Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2020 18:12 Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks í Borgarnesi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Borgarverk átti lægsta boð en Vegagerðin ákvað í staðinn að ganga til samninga við Íslenska aðalverktaka, sem áttu næstlægsta boð. Sú ástæða var gefin að Borgarverk hefði ekki staðist kröfur útboðsins um reynslu af stórum verkum. „Við föllumst á skýringar Vegagerðarinnar og erum sammála því mati þeirra að fram hjá þessum kröfum verður ekki komist. Borgarverk stóðst allar aðrar kröfur útboðsins, til dæmis eiginfjárkröfur og um heildarveltu fyrirtækisins. Það eina sem stóð út af er að fyrirtækið hefur ekki verið með verksamning sem er 50% af þessu tilboði okkar,“ segir Óskar. Borgarverk átti lægsta boðið af fjórum í fyrsta áfanga vegarins um Dynjandisheiði. Vegagerðin ákvað að ganga til samninga við Íslenska aðalverktaka.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Hann segir Borgarverk einn reynslumesta verktaka landsins í vegagerð og vill taka sérstaklega fram að sú ákvörðun Vegagerðarinnar að semja við Borgarverk um annað verk, fyrsta áfanga í Gufudalssveit, sé algerlega óháð niðurstöðu Dynjandisheiðarútboðsins. „Engin tenging er á milli Gufudalssveitar og Dynjandisheiðar. Gufudalssveit var boðin út á undan og búið að taka tilboði Borgarverks áður en tilboð voru opnuð í Dynjandisheiði,“ segir Óskar. Verkið í Gufudalssveit fellst í endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. „15. september verður byrjað á Gufudalssveit,“ segir Óskar en Borgarverk á að skila veginum tilbúnum með bundnu slitlagi eigi síðar en 15. júlí á næsta ári, eftir tíu mánuði. Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Reykhólahreppur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 5. september 2020 22:15 Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. 12. júní 2020 09:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
„Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Borgarverk átti lægsta boð en Vegagerðin ákvað í staðinn að ganga til samninga við Íslenska aðalverktaka, sem áttu næstlægsta boð. Sú ástæða var gefin að Borgarverk hefði ekki staðist kröfur útboðsins um reynslu af stórum verkum. „Við föllumst á skýringar Vegagerðarinnar og erum sammála því mati þeirra að fram hjá þessum kröfum verður ekki komist. Borgarverk stóðst allar aðrar kröfur útboðsins, til dæmis eiginfjárkröfur og um heildarveltu fyrirtækisins. Það eina sem stóð út af er að fyrirtækið hefur ekki verið með verksamning sem er 50% af þessu tilboði okkar,“ segir Óskar. Borgarverk átti lægsta boðið af fjórum í fyrsta áfanga vegarins um Dynjandisheiði. Vegagerðin ákvað að ganga til samninga við Íslenska aðalverktaka.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Hann segir Borgarverk einn reynslumesta verktaka landsins í vegagerð og vill taka sérstaklega fram að sú ákvörðun Vegagerðarinnar að semja við Borgarverk um annað verk, fyrsta áfanga í Gufudalssveit, sé algerlega óháð niðurstöðu Dynjandisheiðarútboðsins. „Engin tenging er á milli Gufudalssveitar og Dynjandisheiðar. Gufudalssveit var boðin út á undan og búið að taka tilboði Borgarverks áður en tilboð voru opnuð í Dynjandisheiði,“ segir Óskar. Verkið í Gufudalssveit fellst í endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. „15. september verður byrjað á Gufudalssveit,“ segir Óskar en Borgarverk á að skila veginum tilbúnum með bundnu slitlagi eigi síðar en 15. júlí á næsta ári, eftir tíu mánuði.
Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Reykhólahreppur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 5. september 2020 22:15 Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. 12. júní 2020 09:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 5. september 2020 22:15
Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58
Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. 12. júní 2020 09:52