Fyrrverandi hermenn viðurkenna ódæði gegn Róhingjum Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2020 19:54 Hermenn og hópar vopnaðra manna brenndu fjölda þorpa til grunna og frömdu ýmis ódæði gegn Róhingjum í Mjanmar árið 2017. Vísir/AP Tveir hermenn, sem gerðust liðhlaupar frá her Mjanmar eða Búrma, hafa játað á myndbandsupptöku að yfirmenn þeirra hafi skipað þeim að fremja stríðsglæpi gegn Róhingjum. Þeir segja yfirmenn þeirra hafa gefið þeim þær skipanir að „skjóta alla sem þið sjáið og alla sem þið heyrið í“. Þetta er líklegast í fyrsta sinn sem hermenn ríkisins viðurkenna stríðsglæpi. Mennirnir hafa verið fluttir til Haag og færðir fyrir rannsakendur Alþjóðasakamáladómstólsins, sem hefur meinta stríðsglæpi yfirvalda í Mjanmar til rannsóknar. Í ágúst 2017 byrjuðu Róhingjar að streyma frá Mjanmar til Bangladess. Þau sögðust á flótta undan sókn hers Mjanmars og sögðu að heilu þorpin hefðu verið þurrkuð út. Fregnir bárust einnig af fjölmörgum ódæðum eins og fjöldanauðgunum og aftökum. Þúsundir eru sagðir hafa verið myrtir. Minnst 700 þúsund manns flúðu land og síðan þá hafa yfirvöld í Mjanmar verið sökuð um og kærð fyrir þjóðarmorð. Ríkisstjórn landsins þvertekur þó fyrir að brotið hafi verið á Róhingjum. Þó þeir búi í Rakhinehéraði í Mjanmar, og hafa gert lengi, eru þau í raun án ríkisfangs og yfirvöld ríkisins hafa lagt til að fólkið hafi brennt eigin þorp með því markmiði að fá athygli á heimsvísu. New York Times hefur tekið saman myndir frá 2017 sem sýna hvernig fjöldi þorpa voru brennd til grunna. Mannréttindasamtökin Fortify Rights segja hermennina tvo heita Myo Win Tun sem er 33 ára, og Zaw Naing Tun, sem er þrítugur. Þeir voru í sitt hvorri herdeildinni en gerðust liðhlaupar og enduðu í haldi Arakan-hersins. Það eru skæruliðasamtök Róhingja. Í frétt AP segir að frásagnir mannanna séu í takt við aðrar heimildir frá Mjanmar og Bangladess. Myo Win Tun sagði hann og hermennina í sinni herdeild hafa drepið og grafið 30 manns í árás á eitt þorp. Átta konur, sjö börn og fimmtán menn og eldra fólk. Þá stálu þeir einnig af heimilum fólksins. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í fyrra, sagði að yfirvöld í Mjanmar hefðu gert lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir ódæði í landinu og þau hefðu ekki verið rannsökuð. Talið er að enn haldi um 600 þúsund Róhingjar til í Mjanmar. Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Bangladess Tengdar fréttir Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. 17. júlí 2020 13:52 Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9. apríl 2020 17:10 Grípi til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Rohingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu. 23. janúar 2020 13:02 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Tveir hermenn, sem gerðust liðhlaupar frá her Mjanmar eða Búrma, hafa játað á myndbandsupptöku að yfirmenn þeirra hafi skipað þeim að fremja stríðsglæpi gegn Róhingjum. Þeir segja yfirmenn þeirra hafa gefið þeim þær skipanir að „skjóta alla sem þið sjáið og alla sem þið heyrið í“. Þetta er líklegast í fyrsta sinn sem hermenn ríkisins viðurkenna stríðsglæpi. Mennirnir hafa verið fluttir til Haag og færðir fyrir rannsakendur Alþjóðasakamáladómstólsins, sem hefur meinta stríðsglæpi yfirvalda í Mjanmar til rannsóknar. Í ágúst 2017 byrjuðu Róhingjar að streyma frá Mjanmar til Bangladess. Þau sögðust á flótta undan sókn hers Mjanmars og sögðu að heilu þorpin hefðu verið þurrkuð út. Fregnir bárust einnig af fjölmörgum ódæðum eins og fjöldanauðgunum og aftökum. Þúsundir eru sagðir hafa verið myrtir. Minnst 700 þúsund manns flúðu land og síðan þá hafa yfirvöld í Mjanmar verið sökuð um og kærð fyrir þjóðarmorð. Ríkisstjórn landsins þvertekur þó fyrir að brotið hafi verið á Róhingjum. Þó þeir búi í Rakhinehéraði í Mjanmar, og hafa gert lengi, eru þau í raun án ríkisfangs og yfirvöld ríkisins hafa lagt til að fólkið hafi brennt eigin þorp með því markmiði að fá athygli á heimsvísu. New York Times hefur tekið saman myndir frá 2017 sem sýna hvernig fjöldi þorpa voru brennd til grunna. Mannréttindasamtökin Fortify Rights segja hermennina tvo heita Myo Win Tun sem er 33 ára, og Zaw Naing Tun, sem er þrítugur. Þeir voru í sitt hvorri herdeildinni en gerðust liðhlaupar og enduðu í haldi Arakan-hersins. Það eru skæruliðasamtök Róhingja. Í frétt AP segir að frásagnir mannanna séu í takt við aðrar heimildir frá Mjanmar og Bangladess. Myo Win Tun sagði hann og hermennina í sinni herdeild hafa drepið og grafið 30 manns í árás á eitt þorp. Átta konur, sjö börn og fimmtán menn og eldra fólk. Þá stálu þeir einnig af heimilum fólksins. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í fyrra, sagði að yfirvöld í Mjanmar hefðu gert lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir ódæði í landinu og þau hefðu ekki verið rannsökuð. Talið er að enn haldi um 600 þúsund Róhingjar til í Mjanmar.
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Bangladess Tengdar fréttir Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. 17. júlí 2020 13:52 Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9. apríl 2020 17:10 Grípi til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Rohingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu. 23. janúar 2020 13:02 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. 17. júlí 2020 13:52
Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9. apríl 2020 17:10
Grípi til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Rohingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu. 23. janúar 2020 13:02