Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2020 22:54 Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. Sjá einnig: Raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Logi Júlíusson er bílstjóri í Reykjanesbæ. Þar hefur atvinna leigubílstjóra hrunið og er um 10 til 15 prósent af því sem þætti hefðbundið í eðlilegu árferði. Hann segir marga leigubílstjóra íhuga að skila inn leyfunum. „Núna er verið að segja upp 133 í Leifsstöð. Flest allt þetta fólk ef ekki allir eiga heima á þessu svæði. Í átján þúsund manna bæ er 133 á einum vinnustað ansi stór biti. Það þarf að gera eitthvað, það þarf að skapa einhver störf, það skiptir ekki máli hvað það er, það þarf bara að gera eitthvað,“ segir Logi. „Þetta er afar slæm staða. Margir hafa misst vinnuna vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld þurfa að gera eitthvað því við getum lifað mikið lengur svona. Þetta er afar erfið staða fyrir okkur,“ segir Stefan Korzmaeke sem missti vinnuna nýverið. Verkefnastaða hjá fyrirtækinu hans hrundi og því fór sem fór. Ástandið reyni mikið á fjölskyldu hans. Eiginkona hans er enn með vinnu en hann segir fjarnám elstu dóttur hans reynast henni afar erfitt. „Það þarf að setja meira fjármagn til sveitarfélaganna. Ekki gleyma okkur hérna á Suðurnesjunum,“ sagði Eysteinn Örn Garðarsson, sjómaður, sem sjálfur er enn með vinnu en margir í kringum hann hafa misst vinnuna undanfarið. „Ef við horfum á flugstöðina, þá var síðast í gær 130 manna hópur sem missti vinnuna þar. Stöðin er tóm,“ segir Eiríkur Bragason, starfsmaður Landhelgisgæslunnar, sem var á ferð í Reykjanesbæ í dag ásamt eiginkonu sinni Lillý Hafsteinsdóttir sem er heimavinnandi. „Það eru mjög margir í Sandgerði sem vinna upp í flugstöð. Ástandið er ekki gott,“ segir Lillý en hún og Eiríkur búa í Sandgerði í Suðurnesjabæ. „Það eru líka kannski tveir frá sama heimili sem eru að vinna upp í flugstöð. Þetta kemur sér mjög illa fyrir það fólk,“ segir Lillý. „Þetta er mikið fólk ef hjón missa bæði vinnuna,“ bætir Eiríkur við. Halldóra Magnúsdóttir leikskólakennari segir haustið líta afar illa út. „Þetta lítur ekki vel út hjá mörgum. Margir þurfa aðstoð og það þarf að hjálpa mörgum.“ Ólafur Sigurjónsson, íbúi í Reykjanesbæ, segir nokkra úr sinni fjölskyldu, sem starfa í fluggeiranum, hafa misst vinnuna í vor. „Mér finnst staðan ekki góð. Það er töluvert mikið atvinnuleysi hér. Maður heyrir það af umræðunni í bænum. Það er ekki gott hljóð í fólki.“ Reykjanesbær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. Sjá einnig: Raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Logi Júlíusson er bílstjóri í Reykjanesbæ. Þar hefur atvinna leigubílstjóra hrunið og er um 10 til 15 prósent af því sem þætti hefðbundið í eðlilegu árferði. Hann segir marga leigubílstjóra íhuga að skila inn leyfunum. „Núna er verið að segja upp 133 í Leifsstöð. Flest allt þetta fólk ef ekki allir eiga heima á þessu svæði. Í átján þúsund manna bæ er 133 á einum vinnustað ansi stór biti. Það þarf að gera eitthvað, það þarf að skapa einhver störf, það skiptir ekki máli hvað það er, það þarf bara að gera eitthvað,“ segir Logi. „Þetta er afar slæm staða. Margir hafa misst vinnuna vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld þurfa að gera eitthvað því við getum lifað mikið lengur svona. Þetta er afar erfið staða fyrir okkur,“ segir Stefan Korzmaeke sem missti vinnuna nýverið. Verkefnastaða hjá fyrirtækinu hans hrundi og því fór sem fór. Ástandið reyni mikið á fjölskyldu hans. Eiginkona hans er enn með vinnu en hann segir fjarnám elstu dóttur hans reynast henni afar erfitt. „Það þarf að setja meira fjármagn til sveitarfélaganna. Ekki gleyma okkur hérna á Suðurnesjunum,“ sagði Eysteinn Örn Garðarsson, sjómaður, sem sjálfur er enn með vinnu en margir í kringum hann hafa misst vinnuna undanfarið. „Ef við horfum á flugstöðina, þá var síðast í gær 130 manna hópur sem missti vinnuna þar. Stöðin er tóm,“ segir Eiríkur Bragason, starfsmaður Landhelgisgæslunnar, sem var á ferð í Reykjanesbæ í dag ásamt eiginkonu sinni Lillý Hafsteinsdóttir sem er heimavinnandi. „Það eru mjög margir í Sandgerði sem vinna upp í flugstöð. Ástandið er ekki gott,“ segir Lillý en hún og Eiríkur búa í Sandgerði í Suðurnesjabæ. „Það eru líka kannski tveir frá sama heimili sem eru að vinna upp í flugstöð. Þetta kemur sér mjög illa fyrir það fólk,“ segir Lillý. „Þetta er mikið fólk ef hjón missa bæði vinnuna,“ bætir Eiríkur við. Halldóra Magnúsdóttir leikskólakennari segir haustið líta afar illa út. „Þetta lítur ekki vel út hjá mörgum. Margir þurfa aðstoð og það þarf að hjálpa mörgum.“ Ólafur Sigurjónsson, íbúi í Reykjanesbæ, segir nokkra úr sinni fjölskyldu, sem starfa í fluggeiranum, hafa misst vinnuna í vor. „Mér finnst staðan ekki góð. Það er töluvert mikið atvinnuleysi hér. Maður heyrir það af umræðunni í bænum. Það er ekki gott hljóð í fólki.“
Reykjanesbær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira