Róbert segist ekki ætla að tjá sig frekar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2020 22:52 Róbert Spanó og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Róbert Spanó forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segist ekki ætla að tjá sig frekar um heimsókn sína til Tyrklands. Róbert hefur verið gagnrýndur harðlega úr ýmsum áttum vegna heimsóknarinnar í vikunni. Heimsókn Róberts til Tyrklands var í boði dómsmálaráðuneytis landsins. Hann heimsótti þar m.a. dómaraskólann í Ankara og hitti Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í forsetahöllinni. Þá þáði Róbert heiðursnafnbót við Háskólann í Istanbúl, sem margir hafa tekið sérstaklega fyrir í gagnrýni sinni. Þannig tók Kenneth Roth framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch það sérstaklega fram í Twitter-færslu í morgun að Róbert hefði þegið nafnbót við „háskóla sem rak fjölda fræðimanna úr starfi á ólöglegan hátt“. Það grafi undan boðskap Róberts til Erdogan um að virða lög og reglu. The head of the European Court of Human Rights, Robert Spano, accepts an honorary degree from a Turkish university that unlawfully dismissed scores of academics, undercutting his message to Pres Erdogan to respect the rule of law. https://t.co/ncSGvwT4ZF pic.twitter.com/2FaI1PSwhh— Kenneth Roth (@KenRoth) September 6, 2020 Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Róberti vegna gagnrýninnar sem fjölmiðlar hafa tekið til umfjöllunar í dag. Róbert kveðst ekki munu tjá sig frekar um málið en vísar í ummæli sem höfð voru eftir honum í Fréttablaðinu á föstudag. Þar segir Róbert að sterk rök hafi verið bæði með og á móti því að hafna heiðursnafnbótinni vegna ástandsins í Tyrklandi í ljósi þess að eftir valdaránstilraunina 2016 hafi tugir þúsunda dómara, lögmanna, blaðamanna, kennara og aðrir verið dæmdir í fangelsi eða vikið úr störfum sínum. „Að hafna þessu hefði líka verið gagnrýnt harðlega í hina áttina og stjórnvöld sakað dómstólinn um að vera pólitískan,“ er haft eftir Róberti í Fréttablaðinu. Þá hafi forverar hans í embætti forseta Mannréttindadómstólsins nýlega þegið sambærilega titla frá ríkjum á borð við Armeníu, Póllandi og Tékklandi. Í þeim tilvikum hafi ekki verið litið svo á að forsetarnir tækju efnislega afstöðu. Mannréttindi Tyrkland Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Gagnrýni rignir yfir Róbert Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. 6. september 2020 17:48 Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Róbert Spanó, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. 6. september 2020 10:18 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Róbert Spanó forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segist ekki ætla að tjá sig frekar um heimsókn sína til Tyrklands. Róbert hefur verið gagnrýndur harðlega úr ýmsum áttum vegna heimsóknarinnar í vikunni. Heimsókn Róberts til Tyrklands var í boði dómsmálaráðuneytis landsins. Hann heimsótti þar m.a. dómaraskólann í Ankara og hitti Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í forsetahöllinni. Þá þáði Róbert heiðursnafnbót við Háskólann í Istanbúl, sem margir hafa tekið sérstaklega fyrir í gagnrýni sinni. Þannig tók Kenneth Roth framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch það sérstaklega fram í Twitter-færslu í morgun að Róbert hefði þegið nafnbót við „háskóla sem rak fjölda fræðimanna úr starfi á ólöglegan hátt“. Það grafi undan boðskap Róberts til Erdogan um að virða lög og reglu. The head of the European Court of Human Rights, Robert Spano, accepts an honorary degree from a Turkish university that unlawfully dismissed scores of academics, undercutting his message to Pres Erdogan to respect the rule of law. https://t.co/ncSGvwT4ZF pic.twitter.com/2FaI1PSwhh— Kenneth Roth (@KenRoth) September 6, 2020 Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Róberti vegna gagnrýninnar sem fjölmiðlar hafa tekið til umfjöllunar í dag. Róbert kveðst ekki munu tjá sig frekar um málið en vísar í ummæli sem höfð voru eftir honum í Fréttablaðinu á föstudag. Þar segir Róbert að sterk rök hafi verið bæði með og á móti því að hafna heiðursnafnbótinni vegna ástandsins í Tyrklandi í ljósi þess að eftir valdaránstilraunina 2016 hafi tugir þúsunda dómara, lögmanna, blaðamanna, kennara og aðrir verið dæmdir í fangelsi eða vikið úr störfum sínum. „Að hafna þessu hefði líka verið gagnrýnt harðlega í hina áttina og stjórnvöld sakað dómstólinn um að vera pólitískan,“ er haft eftir Róberti í Fréttablaðinu. Þá hafi forverar hans í embætti forseta Mannréttindadómstólsins nýlega þegið sambærilega titla frá ríkjum á borð við Armeníu, Póllandi og Tékklandi. Í þeim tilvikum hafi ekki verið litið svo á að forsetarnir tækju efnislega afstöðu.
Mannréttindi Tyrkland Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Gagnrýni rignir yfir Róbert Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. 6. september 2020 17:48 Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Róbert Spanó, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. 6. september 2020 10:18 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Gagnrýni rignir yfir Róbert Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. 6. september 2020 17:48
Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Róbert Spanó, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. 6. september 2020 10:18