Segir sárast að Krabbameinsfélagið bendi bara á sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 17:42 Krabbameinsfélagið áréttar í yfirlýsingu að félagið beri alla ábyrgð á málinu og afleiðingum þess. Vísir/Sigurjón Fyrrverandi starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. Henni finnist þó sárast að sjá hvernig félagið kenni henni um allt saman. Þetta kemur fram í samtali hennar á vef Mannlífs. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis greindi frá því á dögunum að kona um fimmtugt hefði fengið rangar niðurstöður við reglubundna leghálsskoðun árið 2018 hjá Krabbameinsfélaginu. Í ár veiktist hún svo alvarlega en hún er með ólæknandi krabbamein. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Félagið hefur sagt að um mannleg mistök væri að ræða hjá veikum starfsmanni sem sinnti leghálsgreiningunni. Í framhaldinu hefði komið í ljós að 2,5 prósent þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafi verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Krabbameinsfélagið hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að varpa ábyrgðinni á starfsmanninn. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagðist í liðinni viku vera öskureið yfir siðleysi og aumingjadómi Krabbameinsfélagsins, eins og hún komst að orði. Ofsalegt högg Starfsmaðurinn ræðir málið í viðtali við Mannlíf í dag. „Ég er búin að vera í andlegu sjokki. Ég er rétt að reyna jafna mig á þessu og reyna að ná áttum. Þetta var ofsalegt högg fyrir mig og er búið að vera ofsalega sárt,“ segir starfsmaðurinn. Hún hafi farið niður í dimman dal. Hún viðurkenni mannleg mistök sín en henni sárnar hvernig hennar fyrrverandi vinnuveitandi svari fyrir þau. Krabbameinsfélagið hefur sagst harma málið og þær alvarlegu afleiðingar sem það hefur þegar haft.Vísir/Vilhelm „Að félagið bendi bara á mig finnst mér sárast og erfitt að kyngja. Ég er enn með kökkinn í hálsinum.“ Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins í síðustu viku kom fram að starfsmaðurinn hefði ekki verið við störf síðan í febrúar sökum veikinda. Á vef félagsins í sumar var fjallað um það þegar starfsmaðurinn var kvaddur með pompi og prakt fyrir vel unnin störf. Var úr fjölda hæfra umsækjenda Starfsmaðurinn „var valin úr hópi fjölda hæfra umsækjenda á sínum tíma og það kom strax í ljós að við höfðum valið vel. Hún reyndist fyrirmyndarstarfsmaður sem hefur unnið störf sín af mikilli kostgæfni og við kveðjum hana með miklu þakklæti - þó svo að við munum nú vonandi hittast á öðrum vettvangi,“ sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir á frumurannsóknarstofu, af þessu tilefni. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, þakkaði starfsmannium kærlega fyrir vel unnin störf „í þágu afar mikilvægs málstaðar óskum við þeim velferðar og bjartrar framtíðar í nýjum verkefnum.“ Fram kom að starfsmaðurinn hefði rannsakað um fimmtíu þúsund sýni á fimmtán árum hjá Krabbameinsfélaginu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Krabbameinsfélagsins. Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri félagsins, segir að það hafi verið gert til að gæta nafnleyndar starfsmannsins. Starfsmaðurinn baðst undan frekari viðtölum þegar fréttastofa náði af henni tali í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 með viðbrögðum kynningarstjóra Krabbameinsfélagsins. Þá hafa nafn og mynd af starfsmanninum verið fjarlægð. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. Henni finnist þó sárast að sjá hvernig félagið kenni henni um allt saman. Þetta kemur fram í samtali hennar á vef Mannlífs. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis greindi frá því á dögunum að kona um fimmtugt hefði fengið rangar niðurstöður við reglubundna leghálsskoðun árið 2018 hjá Krabbameinsfélaginu. Í ár veiktist hún svo alvarlega en hún er með ólæknandi krabbamein. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Félagið hefur sagt að um mannleg mistök væri að ræða hjá veikum starfsmanni sem sinnti leghálsgreiningunni. Í framhaldinu hefði komið í ljós að 2,5 prósent þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafi verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Krabbameinsfélagið hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að varpa ábyrgðinni á starfsmanninn. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagðist í liðinni viku vera öskureið yfir siðleysi og aumingjadómi Krabbameinsfélagsins, eins og hún komst að orði. Ofsalegt högg Starfsmaðurinn ræðir málið í viðtali við Mannlíf í dag. „Ég er búin að vera í andlegu sjokki. Ég er rétt að reyna jafna mig á þessu og reyna að ná áttum. Þetta var ofsalegt högg fyrir mig og er búið að vera ofsalega sárt,“ segir starfsmaðurinn. Hún hafi farið niður í dimman dal. Hún viðurkenni mannleg mistök sín en henni sárnar hvernig hennar fyrrverandi vinnuveitandi svari fyrir þau. Krabbameinsfélagið hefur sagst harma málið og þær alvarlegu afleiðingar sem það hefur þegar haft.Vísir/Vilhelm „Að félagið bendi bara á mig finnst mér sárast og erfitt að kyngja. Ég er enn með kökkinn í hálsinum.“ Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins í síðustu viku kom fram að starfsmaðurinn hefði ekki verið við störf síðan í febrúar sökum veikinda. Á vef félagsins í sumar var fjallað um það þegar starfsmaðurinn var kvaddur með pompi og prakt fyrir vel unnin störf. Var úr fjölda hæfra umsækjenda Starfsmaðurinn „var valin úr hópi fjölda hæfra umsækjenda á sínum tíma og það kom strax í ljós að við höfðum valið vel. Hún reyndist fyrirmyndarstarfsmaður sem hefur unnið störf sín af mikilli kostgæfni og við kveðjum hana með miklu þakklæti - þó svo að við munum nú vonandi hittast á öðrum vettvangi,“ sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir á frumurannsóknarstofu, af þessu tilefni. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, þakkaði starfsmannium kærlega fyrir vel unnin störf „í þágu afar mikilvægs málstaðar óskum við þeim velferðar og bjartrar framtíðar í nýjum verkefnum.“ Fram kom að starfsmaðurinn hefði rannsakað um fimmtíu þúsund sýni á fimmtán árum hjá Krabbameinsfélaginu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Krabbameinsfélagsins. Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri félagsins, segir að það hafi verið gert til að gæta nafnleyndar starfsmannsins. Starfsmaðurinn baðst undan frekari viðtölum þegar fréttastofa náði af henni tali í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 með viðbrögðum kynningarstjóra Krabbameinsfélagsins. Þá hafa nafn og mynd af starfsmanninum verið fjarlægð.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira