Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 19:24 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu. Þau mistök sem hafi átt sér stað við skimanir hjá Krabbameinsfélaginu séu grafalvarleg og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur greint frá fengu á fimmta tug kvenna ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Svandís segir að verið sé að vinna að því að greina mistökin og að tillögum til úrbóta verði skilað í mjög náinni framtíð. „Ég ræddi við landlækni í dag og hún hafði þá verið að funda og fara yfir stöðuna og er búin að vera með fólk í vinnu alla helgina við að fara yfir margar hliðar þessa máls. Þetta snýst náttúrulega um gæði og öryggi en líka bara grafalvarleg mistök sem þarna hafa verið gerð,“ segir Svandís. Krabbameinsfélagið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það greindi frá því að óskað hafi verið eftir gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem vísað var til í viðtali á fimmtudag, þar sem fram hafi komið að gæðakerfi í Leitarstöðinni hafi ekki uppfyllt viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segist aldrei hafa verið upplýst um þær niðurstöður, hvorki af heilbrigðisráðuneytinu né Sjúkratryggingum. Svandís segist heldur ekki hafa fengið þessar upplýsingar á sitt borð. „Það hefur ekki komið á borð ráðuneytisins og þetta er bara eitthvað sem við þurfum að grafast betur fyrir um hvað er þarna um að ræða,“ segir hún. Heilbrigðisráðuneytið harmi þessi alvarlegu mistök en að fyrirhugað sé að skimanir færist til heilsugæslustöðva um áramót. Umhugsunarefni sé að heilbrigðisþjónusta sé í höndum félagastofnana. „Það er auðvitað umhugsunarefni. En það skiptir líka öllu máli að eftirlit sé gott, að skilmálar séu klárir. Það er mín persónulega og pólitíska afstaða að lykilþjónusta á að vera eins mikið og hægt er hjá opinberum aðilum.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu. Þau mistök sem hafi átt sér stað við skimanir hjá Krabbameinsfélaginu séu grafalvarleg og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur greint frá fengu á fimmta tug kvenna ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Svandís segir að verið sé að vinna að því að greina mistökin og að tillögum til úrbóta verði skilað í mjög náinni framtíð. „Ég ræddi við landlækni í dag og hún hafði þá verið að funda og fara yfir stöðuna og er búin að vera með fólk í vinnu alla helgina við að fara yfir margar hliðar þessa máls. Þetta snýst náttúrulega um gæði og öryggi en líka bara grafalvarleg mistök sem þarna hafa verið gerð,“ segir Svandís. Krabbameinsfélagið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það greindi frá því að óskað hafi verið eftir gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem vísað var til í viðtali á fimmtudag, þar sem fram hafi komið að gæðakerfi í Leitarstöðinni hafi ekki uppfyllt viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segist aldrei hafa verið upplýst um þær niðurstöður, hvorki af heilbrigðisráðuneytinu né Sjúkratryggingum. Svandís segist heldur ekki hafa fengið þessar upplýsingar á sitt borð. „Það hefur ekki komið á borð ráðuneytisins og þetta er bara eitthvað sem við þurfum að grafast betur fyrir um hvað er þarna um að ræða,“ segir hún. Heilbrigðisráðuneytið harmi þessi alvarlegu mistök en að fyrirhugað sé að skimanir færist til heilsugæslustöðva um áramót. Umhugsunarefni sé að heilbrigðisþjónusta sé í höndum félagastofnana. „Það er auðvitað umhugsunarefni. En það skiptir líka öllu máli að eftirlit sé gott, að skilmálar séu klárir. Það er mín persónulega og pólitíska afstaða að lykilþjónusta á að vera eins mikið og hægt er hjá opinberum aðilum.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira