Allir með „grænu veiruna“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2020 15:42 Þórólfur Guðnason segir þá þrettán sem greindust með veiruna innanlands í gær ákveðin vonbrigði. Aðeins einn var í sóttkví. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. Smitrakningateymið hefur kallað afbrigðið „grænu veiruna“ en fyrsta tilfelli hennar kom upp á höfuðborgarsvæðinu 25. júlí og hefur skotið upp kollinum um allt land. Hefur hún til að mynda valdið hópsýkingu á Akranesi í byrjun ágúst og hópsýkingu sem tengd var við Hótel Rangá. „Þetta eru vonbrigði að fá þennan topp núna. Það sem er alvarlegra er hversu fáir eru í sóttkví og hversu lítil tengsl eru á milli þeirra sem eru að greinast, sem vekur áhyggjur að þetta sé dreifðara þetta smit en við vonuðumst til,“ segir Þórólfur en aðeins einn var í sóttkví af þessum þrettán. Hér má sjá viðtal sem tekið var við Þórólf í dag Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa gripið til þess ráðs að leggjast í víðtækari skimanir en áður. Ráðist verður í skimanir í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið beðin um að gera úrtak á höfuðborgarsvæðinu til að sjá hver útbreiðslan er. Þeir sem greindust í gær teljast ungt fólk, utan eins eldri einstaklings sem hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús en þó ekki á gjörgæslu. Með þessum víðtæku skimunum verðu hægt að leggja mat á hvort búast megi við fleiri „toppum“ eins og sóttvarnalæknir orðar það. Fer ekki á taugum „Þessi eini toppur er ekki svo alvarlegur í sjálfu sér en við viljum vera á undan atburðarásinni,“ segir Þórólfur. Hann telur ekki ástæðu til að ráðast í harðari sóttvarnaaðgerðir innanlands. Spurður hvort fólk hafi slakað of mikið á persónubundnum sóttvörnum samhliða því að yfirvöld hafa slakað á tilmælum, segir Þórólfur ekki gott að segja til um það. „Þetta verður ekki bara bein lína. Við eigum eftir að fara upp og niður í þessi og upplifa góða tíma og verri tíma. Við förum ekki á taugum yfir því. Ég held að þetta þýði ekki endilega að við séum að fara að fá aðra bylgju yfir okkur. Það gæti gerst, þetta er ákveðið merki um að við gætum verið að fá aukningu, en þessar skimanir munu gefa okkur betri upplýsingar um það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur 16. september 2020 13:03 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. Smitrakningateymið hefur kallað afbrigðið „grænu veiruna“ en fyrsta tilfelli hennar kom upp á höfuðborgarsvæðinu 25. júlí og hefur skotið upp kollinum um allt land. Hefur hún til að mynda valdið hópsýkingu á Akranesi í byrjun ágúst og hópsýkingu sem tengd var við Hótel Rangá. „Þetta eru vonbrigði að fá þennan topp núna. Það sem er alvarlegra er hversu fáir eru í sóttkví og hversu lítil tengsl eru á milli þeirra sem eru að greinast, sem vekur áhyggjur að þetta sé dreifðara þetta smit en við vonuðumst til,“ segir Þórólfur en aðeins einn var í sóttkví af þessum þrettán. Hér má sjá viðtal sem tekið var við Þórólf í dag Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa gripið til þess ráðs að leggjast í víðtækari skimanir en áður. Ráðist verður í skimanir í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið beðin um að gera úrtak á höfuðborgarsvæðinu til að sjá hver útbreiðslan er. Þeir sem greindust í gær teljast ungt fólk, utan eins eldri einstaklings sem hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús en þó ekki á gjörgæslu. Með þessum víðtæku skimunum verðu hægt að leggja mat á hvort búast megi við fleiri „toppum“ eins og sóttvarnalæknir orðar það. Fer ekki á taugum „Þessi eini toppur er ekki svo alvarlegur í sjálfu sér en við viljum vera á undan atburðarásinni,“ segir Þórólfur. Hann telur ekki ástæðu til að ráðast í harðari sóttvarnaaðgerðir innanlands. Spurður hvort fólk hafi slakað of mikið á persónubundnum sóttvörnum samhliða því að yfirvöld hafa slakað á tilmælum, segir Þórólfur ekki gott að segja til um það. „Þetta verður ekki bara bein lína. Við eigum eftir að fara upp og niður í þessi og upplifa góða tíma og verri tíma. Við förum ekki á taugum yfir því. Ég held að þetta þýði ekki endilega að við séum að fara að fá aðra bylgju yfir okkur. Það gæti gerst, þetta er ákveðið merki um að við gætum verið að fá aukningu, en þessar skimanir munu gefa okkur betri upplýsingar um það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur 16. september 2020 13:03 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06