Andlát: Þóra Hallgrímsson Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2020 10:51 Þóra með eiginmanni sínum Björgólfi Guðmundssyni á leik með enska félagsliðinu West Ham árið 2008. Getty/Phil COle Þóra Hallgrímsson, eiginkona Björgólfs Guðmundssonar og móðir Björgólfs Thors Bjorgólfssonar, er látin. Í dánartilkynningu sem Björgólfur eldri birtir í Fréttablaðinu í dag segir að hún hafi látist á Landspítalanum þann 27. ágúst. Þóra fæddist þann 28. janúar 1930 og var því níræð þegar hún lést. Ævi Þóru var viðburðarrík en hún var dóttir Hallgríms Fr. Hallgrímssonar, forstjóra Skeljungs og konu hans Margrétar Þorbjargar Thors. Margrét Þorbjörg var dóttir Thors Jensens athafnamans og systir Ólafs Thors, forsætisráðherra. Í umfjöllun um ævi Þóru í DV fá árinu 2005 kemur fram að eftir nám í Bandaríkjunum hafi hún kynnst fyrsta eiginmanni sínum, Hauki Clausen. Þau eignuðust einn son. Þóra og Haukur skildu eftir stutta sambúð. Árið 1953 giftist Þóra Bandaríkjamanninum George Lincoln Rockwell og eignuðust þau þrjú börn. Hjónabandið entist þó ekki og eftir komuna til Íslands kynntist Þóra Björgólfi Guðmundssyni. Þau giftu sig í júní árið 1963. Björgólfur gekk börnum hennar í föðurstað auk þess sem að þau eignuðust einn son, Björgólf Thor. Í viðtali við vefinn Lifðu núna sem tekið var fyrr á árinu sagði Þóra beðin um að gefa fólki ráð eftir langa ævi, að hún vildi minni alla á að reyna eftir fremsta megni að njóta hvers tímabils, alltaf væri hægt að sjá ljósu hliðarnar. „Lífið býður okkur upp á svo mismunandi aðstæður á mismunandi tímum,” var haft eftir Þóru. „Stundum hef ég hikað og hugsað með mér: „Ah, þetta er nú aðeins of mikið og hvað er nú ætlast til að ég læri af þessu? En þegar frá líður hefur yfirleitt komið í ljós að ég hef getað sagt við sjálfa mig: Já, það var sannarlega gott að ég upplifði þetta þótt það hafi verið erfitt á meðan á því stóð.” Alltaf væri hægt að læra eitthvað af öllu því hendir mann um ævina. „Maður sér það bara ekki á meðan hlutirnir eru að gerast en öll él birtir upp um síðir. En um leið og ég segi það veit ég að auðvitað komast ekki allir farsællega út úr lífinu. Það eru til aðstæður sem við ráðum ekki við. En vonandi erum við svo lánsöm hér á Íslandi að geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda. Ég hef sjálf verið heppin.” Andlát Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Þóra Hallgrímsson, eiginkona Björgólfs Guðmundssonar og móðir Björgólfs Thors Bjorgólfssonar, er látin. Í dánartilkynningu sem Björgólfur eldri birtir í Fréttablaðinu í dag segir að hún hafi látist á Landspítalanum þann 27. ágúst. Þóra fæddist þann 28. janúar 1930 og var því níræð þegar hún lést. Ævi Þóru var viðburðarrík en hún var dóttir Hallgríms Fr. Hallgrímssonar, forstjóra Skeljungs og konu hans Margrétar Þorbjargar Thors. Margrét Þorbjörg var dóttir Thors Jensens athafnamans og systir Ólafs Thors, forsætisráðherra. Í umfjöllun um ævi Þóru í DV fá árinu 2005 kemur fram að eftir nám í Bandaríkjunum hafi hún kynnst fyrsta eiginmanni sínum, Hauki Clausen. Þau eignuðust einn son. Þóra og Haukur skildu eftir stutta sambúð. Árið 1953 giftist Þóra Bandaríkjamanninum George Lincoln Rockwell og eignuðust þau þrjú börn. Hjónabandið entist þó ekki og eftir komuna til Íslands kynntist Þóra Björgólfi Guðmundssyni. Þau giftu sig í júní árið 1963. Björgólfur gekk börnum hennar í föðurstað auk þess sem að þau eignuðust einn son, Björgólf Thor. Í viðtali við vefinn Lifðu núna sem tekið var fyrr á árinu sagði Þóra beðin um að gefa fólki ráð eftir langa ævi, að hún vildi minni alla á að reyna eftir fremsta megni að njóta hvers tímabils, alltaf væri hægt að sjá ljósu hliðarnar. „Lífið býður okkur upp á svo mismunandi aðstæður á mismunandi tímum,” var haft eftir Þóru. „Stundum hef ég hikað og hugsað með mér: „Ah, þetta er nú aðeins of mikið og hvað er nú ætlast til að ég læri af þessu? En þegar frá líður hefur yfirleitt komið í ljós að ég hef getað sagt við sjálfa mig: Já, það var sannarlega gott að ég upplifði þetta þótt það hafi verið erfitt á meðan á því stóð.” Alltaf væri hægt að læra eitthvað af öllu því hendir mann um ævina. „Maður sér það bara ekki á meðan hlutirnir eru að gerast en öll él birtir upp um síðir. En um leið og ég segi það veit ég að auðvitað komast ekki allir farsællega út úr lífinu. Það eru til aðstæður sem við ráðum ekki við. En vonandi erum við svo lánsöm hér á Íslandi að geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda. Ég hef sjálf verið heppin.”
Andlát Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira