Harpa auglýsir eftir rekstraraðilum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 22:03 Svanhildur Konráðsdóttir er forstjóri Hörpu. Vísir/Vilhelm/Aðsend Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Þar er markmiðið sagt vera að veitingastaðir, verslanir og önnur þjónusta endurspegli sérstöðu Hörpu sem einstaks listaverks og áfangastaðar sem upplifun sé að heimsækja. Þá kemur fram að undanfarið hafi starfsfólk og stjórnendur Hörpu unnið að stefnumörkun um framtíð hússins í samráði við helstu haghafa. Markmiðið sé að efla hörpu sem „opið félagsheimili þjóðarinnar.“ Í tilkynningunni er þá haft eftir Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, að mikilvægt sé að Harpa þróist í takt við þær breytingar sem eigi sér stað í nánasta umhverfi hennar í miðborg Reykjavíkur. Breytingarnar feli í sér spennandi tækifæri og vilji til að slá nýjan og ferskan tón sé fyrir hendi. „Staðan er óneitanlega þung um þessar mundir vegna Covid-19 faraldursins en þeir erfiðleikar taka enda og við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við munum halda ótrauð áfram að skapa verðmæti fyrir samfélagið. Ég er sannfærð um að það er fullt af öflugu og hugmyndaríku fólki sem sér sinn rekstur eiga heima í húsi á heimsmælikvarða. Við byrjum strax á morgun að auglýsa eftir tillögum og vonum að sem flestir staldri við og sendi okkur hugmyndir um það hvernig Harpa, sem er sameign okkar allra, getur orðið enn betri til framtíðar,“ er einnig haft eftir Svanhildi. Reykjavík Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Þar er markmiðið sagt vera að veitingastaðir, verslanir og önnur þjónusta endurspegli sérstöðu Hörpu sem einstaks listaverks og áfangastaðar sem upplifun sé að heimsækja. Þá kemur fram að undanfarið hafi starfsfólk og stjórnendur Hörpu unnið að stefnumörkun um framtíð hússins í samráði við helstu haghafa. Markmiðið sé að efla hörpu sem „opið félagsheimili þjóðarinnar.“ Í tilkynningunni er þá haft eftir Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, að mikilvægt sé að Harpa þróist í takt við þær breytingar sem eigi sér stað í nánasta umhverfi hennar í miðborg Reykjavíkur. Breytingarnar feli í sér spennandi tækifæri og vilji til að slá nýjan og ferskan tón sé fyrir hendi. „Staðan er óneitanlega þung um þessar mundir vegna Covid-19 faraldursins en þeir erfiðleikar taka enda og við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við munum halda ótrauð áfram að skapa verðmæti fyrir samfélagið. Ég er sannfærð um að það er fullt af öflugu og hugmyndaríku fólki sem sér sinn rekstur eiga heima í húsi á heimsmælikvarða. Við byrjum strax á morgun að auglýsa eftir tillögum og vonum að sem flestir staldri við og sendi okkur hugmyndir um það hvernig Harpa, sem er sameign okkar allra, getur orðið enn betri til framtíðar,“ er einnig haft eftir Svanhildi.
Reykjavík Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira