Andlát: Þóra Hallgrímsson Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2020 10:51 Þóra með eiginmanni sínum Björgólfi Guðmundssyni á leik með enska félagsliðinu West Ham árið 2008. Getty/Phil COle Þóra Hallgrímsson, eiginkona Björgólfs Guðmundssonar og móðir Björgólfs Thors Bjorgólfssonar, er látin. Í dánartilkynningu sem Björgólfur eldri birtir í Fréttablaðinu í dag segir að hún hafi látist á Landspítalanum þann 27. ágúst. Þóra fæddist þann 28. janúar 1930 og var því níræð þegar hún lést. Ævi Þóru var viðburðarrík en hún var dóttir Hallgríms Fr. Hallgrímssonar, forstjóra Skeljungs og konu hans Margrétar Þorbjargar Thors. Margrét Þorbjörg var dóttir Thors Jensens athafnamans og systir Ólafs Thors, forsætisráðherra. Í umfjöllun um ævi Þóru í DV fá árinu 2005 kemur fram að eftir nám í Bandaríkjunum hafi hún kynnst fyrsta eiginmanni sínum, Hauki Clausen. Þau eignuðust einn son. Þóra og Haukur skildu eftir stutta sambúð. Árið 1953 giftist Þóra Bandaríkjamanninum George Lincoln Rockwell og eignuðust þau þrjú börn. Hjónabandið entist þó ekki og eftir komuna til Íslands kynntist Þóra Björgólfi Guðmundssyni. Þau giftu sig í júní árið 1963. Björgólfur gekk börnum hennar í föðurstað auk þess sem að þau eignuðust einn son, Björgólf Thor. Í viðtali við vefinn Lifðu núna sem tekið var fyrr á árinu sagði Þóra beðin um að gefa fólki ráð eftir langa ævi, að hún vildi minni alla á að reyna eftir fremsta megni að njóta hvers tímabils, alltaf væri hægt að sjá ljósu hliðarnar. „Lífið býður okkur upp á svo mismunandi aðstæður á mismunandi tímum,” var haft eftir Þóru. „Stundum hef ég hikað og hugsað með mér: „Ah, þetta er nú aðeins of mikið og hvað er nú ætlast til að ég læri af þessu? En þegar frá líður hefur yfirleitt komið í ljós að ég hef getað sagt við sjálfa mig: Já, það var sannarlega gott að ég upplifði þetta þótt það hafi verið erfitt á meðan á því stóð.” Alltaf væri hægt að læra eitthvað af öllu því hendir mann um ævina. „Maður sér það bara ekki á meðan hlutirnir eru að gerast en öll él birtir upp um síðir. En um leið og ég segi það veit ég að auðvitað komast ekki allir farsællega út úr lífinu. Það eru til aðstæður sem við ráðum ekki við. En vonandi erum við svo lánsöm hér á Íslandi að geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda. Ég hef sjálf verið heppin.” Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þóra Hallgrímsson, eiginkona Björgólfs Guðmundssonar og móðir Björgólfs Thors Bjorgólfssonar, er látin. Í dánartilkynningu sem Björgólfur eldri birtir í Fréttablaðinu í dag segir að hún hafi látist á Landspítalanum þann 27. ágúst. Þóra fæddist þann 28. janúar 1930 og var því níræð þegar hún lést. Ævi Þóru var viðburðarrík en hún var dóttir Hallgríms Fr. Hallgrímssonar, forstjóra Skeljungs og konu hans Margrétar Þorbjargar Thors. Margrét Þorbjörg var dóttir Thors Jensens athafnamans og systir Ólafs Thors, forsætisráðherra. Í umfjöllun um ævi Þóru í DV fá árinu 2005 kemur fram að eftir nám í Bandaríkjunum hafi hún kynnst fyrsta eiginmanni sínum, Hauki Clausen. Þau eignuðust einn son. Þóra og Haukur skildu eftir stutta sambúð. Árið 1953 giftist Þóra Bandaríkjamanninum George Lincoln Rockwell og eignuðust þau þrjú börn. Hjónabandið entist þó ekki og eftir komuna til Íslands kynntist Þóra Björgólfi Guðmundssyni. Þau giftu sig í júní árið 1963. Björgólfur gekk börnum hennar í föðurstað auk þess sem að þau eignuðust einn son, Björgólf Thor. Í viðtali við vefinn Lifðu núna sem tekið var fyrr á árinu sagði Þóra beðin um að gefa fólki ráð eftir langa ævi, að hún vildi minni alla á að reyna eftir fremsta megni að njóta hvers tímabils, alltaf væri hægt að sjá ljósu hliðarnar. „Lífið býður okkur upp á svo mismunandi aðstæður á mismunandi tímum,” var haft eftir Þóru. „Stundum hef ég hikað og hugsað með mér: „Ah, þetta er nú aðeins of mikið og hvað er nú ætlast til að ég læri af þessu? En þegar frá líður hefur yfirleitt komið í ljós að ég hef getað sagt við sjálfa mig: Já, það var sannarlega gott að ég upplifði þetta þótt það hafi verið erfitt á meðan á því stóð.” Alltaf væri hægt að læra eitthvað af öllu því hendir mann um ævina. „Maður sér það bara ekki á meðan hlutirnir eru að gerast en öll él birtir upp um síðir. En um leið og ég segi það veit ég að auðvitað komast ekki allir farsællega út úr lífinu. Það eru til aðstæður sem við ráðum ekki við. En vonandi erum við svo lánsöm hér á Íslandi að geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda. Ég hef sjálf verið heppin.”
Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira