SOS Barnaþorpin í samstarf við Bayern München Heimsljós 23. september 2020 14:21 Bundesliga Þýska knattspyrnustórveldið Bayern München ætlar að tefla fram stórstjörnum sínum og aðstöðu félagsins fyrir samfélagsverkefni sem gengur út á að draga fram hugrekki og falda hæfileika barna af ólíkum uppruna. Bayern München og barnahjálparsamtökin SOS Barnaþorpin kynntu í dag samstarfsverkefni þess efnis. Fræðsluverkefnið „Leikvangur breytinga," eða "Arena of change", gengur út á að kalla fram hugrekki barna af ólíkum uppruna og báðum kynjum til að þróa hæfileika sína, ekki aðeins á sviði íþrótta heldur líka lista og vísinda. Börnin læra ekki aðeins hvert af öðru því leikmenn Evrópumeistaraliðs Bayern, auk ungra framtíðarstjarna félagsins, gegna hlutverki fyrirmynda og leiðbeinenda. Á fyrsta stigi verkefnisins koma 60 börn á aldrinum 8-14 ára saman úr fimm skólum í München og spila fótbolta á æfingasvæði Bayern. Út frá fótboltaiðkuninni fást börnin við margþætt frammistöðumiðuð verkefni með það að leiðarljósi að efla framtíðarmöguleika þeirra. Áhersla verður lögð á að draga fram hugrekki barnanna án þess að leggja á þau þrýsting eða samkeppni milli þeirra. Petra Horn, stjórnarmeðlimur hjá SOS Childrens Villages International og Karl-Heinz Rummenigge stjórnarformaðður FC Bayern skrifuðu undir samstarfssamninginn. Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður FC Bayern, segir að markmið félagsins sé að taka þátt í þróun á samfélagslegri sjálfbærni og þetta samstarf sé félaginu afar mikilvægt til að gera það sýnilegra og áhrifaríkara. „SOS Barnaþorpin eru fremst á sviði alþjóðlegra hjálparsamtaka og eiga því fullkomna samleið með FC Bayern," segir Rummenigge í fréttatilkynningu um verkefnið. SOS Barnaþorpin hafa í 70 ár einblínt á börn án foreldraumsjár og starfa í 137 löndum en starf samtakanna er sérstaklega þekkt og virt meðal almennings í Þýskalandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent
Þýska knattspyrnustórveldið Bayern München ætlar að tefla fram stórstjörnum sínum og aðstöðu félagsins fyrir samfélagsverkefni sem gengur út á að draga fram hugrekki og falda hæfileika barna af ólíkum uppruna. Bayern München og barnahjálparsamtökin SOS Barnaþorpin kynntu í dag samstarfsverkefni þess efnis. Fræðsluverkefnið „Leikvangur breytinga," eða "Arena of change", gengur út á að kalla fram hugrekki barna af ólíkum uppruna og báðum kynjum til að þróa hæfileika sína, ekki aðeins á sviði íþrótta heldur líka lista og vísinda. Börnin læra ekki aðeins hvert af öðru því leikmenn Evrópumeistaraliðs Bayern, auk ungra framtíðarstjarna félagsins, gegna hlutverki fyrirmynda og leiðbeinenda. Á fyrsta stigi verkefnisins koma 60 börn á aldrinum 8-14 ára saman úr fimm skólum í München og spila fótbolta á æfingasvæði Bayern. Út frá fótboltaiðkuninni fást börnin við margþætt frammistöðumiðuð verkefni með það að leiðarljósi að efla framtíðarmöguleika þeirra. Áhersla verður lögð á að draga fram hugrekki barnanna án þess að leggja á þau þrýsting eða samkeppni milli þeirra. Petra Horn, stjórnarmeðlimur hjá SOS Childrens Villages International og Karl-Heinz Rummenigge stjórnarformaðður FC Bayern skrifuðu undir samstarfssamninginn. Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður FC Bayern, segir að markmið félagsins sé að taka þátt í þróun á samfélagslegri sjálfbærni og þetta samstarf sé félaginu afar mikilvægt til að gera það sýnilegra og áhrifaríkara. „SOS Barnaþorpin eru fremst á sviði alþjóðlegra hjálparsamtaka og eiga því fullkomna samleið með FC Bayern," segir Rummenigge í fréttatilkynningu um verkefnið. SOS Barnaþorpin hafa í 70 ár einblínt á börn án foreldraumsjár og starfa í 137 löndum en starf samtakanna er sérstaklega þekkt og virt meðal almennings í Þýskalandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent