Róbert segist ekki ætla að tjá sig frekar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2020 22:52 Róbert Spanó og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Róbert Spanó forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segist ekki ætla að tjá sig frekar um heimsókn sína til Tyrklands. Róbert hefur verið gagnrýndur harðlega úr ýmsum áttum vegna heimsóknarinnar í vikunni. Heimsókn Róberts til Tyrklands var í boði dómsmálaráðuneytis landsins. Hann heimsótti þar m.a. dómaraskólann í Ankara og hitti Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í forsetahöllinni. Þá þáði Róbert heiðursnafnbót við Háskólann í Istanbúl, sem margir hafa tekið sérstaklega fyrir í gagnrýni sinni. Þannig tók Kenneth Roth framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch það sérstaklega fram í Twitter-færslu í morgun að Róbert hefði þegið nafnbót við „háskóla sem rak fjölda fræðimanna úr starfi á ólöglegan hátt“. Það grafi undan boðskap Róberts til Erdogan um að virða lög og reglu. The head of the European Court of Human Rights, Robert Spano, accepts an honorary degree from a Turkish university that unlawfully dismissed scores of academics, undercutting his message to Pres Erdogan to respect the rule of law. https://t.co/ncSGvwT4ZF pic.twitter.com/2FaI1PSwhh— Kenneth Roth (@KenRoth) September 6, 2020 Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Róberti vegna gagnrýninnar sem fjölmiðlar hafa tekið til umfjöllunar í dag. Róbert kveðst ekki munu tjá sig frekar um málið en vísar í ummæli sem höfð voru eftir honum í Fréttablaðinu á föstudag. Þar segir Róbert að sterk rök hafi verið bæði með og á móti því að hafna heiðursnafnbótinni vegna ástandsins í Tyrklandi í ljósi þess að eftir valdaránstilraunina 2016 hafi tugir þúsunda dómara, lögmanna, blaðamanna, kennara og aðrir verið dæmdir í fangelsi eða vikið úr störfum sínum. „Að hafna þessu hefði líka verið gagnrýnt harðlega í hina áttina og stjórnvöld sakað dómstólinn um að vera pólitískan,“ er haft eftir Róberti í Fréttablaðinu. Þá hafi forverar hans í embætti forseta Mannréttindadómstólsins nýlega þegið sambærilega titla frá ríkjum á borð við Armeníu, Póllandi og Tékklandi. Í þeim tilvikum hafi ekki verið litið svo á að forsetarnir tækju efnislega afstöðu. Mannréttindi Tyrkland Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Gagnrýni rignir yfir Róbert Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. 6. september 2020 17:48 Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Róbert Spanó, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. 6. september 2020 10:18 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira
Róbert Spanó forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segist ekki ætla að tjá sig frekar um heimsókn sína til Tyrklands. Róbert hefur verið gagnrýndur harðlega úr ýmsum áttum vegna heimsóknarinnar í vikunni. Heimsókn Róberts til Tyrklands var í boði dómsmálaráðuneytis landsins. Hann heimsótti þar m.a. dómaraskólann í Ankara og hitti Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í forsetahöllinni. Þá þáði Róbert heiðursnafnbót við Háskólann í Istanbúl, sem margir hafa tekið sérstaklega fyrir í gagnrýni sinni. Þannig tók Kenneth Roth framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch það sérstaklega fram í Twitter-færslu í morgun að Róbert hefði þegið nafnbót við „háskóla sem rak fjölda fræðimanna úr starfi á ólöglegan hátt“. Það grafi undan boðskap Róberts til Erdogan um að virða lög og reglu. The head of the European Court of Human Rights, Robert Spano, accepts an honorary degree from a Turkish university that unlawfully dismissed scores of academics, undercutting his message to Pres Erdogan to respect the rule of law. https://t.co/ncSGvwT4ZF pic.twitter.com/2FaI1PSwhh— Kenneth Roth (@KenRoth) September 6, 2020 Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Róberti vegna gagnrýninnar sem fjölmiðlar hafa tekið til umfjöllunar í dag. Róbert kveðst ekki munu tjá sig frekar um málið en vísar í ummæli sem höfð voru eftir honum í Fréttablaðinu á föstudag. Þar segir Róbert að sterk rök hafi verið bæði með og á móti því að hafna heiðursnafnbótinni vegna ástandsins í Tyrklandi í ljósi þess að eftir valdaránstilraunina 2016 hafi tugir þúsunda dómara, lögmanna, blaðamanna, kennara og aðrir verið dæmdir í fangelsi eða vikið úr störfum sínum. „Að hafna þessu hefði líka verið gagnrýnt harðlega í hina áttina og stjórnvöld sakað dómstólinn um að vera pólitískan,“ er haft eftir Róberti í Fréttablaðinu. Þá hafi forverar hans í embætti forseta Mannréttindadómstólsins nýlega þegið sambærilega titla frá ríkjum á borð við Armeníu, Póllandi og Tékklandi. Í þeim tilvikum hafi ekki verið litið svo á að forsetarnir tækju efnislega afstöðu.
Mannréttindi Tyrkland Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Gagnrýni rignir yfir Róbert Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. 6. september 2020 17:48 Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Róbert Spanó, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. 6. september 2020 10:18 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira
Gagnrýni rignir yfir Róbert Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. 6. september 2020 17:48
Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Róbert Spanó, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. 6. september 2020 10:18