Covid-smit hjá starfsmönnum tveggja íbúðakjarna fyrir fatlað fólk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2020 13:50 Um er að ræða starfsmenn við íbúðarkjarna fyrir fatlað fólk í Grafarvogi og Breiðholti. Vísir/Vilhelm Tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Gripið hefur verið til nauðsynlegra aðgerða með það að leiðarljósi að hefta frekara smit, án þess að skerða þjónustu við íbúa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Um er að ræða tvo starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Breiðholti og Grafarvogi. Báðir starfa þeir náið með einstaklingum sem þurfa sólarhringsþjónustu. Eins og fram kom á Vísi fyrir hádegi greindust þrettán Covid-19 smit innanlands í gær og var aðeins einn í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring síðan í byrjun ágúst. Tryggja áfram þjónustu og stuðning „Aðgerðaáætlun vegna smitanna hefur verið unnin í nánu samstarfi við smitrakningateymi Almannavarna og Embætti landlæknis en neyðarstjórn velferðarsviðs hélt samráðsfund í morgun þar sem línur voru lagðar um næstu skref,“ segir í tilkynningunni. Tryggt verði að íbúar fái áfram þá þjónustu og stuðning sem þeir þurfi á að halda við sitt daglega líf. Íbúar kjarnanna tveggja búa allir í eigin íbúðum og fá því alla nauðsynlega þjónustu inn á sín heimili. Í íbúðakjarnanum í Grafarvogi þurfa sex starfsmenn að fara í sóttkví og um 20 í Breiðholti. Unnið er að því að manna vaktirnar með öðru starfsfólki velferðarsviðs. Báðir íbúarnir sem fengu þjónustu viðkomandi starfsmanna eru komnir í sóttkví. Þeir fara í sýnatöku í dag og fylgst verður náið með líðan þeirra. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar rekur um 70 heimili og dvalarstaði þar sem haldið er úti órofinni þjónustu allan sólarhringinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Sjá meira
Tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Gripið hefur verið til nauðsynlegra aðgerða með það að leiðarljósi að hefta frekara smit, án þess að skerða þjónustu við íbúa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Um er að ræða tvo starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Breiðholti og Grafarvogi. Báðir starfa þeir náið með einstaklingum sem þurfa sólarhringsþjónustu. Eins og fram kom á Vísi fyrir hádegi greindust þrettán Covid-19 smit innanlands í gær og var aðeins einn í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring síðan í byrjun ágúst. Tryggja áfram þjónustu og stuðning „Aðgerðaáætlun vegna smitanna hefur verið unnin í nánu samstarfi við smitrakningateymi Almannavarna og Embætti landlæknis en neyðarstjórn velferðarsviðs hélt samráðsfund í morgun þar sem línur voru lagðar um næstu skref,“ segir í tilkynningunni. Tryggt verði að íbúar fái áfram þá þjónustu og stuðning sem þeir þurfi á að halda við sitt daglega líf. Íbúar kjarnanna tveggja búa allir í eigin íbúðum og fá því alla nauðsynlega þjónustu inn á sín heimili. Í íbúðakjarnanum í Grafarvogi þurfa sex starfsmenn að fara í sóttkví og um 20 í Breiðholti. Unnið er að því að manna vaktirnar með öðru starfsfólki velferðarsviðs. Báðir íbúarnir sem fengu þjónustu viðkomandi starfsmanna eru komnir í sóttkví. Þeir fara í sýnatöku í dag og fylgst verður náið með líðan þeirra. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar rekur um 70 heimili og dvalarstaði þar sem haldið er úti órofinni þjónustu allan sólarhringinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent