísir/Vilhelm Sex bóluefni séu á lokastigum klínískra rannsókna. Um tíu þúsund manns í Suður-Ameríku og Bretlandi hafi verið bólusett. Nú verði að bíða og sjá. Fólkið sé úti í samfélaginu og svo verði viðbrögð þess borin saman við aðra. Til viðbótar séu um þrjátíu bóluefni skemmra á veg komin í fasarannsóknum. Almennt sé bjartsýni í vísindasamfélaginu mikil en um leið hvatt til varkárni. Tryggja þurfi í fyrsta lagi að lyfið sé öruggt. Í öðru lagi hvort lyfið minnki líkur á sýkingu og þá hvort fólk verði minna veikt hafi það verið bólusett. Eins og fólk þekki í tilfelli inflúensunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Bítið Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. Erlent lyfjafyrirtæki segist ætla að vera tilbúið með tvo milljarða bóluefnaskammta um áramótin. 400 milljón skammtar fari til Evrópu og brot af því til Íslands. Þetta kom fram í máli Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar á Landspítalanum og prófessor í ónæmisfæðum við læknadeild HÍ, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist eins og aðrir fylgjast spenntur með gangi mála í þróun bóluefnis og sé vongóður. „Það er ótrúlegt að við séum að ræða um bóluefni og bóluefni sem eru á lokastigum klínískra rannsókna. Það eru bara átta mánuðir síðan við uppgötvuðum að það var lítil veira af kórónutýpu tvö sem að olli sjúkdóminum. Það er ótrúlegur sigur fyrir læknavísindin og vísindi almennt að við skulum vera þarna,“ segir Björn Rúnar. Samkeppnisaðilar sameinast Í hans huga sé alveg ljóst hverju árangurinn sé að þakka. „Það grundvallast af því að aldrei fyrr hafa menn snúið jafnvel bökum saman í því að sigrast á þessum vágesti og óvini, og deilt upplýsingum, því það hefur ekki gerst oft áður. Að stórir og flottir vísindahópir, fyrirtæki og stofnanir út um allan heim deili upplýsingum. Það er grimm samkeppni í þessu eins og mörgu öðru í samfélaginu og lífinu. En þarna eru menn einhuga um það að sameinast og það er held ég lykillinn að þessum ótrúlega árangri.“ Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Sænsk-breska lyfjafyrirtækið Astra Zeneca er langt komið með sitt bóluefni. Niðurstöður úr fyrstu tveimur fösum af þremur lágu fyrir í lok júlí og lofa góðu að sögn Björns Rúnars. Tíu þúsund manns þegar bólusett „Niðurstöðurnar sýndu að þeir einstaklingar sem voru bólusettir bara einu sinni að þeir fóru að framleiða það sem við köllum verndandi mótefni, hlutleysandi mótefni. Þeir núlluðu veiruna út að er virtist. Það kom sterkt svar í öðrum baráttujöxlum í ónæmiskerfinu sem eru miklir drápsgetuaðilar, heita T-frumur, og þær virtust líka vera komnar með virkni.“ Þetta segi okkur hins vegar ekki hvort lyfið verndi okkur raunverulega gegn sýkingunni. Björn Rúnar er yfirmaður ónæmisdeildar á LandspítalanumVísir/Vilhelm Sex bóluefni séu á lokastigum klínískra rannsókna. Um tíu þúsund manns í Suður-Ameríku og Bretlandi hafi verið bólusett. Nú verði að bíða og sjá. Fólkið sé úti í samfélaginu og svo verði viðbrögð þess borin saman við aðra. Til viðbótar séu um þrjátíu bóluefni skemmra á veg komin í fasarannsóknum. Almennt sé bjartsýni í vísindasamfélaginu mikil en um leið hvatt til varkárni. Tryggja þurfi í fyrsta lagi að lyfið sé öruggt. Í öðru lagi hvort lyfið minnki líkur á sýkingu og þá hvort fólk verði minna veikt hafi það verið bólusett. Eins og fólk þekki í tilfelli inflúensunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Bítið Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira