Réttarhöldunum frestað vegna kórónuveirunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. september 2020 12:00 Assange hefur verið ákærður fyrir brot á njósnalögum. AP/Francisco Seco Réttarhöldum yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, í Lundúnum hefur verið frestað fram á mánudag. Óttast er að einn lögmanna hans gæti hafa smitast af kórónuveirunni. Vanessa Baraitster, dómarinn í málinu, sagði við viðstadda í morgun að lögmaðurinn færi í skimun fyrir lok vikunnar. Því væri hægt að halda áfram eftir helgi. Réttarhöldin hófust á mánudag og fjalla þau um framsalskröfu Bandaríkjamanna. Assange hefur verið ákærður fyrir brot á njósnalögum þar í landi í tengslum við birtingu á bandarískum leyniskjölum árið 2010 og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm. Áminntur í dómsal Þessi 49 ára gamli Ástrali fékk áminningu í dómsal í gær fyrir frammíköll þegar lögmaður Bandaríkjamanna yfirheyrði Clive Stafford-Smith, stofnanda mannréttindabaráttusamtakanna Reprieve og vitni í málinu. Stafford-Smith sagði að leyniskjölin sem WikiLeaks birtu meðal annars sýna fram á alvarleg brot Bandaríkjamanna, til dæmis varðandi drónaárásir í Pakistan. Við tók rifrildi vitnisins og lögmannsins um hvað ákæra Bandaríkjamanna snýst áður en Assange greip fram í og sagði, samkvæmt viðstöddum, að málflutningur bandaríska lögmannsins væri þvættingur. Paul Rogers, prófessor í friðarfræðum við Bradford-háskóla, bar sömuleiðis vitni í málinu í gær. Sagði útlit fyrir að réttarhöldin væru pólitísks eðlis. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, sagði við fréttastofu á mánudag að alvarlegir vankantar væru á málinu, sem minnti frekar á sýndarréttarhöld í alræðisríki en framgang í rótgrónu lýðræðisríki. WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Réttarhöldum yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, í Lundúnum hefur verið frestað fram á mánudag. Óttast er að einn lögmanna hans gæti hafa smitast af kórónuveirunni. Vanessa Baraitster, dómarinn í málinu, sagði við viðstadda í morgun að lögmaðurinn færi í skimun fyrir lok vikunnar. Því væri hægt að halda áfram eftir helgi. Réttarhöldin hófust á mánudag og fjalla þau um framsalskröfu Bandaríkjamanna. Assange hefur verið ákærður fyrir brot á njósnalögum þar í landi í tengslum við birtingu á bandarískum leyniskjölum árið 2010 og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm. Áminntur í dómsal Þessi 49 ára gamli Ástrali fékk áminningu í dómsal í gær fyrir frammíköll þegar lögmaður Bandaríkjamanna yfirheyrði Clive Stafford-Smith, stofnanda mannréttindabaráttusamtakanna Reprieve og vitni í málinu. Stafford-Smith sagði að leyniskjölin sem WikiLeaks birtu meðal annars sýna fram á alvarleg brot Bandaríkjamanna, til dæmis varðandi drónaárásir í Pakistan. Við tók rifrildi vitnisins og lögmannsins um hvað ákæra Bandaríkjamanna snýst áður en Assange greip fram í og sagði, samkvæmt viðstöddum, að málflutningur bandaríska lögmannsins væri þvættingur. Paul Rogers, prófessor í friðarfræðum við Bradford-háskóla, bar sömuleiðis vitni í málinu í gær. Sagði útlit fyrir að réttarhöldin væru pólitísks eðlis. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, sagði við fréttastofu á mánudag að alvarlegir vankantar væru á málinu, sem minnti frekar á sýndarréttarhöld í alræðisríki en framgang í rótgrónu lýðræðisríki.
WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26
Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00