Leiknir fyrsta liðið til að leggja ÍBV | Magnavélin farin að malla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 19:50 Leiknismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Vísir/Skjáskot Þremur leikjum er nú lokið í Lengjudeild karla af þeim fimm sem fara fram í kvöld. Leiknir Reykjavík gerði sér lítið fyrir og varð fyrsta lið deildarinnar til að leggja ÍBV að velli. Þá vann Magni Grenivík sinn annan sigur í röð á meðan Vestri valtaði yfir Þór Akureyri á Ísafirði. Leiknir heimsótti Vestmannaeyjar í kvöld og fóru heim í Breiðholtið með þrjú stig. Mörk Leiknis skoruðu Sólon Breki Leifsson og Sævar Atli Magnússon. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og áttu heimamenn engin svör í þeim síðari. Mark Sólons Breka var einkar glæsilegt en hann skoraði með skoti frá miðjulínu. Eftir tvo tapleiki í röð hafa Leiknismenn nú unnið tvo leiki í röð gegn liðum sem eru að berjast um að komast upp í Pepsi Max deildina. Þeir unnu Keflavík 5-1 á heimavelli og svo ÍBV 2-0 í kvöld. Sigurinn lyftir Leikni upp í 2. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan ÍBV dettur niður í 4. sætið með 24 stig. Lokatölur! 0-2! pic.twitter.com/wM1tZ6ocys— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) September 2, 2020 Magni á óvænt möguleika á að halda sér uppi en menn neita einfaldlega að gefast upp á Grenivík. Liðið hafði ekki unnið leik þangað til í síðustu umferð þegar það vann Leikni frá Fáskrúðsfirði óvænt 3-1 á útivelli. Þar áður höfðu Magnamenn náð í stig á heimavelli gegn ÍBV. Annar sigur sumarsins kom í kvöld er Afturelding heimsótti Grenivík. Leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna en fyrri leikur liðanna fór 7-0 fyrir Aftureldingu. Louis Aaron Wardle og Costelus Lauturu komu Magna í 2-0 í fyrri hálfleik. Jason Daði Svanþórsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu í þeim síðari áður en Kristinn Þór Rósbergsson kom Magna aftur tveimur mörkum yfir með marki úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Jason Daði minnkaði muninn að nýju en nær komst Afturelding ekki. Lokatölur 3-2 og annar sigur Magna í sumar staðreynd. Sigurinn lyftir Magna upp af botninum. Liðið er nú í 11. sæti með átta stig. Afturelding er í 8. sæti með 12 stig. Þá vann Vestri góðan 4-1 heimasigur á Þór Akureyri á Ísafirði í kvöld. Heimamenn sitja nú í 7. sæti með 19 stig á meðan Þór er sæti ofar með 20 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Leiknir Reykjavík ÍBV Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Þremur leikjum er nú lokið í Lengjudeild karla af þeim fimm sem fara fram í kvöld. Leiknir Reykjavík gerði sér lítið fyrir og varð fyrsta lið deildarinnar til að leggja ÍBV að velli. Þá vann Magni Grenivík sinn annan sigur í röð á meðan Vestri valtaði yfir Þór Akureyri á Ísafirði. Leiknir heimsótti Vestmannaeyjar í kvöld og fóru heim í Breiðholtið með þrjú stig. Mörk Leiknis skoruðu Sólon Breki Leifsson og Sævar Atli Magnússon. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og áttu heimamenn engin svör í þeim síðari. Mark Sólons Breka var einkar glæsilegt en hann skoraði með skoti frá miðjulínu. Eftir tvo tapleiki í röð hafa Leiknismenn nú unnið tvo leiki í röð gegn liðum sem eru að berjast um að komast upp í Pepsi Max deildina. Þeir unnu Keflavík 5-1 á heimavelli og svo ÍBV 2-0 í kvöld. Sigurinn lyftir Leikni upp í 2. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan ÍBV dettur niður í 4. sætið með 24 stig. Lokatölur! 0-2! pic.twitter.com/wM1tZ6ocys— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) September 2, 2020 Magni á óvænt möguleika á að halda sér uppi en menn neita einfaldlega að gefast upp á Grenivík. Liðið hafði ekki unnið leik þangað til í síðustu umferð þegar það vann Leikni frá Fáskrúðsfirði óvænt 3-1 á útivelli. Þar áður höfðu Magnamenn náð í stig á heimavelli gegn ÍBV. Annar sigur sumarsins kom í kvöld er Afturelding heimsótti Grenivík. Leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna en fyrri leikur liðanna fór 7-0 fyrir Aftureldingu. Louis Aaron Wardle og Costelus Lauturu komu Magna í 2-0 í fyrri hálfleik. Jason Daði Svanþórsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu í þeim síðari áður en Kristinn Þór Rósbergsson kom Magna aftur tveimur mörkum yfir með marki úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Jason Daði minnkaði muninn að nýju en nær komst Afturelding ekki. Lokatölur 3-2 og annar sigur Magna í sumar staðreynd. Sigurinn lyftir Magna upp af botninum. Liðið er nú í 11. sæti með átta stig. Afturelding er í 8. sæti með 12 stig. Þá vann Vestri góðan 4-1 heimasigur á Þór Akureyri á Ísafirði í kvöld. Heimamenn sitja nú í 7. sæti með 19 stig á meðan Þór er sæti ofar með 20 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Leiknir Reykjavík ÍBV Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira