Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þann 7. september, samkvæmt tölulegum upplýsingum á covid.is. Allir sex voru í sóttkví.
Eitt smit greindist á landamærunum en beðið er eftir mótefnamælingu úr því. Einn er á sjúkrahúsi vegna veirunnar.
708 sýni voru tekin innanlands og 821 sýni á landamærunum.
80 eru í einangrun og fjölgar um fjóra. 263 eru í sóttkví og fækkar um 44. Nýgengi innanlandssmita er 13,4 og nýgengi smita við landamærin 7,4.