Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2020 14:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það. Hann telur gögnin sýna að smitum myndi fjölga innanlands ef slakað yrði á skimun og sóttvörnum á landamærum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna Covid-19 í dag. Þar sagðist Þórólfur vera að vinna í nýju minnisblaði ráðherra varðandi tillögur um skimanir og sóttvarnir á landamærunum, þar sem þær aðgerðir sem þar er í gildi renna út 15. september næstkomandi. Eins og kunnugt er þurfa allir sem koma hingað til lands að velja á milli 14 daga sóttkví eða fara í tvær skimanir með fimm daga millibili. Þórólfur var spurður hvort að hann myndi leggja til einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi. Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Einar „Ég á svo sem ekki von á neinum grundvallarbreytingum með það. Mín afstaða hefur svo verið ljós mjög lengi með landamærin. Ég hef gefið stjórnvöldum nokkra möguleika og bent á nokkrar hættur varðandi sóttvarnir og hvað ég tel öruggustu leiðina varðandi sóttvarnir. Síðan eru það náttúrulega stjórnvalda og meta það í ljósi annarra hagsmuna og hluta og ákveða í framhaldi af því. Þannig hef ég lagt upp þetta til þessa. Ég býst ekki við því að það verði nein grundvallarbreyting af minni hálfu hvað það varðar,“ sagði Þórólfur. Eins og að fara yfir stórfljót Þá var hann einnig spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á landamærunum en fyrr á fundinum hafði Þórólfur greint frá því að hlutfallslega færi jákvæðum sýnum fjölgandi á landamærunum. „Það fer alltaf eftir því hvaða fyrirkomulag er á skimunum hvort ég hafi áhyggjur. Ef við gerum lítið sem ekki neitt þá hef ég áhyggjur vitandi það að þetta er að aukast hlutfallslega.“ Minntist hann á að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. „Eftir nítjánda þá eru þau 0,3 prósent. Þau hafa tífaldast hlutfallslega. Þannig að ég hef vissar áhyggjur af því ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum á skimunum þá fáum við fleiri smit hingað inn. Mér sýnist gögnin sýna það óyggjandi,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvenær væri hægt að slaka á aðgerðum á landamærunum. „Ég held að það væri mjög óvarlegt að segja eitthvað til um það. Ég hef sagt áður að ég held að það sé óvarlegt að slaka á báðum vígstöðvum og á landamærum samtímis. Ef maður á að velja á milli held ég að það sé skynsamlegra að byrja hér innanlands. Síðan verðum við bara að feta okkur áfram. Þetta er eins og að fara yfir stórfljót. Við verðum að fara varlega og sjá hvert skref leiðir okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Norræna Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það. Hann telur gögnin sýna að smitum myndi fjölga innanlands ef slakað yrði á skimun og sóttvörnum á landamærum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna Covid-19 í dag. Þar sagðist Þórólfur vera að vinna í nýju minnisblaði ráðherra varðandi tillögur um skimanir og sóttvarnir á landamærunum, þar sem þær aðgerðir sem þar er í gildi renna út 15. september næstkomandi. Eins og kunnugt er þurfa allir sem koma hingað til lands að velja á milli 14 daga sóttkví eða fara í tvær skimanir með fimm daga millibili. Þórólfur var spurður hvort að hann myndi leggja til einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi. Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Einar „Ég á svo sem ekki von á neinum grundvallarbreytingum með það. Mín afstaða hefur svo verið ljós mjög lengi með landamærin. Ég hef gefið stjórnvöldum nokkra möguleika og bent á nokkrar hættur varðandi sóttvarnir og hvað ég tel öruggustu leiðina varðandi sóttvarnir. Síðan eru það náttúrulega stjórnvalda og meta það í ljósi annarra hagsmuna og hluta og ákveða í framhaldi af því. Þannig hef ég lagt upp þetta til þessa. Ég býst ekki við því að það verði nein grundvallarbreyting af minni hálfu hvað það varðar,“ sagði Þórólfur. Eins og að fara yfir stórfljót Þá var hann einnig spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á landamærunum en fyrr á fundinum hafði Þórólfur greint frá því að hlutfallslega færi jákvæðum sýnum fjölgandi á landamærunum. „Það fer alltaf eftir því hvaða fyrirkomulag er á skimunum hvort ég hafi áhyggjur. Ef við gerum lítið sem ekki neitt þá hef ég áhyggjur vitandi það að þetta er að aukast hlutfallslega.“ Minntist hann á að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. „Eftir nítjánda þá eru þau 0,3 prósent. Þau hafa tífaldast hlutfallslega. Þannig að ég hef vissar áhyggjur af því ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum á skimunum þá fáum við fleiri smit hingað inn. Mér sýnist gögnin sýna það óyggjandi,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvenær væri hægt að slaka á aðgerðum á landamærunum. „Ég held að það væri mjög óvarlegt að segja eitthvað til um það. Ég hef sagt áður að ég held að það sé óvarlegt að slaka á báðum vígstöðvum og á landamærum samtímis. Ef maður á að velja á milli held ég að það sé skynsamlegra að byrja hér innanlands. Síðan verðum við bara að feta okkur áfram. Þetta er eins og að fara yfir stórfljót. Við verðum að fara varlega og sjá hvert skref leiðir okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Norræna Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira