Umferð um höfuðborgarsvæðið dróst saman í ágúst Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. september 2020 07:00 Horft frá Reykjanesbraut í Hafnarfirði að Setbergshamri. Syðri gangamunninn yrði á móts við bensínstöð N1 á gatnamótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst dróst saman um rúmlega sjö prósent í ágúst síðastliðnum eftir því sem fram kemur í tölum frá Vegarðinni. Umferð í ágúst hefur ekki áður dregist jafnmikið saman á svæðinu. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um nærri níu prósent og er það met, reyndar er þetta þrefalt meiri samdráttur en áður hefur mælst, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Umferðin dróst saman um rúmlega 7% milli ágúst mánaða, sem er metsamdráttur í ágúst á milli ára. Mest dróst umferðin saman um snið á Hafnarfjarðarvegi eða um tæp 13% en minnst í sniði á Reykjanesbraut eða um rúmlega 3%. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna minni umferð í ágúst. Meðalumferð á dag. Núna hefur umferðin dregist saman um tæp 9%, frá áramótum, miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta er einnig metsamdráttur miðað við árstíma, frá upphafi þessarar samantektar, og um þrisvar sinnum stærri en áður hafði mest mælst en það var milli áranna 2008 og 2009. Umferð eftir vikudögum Umferð dróst saman í öllum vikudögum, nú í ágúst miðað við sama mánuð á síðasta ári, en hlutfallslega mest á laugardögum eða um 8,6% en minnst á mánudögum eða um 2,5%. Mest var ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum. Horfur út árið Nú stefnir í að samdráttur í umferð á höfuðborgarsvæðinu, í mælisniðunum þremur, verði um 8,5%. Gangi þessi spá eftir yrði það langmesti samdráttur í umferð um mælisniðin þrjú. Mestur mældur samdráttur milli ára, hingað til, varð milli áranna 2009 og 2010 eða 2,4% samdráttur. Þannig hér er framundan langstærsti samdráttur sem mælst hefur, frá upphafi þessarar samantektar. Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst dróst saman um rúmlega sjö prósent í ágúst síðastliðnum eftir því sem fram kemur í tölum frá Vegarðinni. Umferð í ágúst hefur ekki áður dregist jafnmikið saman á svæðinu. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um nærri níu prósent og er það met, reyndar er þetta þrefalt meiri samdráttur en áður hefur mælst, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Umferðin dróst saman um rúmlega 7% milli ágúst mánaða, sem er metsamdráttur í ágúst á milli ára. Mest dróst umferðin saman um snið á Hafnarfjarðarvegi eða um tæp 13% en minnst í sniði á Reykjanesbraut eða um rúmlega 3%. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna minni umferð í ágúst. Meðalumferð á dag. Núna hefur umferðin dregist saman um tæp 9%, frá áramótum, miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta er einnig metsamdráttur miðað við árstíma, frá upphafi þessarar samantektar, og um þrisvar sinnum stærri en áður hafði mest mælst en það var milli áranna 2008 og 2009. Umferð eftir vikudögum Umferð dróst saman í öllum vikudögum, nú í ágúst miðað við sama mánuð á síðasta ári, en hlutfallslega mest á laugardögum eða um 8,6% en minnst á mánudögum eða um 2,5%. Mest var ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum. Horfur út árið Nú stefnir í að samdráttur í umferð á höfuðborgarsvæðinu, í mælisniðunum þremur, verði um 8,5%. Gangi þessi spá eftir yrði það langmesti samdráttur í umferð um mælisniðin þrjú. Mestur mældur samdráttur milli ára, hingað til, varð milli áranna 2009 og 2010 eða 2,4% samdráttur. Þannig hér er framundan langstærsti samdráttur sem mælst hefur, frá upphafi þessarar samantektar.
Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent