Óskar Hrafn: Vildum halda því sem við stöndum fyrir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2020 20:06 Óskar Hrafn var að mörgu leyti sáttur með leik sinna manna í dag. Vísir/Bára Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var á leið upp í rútu og út á flugvöll þegar Vísir heyrði í honum eftir 4-2 tap Blika gegn Rosenborg í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í dag. Aðstæður eru skrýtnar í Evrópuboltanum þessa dagana eins og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, ræddi við Vísi fyrir leik. Óskar Hrafn var sáttur við frammistöðu sinna manna og það hugarfar sem þeir sýndu en hann hefði þó viljað sjá Rosenborg þurfa hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Mörkin sem heimamenn skoruðu voru full einföld. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við vorum samt full gjafmildir í fyrri hálfleik og mörkin svona í ódýrari kantinum en við hættum aldrei. Við gerðum það sem við lögðum upp með. Við vildum spila leikinn eins og við gerum vanalega, vildum halda því sem við stöndum fyrir. Við ætluðum ekki að leggjast til baka og ætluðum að halda þéttri pressu á Rosenborg. Við gerðum það fannst mér en auðvitað er þetta súrsætt. Ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik en maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu,“ sagði Óskar að leik loknum. Þó Rosenborg séu í „lægð“ ef lægð skyldi kalla þá er ljóst að liðið er gríðarlega sterkt og ljóst að Blikar voru alltaf að fara inn í erfiðan leik þó svo að Rosenborg spili tiltölulega einfaldan fótbolta. „Þetta er lið sem sló bæði BATE Borisov og Maribor út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þetta er lið sem hefur fjórum sinnum komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu fimm árum. Það að halda að menn gætu komið hingað til Þrándheims og leikið sér var aldrei að fara gerast. En mér fannst þeir þurfa hafa full lítið fyrir því að refsa okkur og mörkin full auðveld.“ „Rosenborg er ekki mikið að flækja hlutina. Þeir spila 4-3-3, annar miðjumaðurinn stingur sér og hinn heldur. Þeir spiluðu reyndar óvenju lítið stutt í dag en þeir vilja halda honum í öftustu línu og gera ágætlega. Þeir eru svo með mikil einstaklingsgæði og frábæra framherja.“ „Við töldum að til að við gætum farið til Þrándheims og tekið eitthvað með okkur úr leiknum, lært eitthvað, þá yrðum við að spila okkar leik. Við fórum með það inn í leikinn en vissum að við þyrftum að loka ákveðna þætti í þeirra leik. Það voru svo ekki þeirra sterkustu hliðar sem gerðu okkur lífið leitt heldur meira þessi einstaklingsgæði og mögulega smá værukærð í okkur.“ „Vildum fara og vera við sjálfur. Það er eina leiðin til að verða betri en það var því miður ekki nóg í dag,“ sagði Óskar einnig. „Leikmenn og þjálfarar vilja mæla sig við erlend lið. Vonast til að menn séu að taka framförum ár frá ári. Það er markmið að vera alltaf í Evrópukeppni, mæla sig þannig við erlend lið og komast nær þeim. Við sáum í dag að við eigum töluvert inni í líkamlega þættinum, eðlilega svo sem. En við stefnum á að nálgast þessi lið,“ sagði Óskar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 2-4| Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. 27. ágúst 2020 19:05 „Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var á leið upp í rútu og út á flugvöll þegar Vísir heyrði í honum eftir 4-2 tap Blika gegn Rosenborg í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í dag. Aðstæður eru skrýtnar í Evrópuboltanum þessa dagana eins og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, ræddi við Vísi fyrir leik. Óskar Hrafn var sáttur við frammistöðu sinna manna og það hugarfar sem þeir sýndu en hann hefði þó viljað sjá Rosenborg þurfa hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Mörkin sem heimamenn skoruðu voru full einföld. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við vorum samt full gjafmildir í fyrri hálfleik og mörkin svona í ódýrari kantinum en við hættum aldrei. Við gerðum það sem við lögðum upp með. Við vildum spila leikinn eins og við gerum vanalega, vildum halda því sem við stöndum fyrir. Við ætluðum ekki að leggjast til baka og ætluðum að halda þéttri pressu á Rosenborg. Við gerðum það fannst mér en auðvitað er þetta súrsætt. Ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik en maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu,“ sagði Óskar að leik loknum. Þó Rosenborg séu í „lægð“ ef lægð skyldi kalla þá er ljóst að liðið er gríðarlega sterkt og ljóst að Blikar voru alltaf að fara inn í erfiðan leik þó svo að Rosenborg spili tiltölulega einfaldan fótbolta. „Þetta er lið sem sló bæði BATE Borisov og Maribor út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þetta er lið sem hefur fjórum sinnum komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu fimm árum. Það að halda að menn gætu komið hingað til Þrándheims og leikið sér var aldrei að fara gerast. En mér fannst þeir þurfa hafa full lítið fyrir því að refsa okkur og mörkin full auðveld.“ „Rosenborg er ekki mikið að flækja hlutina. Þeir spila 4-3-3, annar miðjumaðurinn stingur sér og hinn heldur. Þeir spiluðu reyndar óvenju lítið stutt í dag en þeir vilja halda honum í öftustu línu og gera ágætlega. Þeir eru svo með mikil einstaklingsgæði og frábæra framherja.“ „Við töldum að til að við gætum farið til Þrándheims og tekið eitthvað með okkur úr leiknum, lært eitthvað, þá yrðum við að spila okkar leik. Við fórum með það inn í leikinn en vissum að við þyrftum að loka ákveðna þætti í þeirra leik. Það voru svo ekki þeirra sterkustu hliðar sem gerðu okkur lífið leitt heldur meira þessi einstaklingsgæði og mögulega smá værukærð í okkur.“ „Vildum fara og vera við sjálfur. Það er eina leiðin til að verða betri en það var því miður ekki nóg í dag,“ sagði Óskar einnig. „Leikmenn og þjálfarar vilja mæla sig við erlend lið. Vonast til að menn séu að taka framförum ár frá ári. Það er markmið að vera alltaf í Evrópukeppni, mæla sig þannig við erlend lið og komast nær þeim. Við sáum í dag að við eigum töluvert inni í líkamlega þættinum, eðlilega svo sem. En við stefnum á að nálgast þessi lið,“ sagði Óskar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 2-4| Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. 27. ágúst 2020 19:05 „Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 2-4| Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. 27. ágúst 2020 19:05
„Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15