Þórhallur miðill fær að áfrýja til Hæstaréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 12:54 Þórhallur Guðmundsson var til umfjöllunar í sjónvarpsþáttunum Brestir um árið þar sem spámiðlar voru til umfjöllunar. Vísir Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál Þórhalls Guðmundssonar, oftast nefndur Þórhallur miðill. Landsréttur dæmdi Þórhall í átján mánaða fangelsi í júní fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungum karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur lagði fram beiðni um að áfrýja dómnum til Hæstaréttar í byrjun júlí. Hann byggir beiðni sína á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til þar sem heimfærsla til refsiákvæðis sé röng. Brot hans hafi ekki verið refsivert þegar það var framið þar sem sá hluti þess er varðar skort á samþykki hafi ekki komið inn í hegningarlög fyrr en fyrir tveimur árum. Þá hafi hann Landsrétt hafa brotið gegn milliliðalausri sönnunarfærslu þar sem dómurinn hafi byggt á lögregluskýrslum og framburði vitna sem ekki gátu borið um atvik málsins. Í úrskurði Hæstaréttar segir að úrlausn um beitingu umrædds ákvæðis í almennum hegningarlögum og lagaskil myndi hafa „verulega almenna þýðingu“. Því verði fallist á beiðni um áfrýjun. Brotaþoli, sem var tvítugur þegar brotið átti sér stað, lagði fram kæru gegn Þórhalli árið 2016, sex árum eftir atvikið. Hann sakaði Þórhall um að hafa fróað honum án samþykkis hans er hann lá nakinn á nuddbekk. Þórhallur var jafnframt sakfelldur fyrir að beita þolandann ólögmætri nauðung og misnotað þannig traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Þórhallur neitaði staðfastlega sök. Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Frosti telur sig heppinn að hafa ekki lent í klóm Þórhalls miðils Þórhallur miðill bauð Frosta Logasyni heim til sín eftir fráfall föður hans. 23. júní 2020 10:40 Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. 5. júní 2020 16:42 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál Þórhalls Guðmundssonar, oftast nefndur Þórhallur miðill. Landsréttur dæmdi Þórhall í átján mánaða fangelsi í júní fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungum karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur lagði fram beiðni um að áfrýja dómnum til Hæstaréttar í byrjun júlí. Hann byggir beiðni sína á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til þar sem heimfærsla til refsiákvæðis sé röng. Brot hans hafi ekki verið refsivert þegar það var framið þar sem sá hluti þess er varðar skort á samþykki hafi ekki komið inn í hegningarlög fyrr en fyrir tveimur árum. Þá hafi hann Landsrétt hafa brotið gegn milliliðalausri sönnunarfærslu þar sem dómurinn hafi byggt á lögregluskýrslum og framburði vitna sem ekki gátu borið um atvik málsins. Í úrskurði Hæstaréttar segir að úrlausn um beitingu umrædds ákvæðis í almennum hegningarlögum og lagaskil myndi hafa „verulega almenna þýðingu“. Því verði fallist á beiðni um áfrýjun. Brotaþoli, sem var tvítugur þegar brotið átti sér stað, lagði fram kæru gegn Þórhalli árið 2016, sex árum eftir atvikið. Hann sakaði Þórhall um að hafa fróað honum án samþykkis hans er hann lá nakinn á nuddbekk. Þórhallur var jafnframt sakfelldur fyrir að beita þolandann ólögmætri nauðung og misnotað þannig traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Þórhallur neitaði staðfastlega sök.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Frosti telur sig heppinn að hafa ekki lent í klóm Þórhalls miðils Þórhallur miðill bauð Frosta Logasyni heim til sín eftir fráfall föður hans. 23. júní 2020 10:40 Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. 5. júní 2020 16:42 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Frosti telur sig heppinn að hafa ekki lent í klóm Þórhalls miðils Þórhallur miðill bauð Frosta Logasyni heim til sín eftir fráfall föður hans. 23. júní 2020 10:40
Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. 5. júní 2020 16:42
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent