Valitor varar við svikapóstum í nafni Póstsins Sylvía Hall skrifar 16. september 2020 23:19 Valitor ítrekar að fólk eigi ekki að gefa upp korta- eða persónuupplýsingar. Vísir/GEtty Seinnipartinn í dag virðast nokkrir hafa fengið svikapósta í nafni Póstsins að því er fram kemur í tilkynningu Valitor. Móttakandi er beðinn um að smella á hlekk þar sem hann er færður inn á falska greiðslusíðu í nafni Valitor. Í tilkynningunni eru fyrri viðvaranir ítrekaðar og fólk beðið um að opna ekki hlekki sem fylgja umræddum skilaboðum. Þá eigi fólk ekki undir neinum kringumstæðum að gefa upp korta- eða persónuupplýsingar. „Hafi fólk brugðist við slíkum skilaboðum eða eru í minnsta vafa um réttmæti upplýsinga sem þeir fá er brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor utan opnunartíma bankans,“ segir að lokum í tilkynningunni. Valitor Í póstinum er viðtakandanum tilkynnt að tollar hafi ekki verið greiddir af sendingu. Hann er jafnframt beðinn um að smella á hlekk til þess að staðfesta sendingu á pakkanum. Tölvupósturinn er sambærilegur þeim sem hafa komið upp á undanförnum vikum þar sem Íslendingar eru beðnir um að smella á hlekk eða gefa upp kortaupplýsingar. Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður ræddi þessi mál í Bítinu í síðasta mánuði þar sem hann sagði svindlin oft vera vönduð og sannfærandi. „Það sem er kannski orðið núna er að þetta er orðið svo sérsniðið að Íslendingum. Þetta áhlaup til dæmis með Skattinn var tiltölulega vel gert, svo ég leyfi mér að segja að glæpur sé vel gerður, af því að þeir vinna grunnvinnuna mjög vel,“ sagði Gísli. Þar vísaði hann til smáskilaboða sem margir Íslendingar fengu sem virtust vera frá skattinum. Þar var viðtakanda tjáð að hann ætti von á endurgreiðslu. Viðkomandi var þá beint inn á falskt lén til að nálgast greiðsluna, þar sem hann var beðinn um kortaupplýsingar og símanúmer. „Ef einhver sendir þér hlekk og þetta eru fjármálaupplýsingar sem um er að ræða, þá er nánast víst að þetta sé svindl. Því þau fyrirtæki sem eru með svona upplýsingar biðja þig að fara á heimasíðuna, fara eftir réttri leið.“ Netöryggi Pósturinn Netglæpir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Seinnipartinn í dag virðast nokkrir hafa fengið svikapósta í nafni Póstsins að því er fram kemur í tilkynningu Valitor. Móttakandi er beðinn um að smella á hlekk þar sem hann er færður inn á falska greiðslusíðu í nafni Valitor. Í tilkynningunni eru fyrri viðvaranir ítrekaðar og fólk beðið um að opna ekki hlekki sem fylgja umræddum skilaboðum. Þá eigi fólk ekki undir neinum kringumstæðum að gefa upp korta- eða persónuupplýsingar. „Hafi fólk brugðist við slíkum skilaboðum eða eru í minnsta vafa um réttmæti upplýsinga sem þeir fá er brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor utan opnunartíma bankans,“ segir að lokum í tilkynningunni. Valitor Í póstinum er viðtakandanum tilkynnt að tollar hafi ekki verið greiddir af sendingu. Hann er jafnframt beðinn um að smella á hlekk til þess að staðfesta sendingu á pakkanum. Tölvupósturinn er sambærilegur þeim sem hafa komið upp á undanförnum vikum þar sem Íslendingar eru beðnir um að smella á hlekk eða gefa upp kortaupplýsingar. Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður ræddi þessi mál í Bítinu í síðasta mánuði þar sem hann sagði svindlin oft vera vönduð og sannfærandi. „Það sem er kannski orðið núna er að þetta er orðið svo sérsniðið að Íslendingum. Þetta áhlaup til dæmis með Skattinn var tiltölulega vel gert, svo ég leyfi mér að segja að glæpur sé vel gerður, af því að þeir vinna grunnvinnuna mjög vel,“ sagði Gísli. Þar vísaði hann til smáskilaboða sem margir Íslendingar fengu sem virtust vera frá skattinum. Þar var viðtakanda tjáð að hann ætti von á endurgreiðslu. Viðkomandi var þá beint inn á falskt lén til að nálgast greiðsluna, þar sem hann var beðinn um kortaupplýsingar og símanúmer. „Ef einhver sendir þér hlekk og þetta eru fjármálaupplýsingar sem um er að ræða, þá er nánast víst að þetta sé svindl. Því þau fyrirtæki sem eru með svona upplýsingar biðja þig að fara á heimasíðuna, fara eftir réttri leið.“
Netöryggi Pósturinn Netglæpir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira