Nálgumst það sem megi kalla „nýja normið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2020 21:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, ræddi nýja litakóða í tengslum við kórónuveirufaraldurinn í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Litirnir í nýju litakóðakerfi sem taka á upp vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi verða grár, gulur, appelsínugulur og rauður. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ef hann ætti að velja lit fyrir ástandið eins og það er nú myndi hann velja gráan. „Við teljum að við séum að nálgast það sem við getum kallað „nýja normið“. Við erum ekkert í veirufríu samfélagi. Það er eitt og eitt smit og tvö og þrjú og fjögur að koma og við væntanlega stillum þetta þannig að það myndi þá vera grátt. Það myndi þá vera þannig að það eru í gildi ákveðnar reglur, við erum að gæta að persónubundnu smitvörnunum okkar en það er ekki verið að fara að herða reglur eða eitthvað slíkt, það eru ekki líkur á því heldur erum við frekar á leiðinni í það að ástandið verði öruggara. Við erum kannski einhvers staðar á milli grás og guls núna og ef ég ætti að velja þá myndi ég segja grátt,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag þar sem rætt var við hann um litakóðana. Grátt sé þannig fyrsti liturinn. „Það er bara þetta venjulega ástand og síðan kemur gult, appelsínugult og rautt. Ég held að Veðurstofan hafi einu sinni á átta árum farið á rautt og við reiknum með því að rautt sé þegar við erum komin í einhvern gríðarlegan veldisvöxt í einhverjum faraldri,“ sagði Víðir. Litirnir á milli grás og rauðs, gulur og appelsínugulur, séu þá litirnir þar sem verið sé að grípa til aðgerða. „Það sem við erum að horfa á í því eins og þegar við færum yfir á gult stig þá værum við kannski ekki endilega að breyta þeim sóttvarnaráðstöfunum, þeim reglum sem eru í gildi heldur myndi þetta snúa meira að fyrirtækjum og einstaklingum, að menn gæti sín ennþá frekar. Líkt og þegar menn fá gula viðvörun á veðrinu þá kanna menn betur hvaða leið er best að fara, hvort hún sé nauðsynleg ferðin sem menn eru að fara í og annað slíkt. Það sama myndi gilda í þessu,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði Víðir að stefnt sé að því kynna litakóðana í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu og að kerfið verði tekið í notkun eftir tvær vikur þegar ný auglýsing verður birt í tengslum við samkomutakmarkanir. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Litirnir í nýju litakóðakerfi sem taka á upp vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi verða grár, gulur, appelsínugulur og rauður. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ef hann ætti að velja lit fyrir ástandið eins og það er nú myndi hann velja gráan. „Við teljum að við séum að nálgast það sem við getum kallað „nýja normið“. Við erum ekkert í veirufríu samfélagi. Það er eitt og eitt smit og tvö og þrjú og fjögur að koma og við væntanlega stillum þetta þannig að það myndi þá vera grátt. Það myndi þá vera þannig að það eru í gildi ákveðnar reglur, við erum að gæta að persónubundnu smitvörnunum okkar en það er ekki verið að fara að herða reglur eða eitthvað slíkt, það eru ekki líkur á því heldur erum við frekar á leiðinni í það að ástandið verði öruggara. Við erum kannski einhvers staðar á milli grás og guls núna og ef ég ætti að velja þá myndi ég segja grátt,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag þar sem rætt var við hann um litakóðana. Grátt sé þannig fyrsti liturinn. „Það er bara þetta venjulega ástand og síðan kemur gult, appelsínugult og rautt. Ég held að Veðurstofan hafi einu sinni á átta árum farið á rautt og við reiknum með því að rautt sé þegar við erum komin í einhvern gríðarlegan veldisvöxt í einhverjum faraldri,“ sagði Víðir. Litirnir á milli grás og rauðs, gulur og appelsínugulur, séu þá litirnir þar sem verið sé að grípa til aðgerða. „Það sem við erum að horfa á í því eins og þegar við færum yfir á gult stig þá værum við kannski ekki endilega að breyta þeim sóttvarnaráðstöfunum, þeim reglum sem eru í gildi heldur myndi þetta snúa meira að fyrirtækjum og einstaklingum, að menn gæti sín ennþá frekar. Líkt og þegar menn fá gula viðvörun á veðrinu þá kanna menn betur hvaða leið er best að fara, hvort hún sé nauðsynleg ferðin sem menn eru að fara í og annað slíkt. Það sama myndi gilda í þessu,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði Víðir að stefnt sé að því kynna litakóðana í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu og að kerfið verði tekið í notkun eftir tvær vikur þegar ný auglýsing verður birt í tengslum við samkomutakmarkanir. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent