Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2020 14:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. Þá verði tveggja metra reglan eins og hún er núna afnumin og í stað þess verði nálægðarmörk miðuð við einn metra. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur leggur einnig til að leyfilegur fjöldi gesta í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði 75 prósent af hámarksfjölda í stað 50 prósent eins og nú er. Þá verði íþróttaleikir með snertingu áfram leyfðir með 200 manna hólfaskiptingu og eins metra reglu, auk þess sem sviðslistasýningar verði leyfðar með að hámarki 200 áhorfendum og eins metra reglu. Engin breyting verði hins vegar á opnunartíma skemmtistaða en Þórólfur leggur áfram til að þeir verði opnir til ellefu á kvöldin, líkt og verið hefur undanfarna mánuði. Einn metri ásættanlegur Eins metra reglan, sem nú er aðeins í gildi í skólum landsins, mun að mati Þórólfs liðka til við ýmislegt í samfélaginu. Þá segir hann að niðurstöður úr rannsóknum sem berist nú sýni að eins metra fjarlægð milli manna minnki líkur á smiti fimmfalt. Það telur Þórólfur ásættanlegt. Grímuskylda verður óbreytt frá því sem verið hefur, utan þess að nú miðast fjarlægðarmörk við einn en ekki tvo metra. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að breytingarnar taki gildi mánudaginn 7. september. Það er nokkuð fyrr en áætlað var en núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra um sóttvarnaraðgerðir átti að gilda til 10. september. Þórólfur telur jafnvel von á að nýja auglýsing ráðherra verði birt strax í dag. Þá gerir Þórólfur ráð fyrir að nýju aðgerðirnar verði endurskoðaðar tveimur til þremur vikum eftir að þær taka gildi á mánudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Útibúi lokað og þrettán í sóttkví vegna smits starfsmanns Þrettán starfsmenn Landsbankans í Mjódd eru komnir í sóttkví. Beðið er upplýsinga hvort að hafa þurfi samband við viðskiptavini sem mættu í útibúið fyrr í vikunni. 3. september 2020 09:48 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. Þá verði tveggja metra reglan eins og hún er núna afnumin og í stað þess verði nálægðarmörk miðuð við einn metra. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur leggur einnig til að leyfilegur fjöldi gesta í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði 75 prósent af hámarksfjölda í stað 50 prósent eins og nú er. Þá verði íþróttaleikir með snertingu áfram leyfðir með 200 manna hólfaskiptingu og eins metra reglu, auk þess sem sviðslistasýningar verði leyfðar með að hámarki 200 áhorfendum og eins metra reglu. Engin breyting verði hins vegar á opnunartíma skemmtistaða en Þórólfur leggur áfram til að þeir verði opnir til ellefu á kvöldin, líkt og verið hefur undanfarna mánuði. Einn metri ásættanlegur Eins metra reglan, sem nú er aðeins í gildi í skólum landsins, mun að mati Þórólfs liðka til við ýmislegt í samfélaginu. Þá segir hann að niðurstöður úr rannsóknum sem berist nú sýni að eins metra fjarlægð milli manna minnki líkur á smiti fimmfalt. Það telur Þórólfur ásættanlegt. Grímuskylda verður óbreytt frá því sem verið hefur, utan þess að nú miðast fjarlægðarmörk við einn en ekki tvo metra. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að breytingarnar taki gildi mánudaginn 7. september. Það er nokkuð fyrr en áætlað var en núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra um sóttvarnaraðgerðir átti að gilda til 10. september. Þórólfur telur jafnvel von á að nýja auglýsing ráðherra verði birt strax í dag. Þá gerir Þórólfur ráð fyrir að nýju aðgerðirnar verði endurskoðaðar tveimur til þremur vikum eftir að þær taka gildi á mánudag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Útibúi lokað og þrettán í sóttkví vegna smits starfsmanns Þrettán starfsmenn Landsbankans í Mjódd eru komnir í sóttkví. Beðið er upplýsinga hvort að hafa þurfi samband við viðskiptavini sem mættu í útibúið fyrr í vikunni. 3. september 2020 09:48 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07
Útibúi lokað og þrettán í sóttkví vegna smits starfsmanns Þrettán starfsmenn Landsbankans í Mjódd eru komnir í sóttkví. Beðið er upplýsinga hvort að hafa þurfi samband við viðskiptavini sem mættu í útibúið fyrr í vikunni. 3. september 2020 09:48
Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“