Messi gæti þurft að sleppa öllu tímabilinu til að losna frá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 10:30 Framtíð Lionel Messi er enn í uppnámi en leikmaðurinn vill alls ekki vera áfram hjá Barcelona. EPA-EFE/Manu Fernandez / POOL Barcelona heldur fast í Lionel Messi og forráðamenn félagsins ætla ekki að gefa þumlung eftir í baráttunni um lokatímabil argentínska snillingsins hjá félaginu. Lykilatriðið í öllu málinu er að Lionel Messi annars vegar og forráðamenn Barcelona hins vegar leggja sitt hvort túlkunina í samninginn sem Messi skrifaði undir árið 2017. ESPN hefur fjallað mikið um málið og menn þar á bæ eru greinilega með mikil sambönd þegar kemur að Barcelona og Lionel Messi. Barcelona believe the only way Lionel Messi can legally leave for free is if he commits to not playing next season, sources told @samuelmarsden and @moillorens: https://t.co/8aIRJ5Ft7X pic.twitter.com/sTnVDZcMlZ— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2020 Túlkun Barcelona á samningi Messi er samkvæmt heimildum ESPN þannig að Messi gæti hætt hjá félaginu en það þýddi að hann yrði að gefa eftir öll launin sín og mætti ekki semja við annað félag fyrr en næsta sumar. Enginn fengi því að sjá Lionel Messi að spila á tímabilinu 2020-21 en hinn 33 ára gamli Messi á ekki mörg ár eftir og tjónið því mikið fyrir fótboltann. Samningur Lionel Messi rennur út sumarið 2021 en hann og Barcelona deila um hvort að Messi geti sleppt þessu síðasta tímabili. Barcelona segir að uppsagnarákvæðið sé enn í gildi þar sem þyrfti að borga 700 milljónir evra fyrir samninginn. Messi og lögfræðingar hans segja að þetta ákvæði sé ekki í gildi á þessu síðasta ári samningsins. Kórónuveiran blandast að sjálfsögðu inn i þetta mál því Messi varð samkvæmt samningnum að ákveða framhaldið í síðasta lagi í júní en tímabilið dróst á langinn og leiktíðin endaði ekki fyrr en í ágúst. When Bartomeu and Jorge Messi meet on Wednesday, Bartomeu is expected to offer Messi a new two-year contract while his father will ask to leave for free, reports @moillorens pic.twitter.com/CwMiCYyJsW— B/R Football (@brfootball) August 31, 2020 Lögfræðingar Lionel Messi halda því fram að hann sé búinn að segja upp samningnum sínum og þess vegna sé hann ekki mættur til Barcelona eins og aðrir leikmenn liðsins. Barcelona er aftur á móti byrjað að sekta hann fyrir skrópið. Barcelona vill alls ekki missa Lionel Messi og samkvæmt heimildum ESPN er nýr tveggja ára samningur enn á borðinu. Þar myndi Messiað mestu halda sínum launum sem eru í kringum hundrað milljónir evra á ári. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira
Barcelona heldur fast í Lionel Messi og forráðamenn félagsins ætla ekki að gefa þumlung eftir í baráttunni um lokatímabil argentínska snillingsins hjá félaginu. Lykilatriðið í öllu málinu er að Lionel Messi annars vegar og forráðamenn Barcelona hins vegar leggja sitt hvort túlkunina í samninginn sem Messi skrifaði undir árið 2017. ESPN hefur fjallað mikið um málið og menn þar á bæ eru greinilega með mikil sambönd þegar kemur að Barcelona og Lionel Messi. Barcelona believe the only way Lionel Messi can legally leave for free is if he commits to not playing next season, sources told @samuelmarsden and @moillorens: https://t.co/8aIRJ5Ft7X pic.twitter.com/sTnVDZcMlZ— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2020 Túlkun Barcelona á samningi Messi er samkvæmt heimildum ESPN þannig að Messi gæti hætt hjá félaginu en það þýddi að hann yrði að gefa eftir öll launin sín og mætti ekki semja við annað félag fyrr en næsta sumar. Enginn fengi því að sjá Lionel Messi að spila á tímabilinu 2020-21 en hinn 33 ára gamli Messi á ekki mörg ár eftir og tjónið því mikið fyrir fótboltann. Samningur Lionel Messi rennur út sumarið 2021 en hann og Barcelona deila um hvort að Messi geti sleppt þessu síðasta tímabili. Barcelona segir að uppsagnarákvæðið sé enn í gildi þar sem þyrfti að borga 700 milljónir evra fyrir samninginn. Messi og lögfræðingar hans segja að þetta ákvæði sé ekki í gildi á þessu síðasta ári samningsins. Kórónuveiran blandast að sjálfsögðu inn i þetta mál því Messi varð samkvæmt samningnum að ákveða framhaldið í síðasta lagi í júní en tímabilið dróst á langinn og leiktíðin endaði ekki fyrr en í ágúst. When Bartomeu and Jorge Messi meet on Wednesday, Bartomeu is expected to offer Messi a new two-year contract while his father will ask to leave for free, reports @moillorens pic.twitter.com/CwMiCYyJsW— B/R Football (@brfootball) August 31, 2020 Lögfræðingar Lionel Messi halda því fram að hann sé búinn að segja upp samningnum sínum og þess vegna sé hann ekki mættur til Barcelona eins og aðrir leikmenn liðsins. Barcelona er aftur á móti byrjað að sekta hann fyrir skrópið. Barcelona vill alls ekki missa Lionel Messi og samkvæmt heimildum ESPN er nýr tveggja ára samningur enn á borðinu. Þar myndi Messiað mestu halda sínum launum sem eru í kringum hundrað milljónir evra á ári.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira