Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2020 19:30 Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Jón Baldvin Hannibalssson fyrrverandi utanríkisráðherra, greinir frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Þar kemur fram að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Brotið varðar við 199. grein almennra hegningarlaga og verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni, um sé að ræða hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins.“ Hann vitnar þar á meðal til eiginkonu sinnar Bryndísar Schram sem votti að söguburður um áreitni Jóns Baldvins við áðurnefnda konu sé tilhæfulaus með öllu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans segir að gögn málsins sýni að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í fjölmiðlum í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig sök en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. „Jón og Bryndís beita sér saman í málinu í dag. Þetta er þeirra eigið sjálfskaparvíti og fjölskylduharmleikurinn er sjálfsprottin á þessu heimili. Þegar þetta atvik átti sér stað talaði Bryndís um fyrirgefningu og þetta hafi ekki verið í lagi þannig að ég veit ekki af hverju hún er að draga það til baka núna. Það hefur komið fram í bréfaskriftum til móður minnar eftir að við fórum af heimili þeirra í fússi.Ég er rosalega fegin að það sé eitthvað að gerast núna bæði fyrir mína hönd og allra hinna kvennanna sem hafa aldrei kært eða stigið fram með þetta það er ákveðinn sigur,“ segir Carmen. Málið verður þingfest hjá héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. september. „Ég er ekki búin að sjá ákæruna. Þetta á allt eftir að koma í ljós en ég kem og verð við réttarhöldin ef þau fara fram,“ segir Carmen. Dómsmál Lögreglumál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins. 7. september 2020 14:50 Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Jón Baldvin Hannibalssson fyrrverandi utanríkisráðherra, greinir frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Þar kemur fram að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Brotið varðar við 199. grein almennra hegningarlaga og verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni, um sé að ræða hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins.“ Hann vitnar þar á meðal til eiginkonu sinnar Bryndísar Schram sem votti að söguburður um áreitni Jóns Baldvins við áðurnefnda konu sé tilhæfulaus með öllu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans segir að gögn málsins sýni að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í fjölmiðlum í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig sök en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. „Jón og Bryndís beita sér saman í málinu í dag. Þetta er þeirra eigið sjálfskaparvíti og fjölskylduharmleikurinn er sjálfsprottin á þessu heimili. Þegar þetta atvik átti sér stað talaði Bryndís um fyrirgefningu og þetta hafi ekki verið í lagi þannig að ég veit ekki af hverju hún er að draga það til baka núna. Það hefur komið fram í bréfaskriftum til móður minnar eftir að við fórum af heimili þeirra í fússi.Ég er rosalega fegin að það sé eitthvað að gerast núna bæði fyrir mína hönd og allra hinna kvennanna sem hafa aldrei kært eða stigið fram með þetta það er ákveðinn sigur,“ segir Carmen. Málið verður þingfest hjá héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. september. „Ég er ekki búin að sjá ákæruna. Þetta á allt eftir að koma í ljós en ég kem og verð við réttarhöldin ef þau fara fram,“ segir Carmen.
Dómsmál Lögreglumál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins. 7. september 2020 14:50 Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins. 7. september 2020 14:50
Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31