Er Borat að snúa aftur? Heiðar Sumarliðason skrifar 11. september 2020 14:30 Borat hefur sést víða að undanförnu. Sacha Baron Cohen sást víðs vegar í Los Angeles í síðasta mánuði í gervi sinnar dáðustu persónu Borat og náðist m.a. myndband af honum undir stýri uppáklæddur sem Borat. Blaðamenn kvikmyndavefsíðunnar Collider segjast hafa mjög góðar heimildir fyrir því að ný kvikmynd um kasakann sé nú þegar tilbúin og hafi vel valdir aðilar í Hollywood séð afraksturinn. Þetta kemur í kjölfar þess að Cohen tók yfir viðtal við fyrrum borgarstjóra New York Rudy Giuliani í júlí sl. Einnig mætti hann á samkomu hægri öfgamanna í Washington-fylki og fékk viðstadda til að syngja söngva sem innihéldu kynþáttaníð. Nú er talið að þær uppákomur hafi tengst myndinni, en upprunalega héldu fjölmiðlar að Cohen væri að taka upp nýja þáttaröð af Who is America? Cohen og talsmenn hans hafa ekki svarað neinum fyrirspurnum fjölmiðla varðandi verkefnið, en talið er að einhver streymisveitanna standi að myndinni. Samkvæmt heimildum Collider er söguþráður myndarinnar á þann veg að Borat sé orðinn það frægur eftir útgáfu Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, að hann þurfi að dulbúast til að fá það sem hann vill út úr viðmælendum sínum. Kvikmyndin um Borat kom út árið 2006 og naut fádæma vinsælda. Í kjölfarið gerði Cohen myndir á borð við Bruno og The Dictator, sem náðu ekki sömu hæðum. Nýverið reyndi hann fyrir sér í dramahlutverki í þáttaröðinni The Spy, við ágætar undirtektir. Cohen í hlutverki sínu í The Trial of the Chicago 7. Miðað við þá staði og viðburði sem Cohen hefur birst á verður að teljast líklegt að myndin eigi að koma út fyrir bandarísku forsetakosningarnar. Áður en að því kemur mun Cohen bregða fyrir í nýjustu kvikmynd Aarons Sorkins, The Trial of the Chicago 7. Netflix mun frumsýna hana 11. október nk. Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Sacha Baron Cohen sást víðs vegar í Los Angeles í síðasta mánuði í gervi sinnar dáðustu persónu Borat og náðist m.a. myndband af honum undir stýri uppáklæddur sem Borat. Blaðamenn kvikmyndavefsíðunnar Collider segjast hafa mjög góðar heimildir fyrir því að ný kvikmynd um kasakann sé nú þegar tilbúin og hafi vel valdir aðilar í Hollywood séð afraksturinn. Þetta kemur í kjölfar þess að Cohen tók yfir viðtal við fyrrum borgarstjóra New York Rudy Giuliani í júlí sl. Einnig mætti hann á samkomu hægri öfgamanna í Washington-fylki og fékk viðstadda til að syngja söngva sem innihéldu kynþáttaníð. Nú er talið að þær uppákomur hafi tengst myndinni, en upprunalega héldu fjölmiðlar að Cohen væri að taka upp nýja þáttaröð af Who is America? Cohen og talsmenn hans hafa ekki svarað neinum fyrirspurnum fjölmiðla varðandi verkefnið, en talið er að einhver streymisveitanna standi að myndinni. Samkvæmt heimildum Collider er söguþráður myndarinnar á þann veg að Borat sé orðinn það frægur eftir útgáfu Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, að hann þurfi að dulbúast til að fá það sem hann vill út úr viðmælendum sínum. Kvikmyndin um Borat kom út árið 2006 og naut fádæma vinsælda. Í kjölfarið gerði Cohen myndir á borð við Bruno og The Dictator, sem náðu ekki sömu hæðum. Nýverið reyndi hann fyrir sér í dramahlutverki í þáttaröðinni The Spy, við ágætar undirtektir. Cohen í hlutverki sínu í The Trial of the Chicago 7. Miðað við þá staði og viðburði sem Cohen hefur birst á verður að teljast líklegt að myndin eigi að koma út fyrir bandarísku forsetakosningarnar. Áður en að því kemur mun Cohen bregða fyrir í nýjustu kvikmynd Aarons Sorkins, The Trial of the Chicago 7. Netflix mun frumsýna hana 11. október nk.
Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira