Donny Van de Beek, miðjumaður Ajax, er sagður vera í Manchester þar sem hann er sagður í læknisskoðun hjá Man. United.
Hinn virti ítalski blaðamaður, Fabrizio Romano, greinir frá þessu á Twitter síðu sinni í dag en hann er talinn afar áreiðanlegur.
Van de Beek hefur verið orðaður við Man. United síðustu daga en þessi 23 ára miðjumaður virðist nú vera semja við þá rauðklæddu í Manchester borg.
Miðjumaðurinn sló sérstaklega í gegn tímabilið 2018/2019 er Ajax fór ansi langt í Meistaradeildinni og var m.a. Real Madrid sagt á eftir kappanum.
Nú er hann talinn á leið til Manchester og verður hann þar af leiðandi fyrsti leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjær kaupir á leikmannamarkaðnum í sumar.
Solskjær og van de Beek hafa nú þegar rætt saman og Hollendingurinn er spenntur að byrja að spila fyrir félagið.
Donny Van de Beek is currently undergoing his Man Utd medical. He s already had a conversation with Ole Gunnar Solskjaer and is buzzing to get started. (Source: @FabrizioRomano) pic.twitter.com/g0LPY8Y8fm
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 31, 2020