„Er þetta ekki vont fyrir tuðara landsins?“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2020 17:30 Valgeir Valgeirsson með boltann í leik gegn KR. VÍSIR/HAG Sérfræðingarnir í Pepsi Max-stúkunni veltu fyrir sér vali Arnars Þórs Viðarssonar á U21-landsliðshópi Íslands í fótbolta. Nokkur umræða var á samfélagsmiðlum eftir að hópurinn var tilkynntur á föstudag, sérstaklega vegna fjarveru Valgeirs Valgeirssonar úr HK og Valgeirs Lunddal Friðrikssonar úr Val. Þeir komu hins vegar inn í hópinn eftir að Daníel Hafsteinsson og Finnur Tómas Pálmason meiddust. „Er þetta ekki vont fyrir tuðara landsins, að þeir séu komnir inn?“ spurði Gummi Ben léttur í bragði. „Ég veit það ekki. Heldur þú ekki að þeir hafi hugsað með sér; „Við höfum áhrif! Höldum áfram!“ Og þeir verði bara endalaust að röfla,“ svaraði Þorkell Máni Pétursson. Hefði verið galið að henda Herði út „En gagnrýnin var alveg réttmæt. Menn mega ekki vera viðkvæmir fyrir því að menn hafa alls konar skoðanir á því hverjir eiga að vera í landsliðinu og hverjir ekki. En sumt af þessu var á þá leið að þetta væri einhver klíkumyndun – að Hörður Ingi [Gunnarsson] fengi bara að vera í landsliðinu af því að hann væri í FH. Það er bara ekki rétt. Hann var í liðinu þegar hann var á Skaganum og er búinn að spila einhverja fimm leiki í þessari undankeppni. Það hefði verið galið ef honum hefði verið hent út,“ sagði Máni. Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þótt leika afar vel fyrir topplið Vals í Pepsi Max-deildinni.VÍSIR/DANÍEL Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins en einnig annar aðalþjálfara FH, sem átti fjóra fulltrúa í upprunalega hópnum áður en Daníel datt út. Sérfræðingarnir höfðu þó lítið út á valið að setja, og Gummi spurði Tómas Inga Tómasson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara U21-landsliðsins, hvort ekki væri eðlilegt að velja leikmann sem maður þekkti og treysti fram yfir annan svipaðan úr öðru liði: „Alveg klárlega, og það gefur þeim leikmönnum sem eru í FH örlítinn neista fram yfir þá sem eru svipaðir. En ég vil nú meina að báðir þjálfararnir hjá Íslandi velji bara þá leikmenn sem þeim finnst bestir á hverjum tíma. Hörður var skotspónn einhverra á þessum samfélagsmiðlum, sem ég les nú aldrei, en hann var í hópnum þegar ég og Eyjólfur [Sverrisson] vorum með liðið. Þetta voru ódýr skot,“ sagði Tómsa Ingi. „Þetta var bara algjört þvaður en fólk var að teygja sig í eitthvað vegna þess að þeirra maður var ekki valinn,“ sagði Máni. Tómas Ingi setti þó spurningamerki við þann fjölda bakvarða sem væru í hópnum á meðan að þar væri bara einn hreinræktaður miðvörður, Ísak Óli Ólafsson, eftir að Finnur Tómas meiddist. Umræðuna alla má sjá hér að neðan. Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni EM á föstudaginn kl. 16.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Stúkan - Umræða um U21-liðið Fótbolti Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valgeirarnir kallaðir inn í U21 Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað. 31. ágúst 2020 21:27 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Sérfræðingarnir í Pepsi Max-stúkunni veltu fyrir sér vali Arnars Þórs Viðarssonar á U21-landsliðshópi Íslands í fótbolta. Nokkur umræða var á samfélagsmiðlum eftir að hópurinn var tilkynntur á föstudag, sérstaklega vegna fjarveru Valgeirs Valgeirssonar úr HK og Valgeirs Lunddal Friðrikssonar úr Val. Þeir komu hins vegar inn í hópinn eftir að Daníel Hafsteinsson og Finnur Tómas Pálmason meiddust. „Er þetta ekki vont fyrir tuðara landsins, að þeir séu komnir inn?“ spurði Gummi Ben léttur í bragði. „Ég veit það ekki. Heldur þú ekki að þeir hafi hugsað með sér; „Við höfum áhrif! Höldum áfram!“ Og þeir verði bara endalaust að röfla,“ svaraði Þorkell Máni Pétursson. Hefði verið galið að henda Herði út „En gagnrýnin var alveg réttmæt. Menn mega ekki vera viðkvæmir fyrir því að menn hafa alls konar skoðanir á því hverjir eiga að vera í landsliðinu og hverjir ekki. En sumt af þessu var á þá leið að þetta væri einhver klíkumyndun – að Hörður Ingi [Gunnarsson] fengi bara að vera í landsliðinu af því að hann væri í FH. Það er bara ekki rétt. Hann var í liðinu þegar hann var á Skaganum og er búinn að spila einhverja fimm leiki í þessari undankeppni. Það hefði verið galið ef honum hefði verið hent út,“ sagði Máni. Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þótt leika afar vel fyrir topplið Vals í Pepsi Max-deildinni.VÍSIR/DANÍEL Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins en einnig annar aðalþjálfara FH, sem átti fjóra fulltrúa í upprunalega hópnum áður en Daníel datt út. Sérfræðingarnir höfðu þó lítið út á valið að setja, og Gummi spurði Tómas Inga Tómasson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara U21-landsliðsins, hvort ekki væri eðlilegt að velja leikmann sem maður þekkti og treysti fram yfir annan svipaðan úr öðru liði: „Alveg klárlega, og það gefur þeim leikmönnum sem eru í FH örlítinn neista fram yfir þá sem eru svipaðir. En ég vil nú meina að báðir þjálfararnir hjá Íslandi velji bara þá leikmenn sem þeim finnst bestir á hverjum tíma. Hörður var skotspónn einhverra á þessum samfélagsmiðlum, sem ég les nú aldrei, en hann var í hópnum þegar ég og Eyjólfur [Sverrisson] vorum með liðið. Þetta voru ódýr skot,“ sagði Tómsa Ingi. „Þetta var bara algjört þvaður en fólk var að teygja sig í eitthvað vegna þess að þeirra maður var ekki valinn,“ sagði Máni. Tómas Ingi setti þó spurningamerki við þann fjölda bakvarða sem væru í hópnum á meðan að þar væri bara einn hreinræktaður miðvörður, Ísak Óli Ólafsson, eftir að Finnur Tómas meiddist. Umræðuna alla má sjá hér að neðan. Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni EM á föstudaginn kl. 16.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Stúkan - Umræða um U21-liðið
Fótbolti Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valgeirarnir kallaðir inn í U21 Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað. 31. ágúst 2020 21:27 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Valgeirarnir kallaðir inn í U21 Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað. 31. ágúst 2020 21:27