Minnst þrjátíu konur fengið ranga niðurstöðu hjá Krabbameinsfélaginu Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. september 2020 18:49 Að minnsta kosti 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands árið 2018. Félagið vinnur nú að því að endurskoða um 6000 leghálssýni. Þetta kom í ljós í kjölfar alvarlegra mistaka starfsmanns Krabbameinsfélagsins sem uppgötvuðust í sumar eftir að kona um fimmtugt greindist með ólæknandi krabbamein. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir það ef konan hefði ekki fengið ranga niðurstöðu úr leghálssýnatöku árið 2018. Um helgina greindi fréttastofa frá mistökunum. Málið uppgötvaðist í júní þegar sjö sextímetra æxli fannst í leggöngum konunnar. Þá var sýni úr reglubundinni leghálsskoðun sem konan hafði farið í árið 2018 endurskoðað og í ljós kom að í því sáust greinilega miklar frumubreytingar. Konan hafði fengið rangar niðurstöður. Embætti landlæknis er með málið til rannsóknar. Í skriflegu svari til fréttastofu segir að vegna alvarleika málsins hafi landlæknir haldið fund með fulltrúum Krabbameinsfélagsins til að ganga úr skugga um að gripið hefði verið til allra viðeigandi ráðstafana, meðal annars farið yfir hvort mögulegt gæti verið að fleiri sýni hefðu verið ranglega greind. Endurskoða sýni þrjú ár aftur í tímann Vegna málsins ákvað gæðaeftirlit krabbameinsfélagsins að endurskoða 5-6 þúsund sýni, þrjú ár aftur í tímann. Búið er að endurskoða helming sýnanna. „Hingað til erum við búin að finna um það bil 30 konur sem hefur þurft að hafa samband við og boða í nýja skoðun. Ég held að þetta sé að mestu leyti frá árinu 2018,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands. Konurnar höfðu þá fengið ranga niðurstöðu og það hefði átt að kalla þær aftur inn. „Í öllum tilfellum hingað til, hafa ekki verið nein alvarleg tilfelli. En svo erum við að boða þær í nýjar skoðanir núna og þar er í einhverjum tilfellum tilefni til að skoða enn þá nánar en engin krabbameinstilfelli hafa fundist enn þá.“ Ágúst Ingi Ágústsson er yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélagsins.Vísir/Arnar Ágúst segir að tilfelli konunnar sem fjallað var um um helgina sé það lang alvarlegasta. Í flestum tilfellanna hefði átt að kalla konurnar aftur í skoðun eftir sex mánuði. „Sem endurspeglar að þetta voru ekki alvarlegar breytingar sem okkur yfirsást,“ segir Ágúst. Hann geti ekki útilokað að krabbamein hefði geta myndast í einhverjum tilfellanna. Frumubreytingar þróist á löngum tíma hjá langflestum konum og því ekki miklar líkur á því. Staðan sé þó alvarleg. Árið 2019 var gæðaeftirlit aukið með nýjum tækjabúnaði sem hefur þegar skoðað hluta sýnanna áður en starfsmenn skoða þau. Það var því talið nóg að endurskoða 5-6 þúsund sýni. „Með þessu úrtaki erum við að kanna hvort það séu einhver mynstur sem við komum auga á og gefa tilefni til að skoða enn þá frekar.“ „Peningar eru ekki að fara að bæta upp líf konunnar“ Konan sem greindist með ólæknandi krabbamein ætlar í skaðabótamál. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar, segir að engin peningaupphæð komi til með að bæta henni skaðann sem hún varð fyrir vegna mistakanna. Sævar Þór Jónsson er lögmaður konunnar sem greindist með ólæknandi krabbamein í kjölfar mistakanna. „Við erum að forma bótakröfu vegna málsins. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir á þessu stigi hversu há hún verður en það verða eins og gefur að skilja háar fjárhæðir,“ segir Sævar Þór. Hann telur að krafan muni hlaupa á tugum milljóna króna. „Peningar eru ekki að fara að bæta upp líf konunnar. Við ætlum ekki það að starfsfólk heilbrigðiskerfisins sé ekki að sinna starfinu sínu en það verður einhver að axla ábyrgð og það þarf að draga lærdóm af þessu og menn þurfa að fara í gagngera skoðun á því hvernig kerfið hér virkar og hvernig þessu er sinnt,“ segir Sævar Þór. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Að minnsta kosti 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands árið 2018. Félagið vinnur nú að því að endurskoða um 6000 leghálssýni. Þetta kom í ljós í kjölfar alvarlegra mistaka starfsmanns Krabbameinsfélagsins sem uppgötvuðust í sumar eftir að kona um fimmtugt greindist með ólæknandi krabbamein. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir það ef konan hefði ekki fengið ranga niðurstöðu úr leghálssýnatöku árið 2018. Um helgina greindi fréttastofa frá mistökunum. Málið uppgötvaðist í júní þegar sjö sextímetra æxli fannst í leggöngum konunnar. Þá var sýni úr reglubundinni leghálsskoðun sem konan hafði farið í árið 2018 endurskoðað og í ljós kom að í því sáust greinilega miklar frumubreytingar. Konan hafði fengið rangar niðurstöður. Embætti landlæknis er með málið til rannsóknar. Í skriflegu svari til fréttastofu segir að vegna alvarleika málsins hafi landlæknir haldið fund með fulltrúum Krabbameinsfélagsins til að ganga úr skugga um að gripið hefði verið til allra viðeigandi ráðstafana, meðal annars farið yfir hvort mögulegt gæti verið að fleiri sýni hefðu verið ranglega greind. Endurskoða sýni þrjú ár aftur í tímann Vegna málsins ákvað gæðaeftirlit krabbameinsfélagsins að endurskoða 5-6 þúsund sýni, þrjú ár aftur í tímann. Búið er að endurskoða helming sýnanna. „Hingað til erum við búin að finna um það bil 30 konur sem hefur þurft að hafa samband við og boða í nýja skoðun. Ég held að þetta sé að mestu leyti frá árinu 2018,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands. Konurnar höfðu þá fengið ranga niðurstöðu og það hefði átt að kalla þær aftur inn. „Í öllum tilfellum hingað til, hafa ekki verið nein alvarleg tilfelli. En svo erum við að boða þær í nýjar skoðanir núna og þar er í einhverjum tilfellum tilefni til að skoða enn þá nánar en engin krabbameinstilfelli hafa fundist enn þá.“ Ágúst Ingi Ágústsson er yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélagsins.Vísir/Arnar Ágúst segir að tilfelli konunnar sem fjallað var um um helgina sé það lang alvarlegasta. Í flestum tilfellanna hefði átt að kalla konurnar aftur í skoðun eftir sex mánuði. „Sem endurspeglar að þetta voru ekki alvarlegar breytingar sem okkur yfirsást,“ segir Ágúst. Hann geti ekki útilokað að krabbamein hefði geta myndast í einhverjum tilfellanna. Frumubreytingar þróist á löngum tíma hjá langflestum konum og því ekki miklar líkur á því. Staðan sé þó alvarleg. Árið 2019 var gæðaeftirlit aukið með nýjum tækjabúnaði sem hefur þegar skoðað hluta sýnanna áður en starfsmenn skoða þau. Það var því talið nóg að endurskoða 5-6 þúsund sýni. „Með þessu úrtaki erum við að kanna hvort það séu einhver mynstur sem við komum auga á og gefa tilefni til að skoða enn þá frekar.“ „Peningar eru ekki að fara að bæta upp líf konunnar“ Konan sem greindist með ólæknandi krabbamein ætlar í skaðabótamál. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar, segir að engin peningaupphæð komi til með að bæta henni skaðann sem hún varð fyrir vegna mistakanna. Sævar Þór Jónsson er lögmaður konunnar sem greindist með ólæknandi krabbamein í kjölfar mistakanna. „Við erum að forma bótakröfu vegna málsins. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir á þessu stigi hversu há hún verður en það verða eins og gefur að skilja háar fjárhæðir,“ segir Sævar Þór. Hann telur að krafan muni hlaupa á tugum milljóna króna. „Peningar eru ekki að fara að bæta upp líf konunnar. Við ætlum ekki það að starfsfólk heilbrigðiskerfisins sé ekki að sinna starfinu sínu en það verður einhver að axla ábyrgð og það þarf að draga lærdóm af þessu og menn þurfa að fara í gagngera skoðun á því hvernig kerfið hér virkar og hvernig þessu er sinnt,“ segir Sævar Þór.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira