Með risasvepp sem bragðast eins og steik Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. september 2020 19:30 Magnús með sveppinn stóra, sem hann telur vega ríflega tvö kíló. Hann leggur það þó ekki í vana sinn að rækta svo stóra sveppi. Egill Aðalsteinsson Sveppabóndi í Kópavogi segir sveppina til margra hluta nytsamlega, hvort sem er í matreiðslu, húsgagnasmíð eða skógerð. Hann ræktaði á dögunum gríðarstóran svepp sem hann segir bragðast eins og dýrindis steik. Áhugi Magnúsar Magnúsarsonar á sveppum hófst fyrir um fimm árum þegar hann greindist með krabbamein og þurfti að hætta að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Fyrst um sinn fiktaði hann við ræktunina en áhuginn vatt fljótt upp á sig og fyrr en varði var Magnús farinn að rækta tíu týpur af sveppum. Hann ræktaði á dögunum um tveggja kílóa svepp. „Maður gerir þetta nú yfirleitt ekki. En ég ætla að búa til úr honum steik. Þá tek ég hann bara, set hann á pönnu, brýt hann saman, og þrýsti á hann í svona tíu mínútur til að ná úr honum öllu vatninu og svo grilla ég hann. Og þú færð ekki betri steik,“ segir Magnús. Skór, húsgögn og allt mögulegt Sveppina sé hægt að nýta í ýmislegt, til dæmis skógerð. „Menn eru farnir að rækta húsgögn úr þessu, búa til alls konar hluti, lampa og fleira, vegna þess að þetta efni sem eftir verður það brennur ekki. Þú getur verið með logsuðutæki á þessu og það brennur ekki.“ Hann ræktar sveppi af öllum stærðum og gerðum, meðal annars hinn bleika pink oyster, sem hann hugðist bjóða gestum og gangandi á Hinsegin dögum í ár. „Ég setti hann í gang þegar ég hélt að þetta covid væri búið og þegar stóra ganga hinsegin fólks var og þá ætlaði ég að bjóða svona bleika sveppi – en það var ekki hægt.“ Opnar sveppasetur Hann áformar að stækka við sig og hefur fengið til liðs við sig hóp fólks, meðal annars vísindamenn, þar sem þau ætla að setja á fót sveppasetur og leggja þar áherslu á nýsköpun. „Við erum svona átta saman sem sóttu um húsnæði hjá Reykjavíkurborg uppi í Gufunesi. Við erum að vona að þeir grípi þessa miklu nýsköpun sem við erum í. Og þar ætlum við að búa til sveppasetur. Þar verðum við með hluta af því undir ræktunina og svo gáma úti. Við verðum með svona fimm gáma til að byrja með og þá getum við ræktað á annað tonn á mánuði af sveppum. Við ætlum að framleiða tíu tegundir af svokölluðum lyfjasveppum, sem eru notaðir á sjúkrahúsum og um allan heim og eru stór vísindi.“ En á meðan þess er beðið verður svepparæktunin bundin við heimilið. Og sveppir í matinn alla daga. „Nánast öll kvöld, hjá allri fjölskyldunni og nágrönnunum og alls staðar sem maður getur troðið þeim svo maður geti séð hvernig fólki líkar.“ Matur Landbúnaður Kópavogur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Sveppabóndi í Kópavogi segir sveppina til margra hluta nytsamlega, hvort sem er í matreiðslu, húsgagnasmíð eða skógerð. Hann ræktaði á dögunum gríðarstóran svepp sem hann segir bragðast eins og dýrindis steik. Áhugi Magnúsar Magnúsarsonar á sveppum hófst fyrir um fimm árum þegar hann greindist með krabbamein og þurfti að hætta að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Fyrst um sinn fiktaði hann við ræktunina en áhuginn vatt fljótt upp á sig og fyrr en varði var Magnús farinn að rækta tíu týpur af sveppum. Hann ræktaði á dögunum um tveggja kílóa svepp. „Maður gerir þetta nú yfirleitt ekki. En ég ætla að búa til úr honum steik. Þá tek ég hann bara, set hann á pönnu, brýt hann saman, og þrýsti á hann í svona tíu mínútur til að ná úr honum öllu vatninu og svo grilla ég hann. Og þú færð ekki betri steik,“ segir Magnús. Skór, húsgögn og allt mögulegt Sveppina sé hægt að nýta í ýmislegt, til dæmis skógerð. „Menn eru farnir að rækta húsgögn úr þessu, búa til alls konar hluti, lampa og fleira, vegna þess að þetta efni sem eftir verður það brennur ekki. Þú getur verið með logsuðutæki á þessu og það brennur ekki.“ Hann ræktar sveppi af öllum stærðum og gerðum, meðal annars hinn bleika pink oyster, sem hann hugðist bjóða gestum og gangandi á Hinsegin dögum í ár. „Ég setti hann í gang þegar ég hélt að þetta covid væri búið og þegar stóra ganga hinsegin fólks var og þá ætlaði ég að bjóða svona bleika sveppi – en það var ekki hægt.“ Opnar sveppasetur Hann áformar að stækka við sig og hefur fengið til liðs við sig hóp fólks, meðal annars vísindamenn, þar sem þau ætla að setja á fót sveppasetur og leggja þar áherslu á nýsköpun. „Við erum svona átta saman sem sóttu um húsnæði hjá Reykjavíkurborg uppi í Gufunesi. Við erum að vona að þeir grípi þessa miklu nýsköpun sem við erum í. Og þar ætlum við að búa til sveppasetur. Þar verðum við með hluta af því undir ræktunina og svo gáma úti. Við verðum með svona fimm gáma til að byrja með og þá getum við ræktað á annað tonn á mánuði af sveppum. Við ætlum að framleiða tíu tegundir af svokölluðum lyfjasveppum, sem eru notaðir á sjúkrahúsum og um allan heim og eru stór vísindi.“ En á meðan þess er beðið verður svepparæktunin bundin við heimilið. Og sveppir í matinn alla daga. „Nánast öll kvöld, hjá allri fjölskyldunni og nágrönnunum og alls staðar sem maður getur troðið þeim svo maður geti séð hvernig fólki líkar.“
Matur Landbúnaður Kópavogur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira