Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 23. september 2020 19:38 Stykkishólmur Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. „Í samfélögum eins og í Stykkishólmi þegar það er svona mikil nánd þá er alltaf hugsanlegt að þegar að einstaklingar sem eru smitaðir af sjúkdómnum og hafa verið að taka virkan þátt í samfélaginu, þá er alltaf þessi áhætta fyrir hendi að veiran hafi náð ákveðinni fótfestu í samfélaginu,“ segir Jakob. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi ræddi hópsmitið sem þar er komið upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/skjáskot Eins og staðan sé núna sé óvissa um það en það komi betur í ljós á morgun hver staðan er raunverulega í bænum þegar fyrir liggja frekari niðurstöður úr sýnatöku. „Það voru 40 sem að voru skimaðir í morgun og við fáum vonandi að vita niðurstöðuna í fyrramálið og þá vitum við betur hvert umfangs smitsins er hér í Stykkishólmi.“ Aðspurður segir hann að gripið hafi verið til ýmissa varúðarráðstafana í samráði við sóttvarnayfirvöld. „Við lokuðum strax dvalarheimilinu, eða hjúkrunarheimilinu hér í Stykkishólmi strax á þriðjudaginn, við höfum farið í endurskipulagningu á stofnunum bæjarins, þá grunnskólum, leikskólum með hópaskiptingar. Við lokuðum á gesti í ráðhúsi og annað þannig að þetta eru þessar helstu aðgerðir sem að við höfum gripið til og erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun því að við gátum alltaf búist við því að svona staða kæmi upp,“ segir Jakob. Hefði átt að loka Reykjavík Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. Þeirra á meðal er Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi Bæjarstjóri í Stykkishólmi. „Það er náttúrlega mjög alvarlegt þegar fólk er veikt og ef að þetta dreifist eitthvað meira en vonandi nær fólk sér og þetta breiðist ekki út,“ sagði Sturla í samtali við fréttastofu á förnum vegi í Stykkishólmi í dag. Hann telji hljóðið í bæjarbúum þó bærilegt. „Fólk tekur þessu með jafnaðargeði.“ „Það er svolítið ógnvænlegt þegar það er notað þetta orð; hópsýking, en við komumst í gegnum þetta,“ segir Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, íbúi í Stykkishólmi en fleiri þeirra sem fréttastofa ræddi við í dag tóku í svipaðan streng. „Við tökum þetta mjög alvarlega og förum eftir öllum reglum hjá Víði og Þórólfi,“ segir Jón Eyþór Lárentsínusson, íbúi í Stykkishólmi. Hann sé þó ekki á þeirri skoðun að herða hefði þurft aðgerðir um allt landið. „Nei en það er svona spurning hvort þetta er að koma aftur upp í Reykjavík, hvort það ætti að loka því svæði. Það er svona spurningin og ég er alveg á því að þar hefði átt að loka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira
Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. „Í samfélögum eins og í Stykkishólmi þegar það er svona mikil nánd þá er alltaf hugsanlegt að þegar að einstaklingar sem eru smitaðir af sjúkdómnum og hafa verið að taka virkan þátt í samfélaginu, þá er alltaf þessi áhætta fyrir hendi að veiran hafi náð ákveðinni fótfestu í samfélaginu,“ segir Jakob. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi ræddi hópsmitið sem þar er komið upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/skjáskot Eins og staðan sé núna sé óvissa um það en það komi betur í ljós á morgun hver staðan er raunverulega í bænum þegar fyrir liggja frekari niðurstöður úr sýnatöku. „Það voru 40 sem að voru skimaðir í morgun og við fáum vonandi að vita niðurstöðuna í fyrramálið og þá vitum við betur hvert umfangs smitsins er hér í Stykkishólmi.“ Aðspurður segir hann að gripið hafi verið til ýmissa varúðarráðstafana í samráði við sóttvarnayfirvöld. „Við lokuðum strax dvalarheimilinu, eða hjúkrunarheimilinu hér í Stykkishólmi strax á þriðjudaginn, við höfum farið í endurskipulagningu á stofnunum bæjarins, þá grunnskólum, leikskólum með hópaskiptingar. Við lokuðum á gesti í ráðhúsi og annað þannig að þetta eru þessar helstu aðgerðir sem að við höfum gripið til og erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun því að við gátum alltaf búist við því að svona staða kæmi upp,“ segir Jakob. Hefði átt að loka Reykjavík Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. Þeirra á meðal er Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi Bæjarstjóri í Stykkishólmi. „Það er náttúrlega mjög alvarlegt þegar fólk er veikt og ef að þetta dreifist eitthvað meira en vonandi nær fólk sér og þetta breiðist ekki út,“ sagði Sturla í samtali við fréttastofu á förnum vegi í Stykkishólmi í dag. Hann telji hljóðið í bæjarbúum þó bærilegt. „Fólk tekur þessu með jafnaðargeði.“ „Það er svolítið ógnvænlegt þegar það er notað þetta orð; hópsýking, en við komumst í gegnum þetta,“ segir Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, íbúi í Stykkishólmi en fleiri þeirra sem fréttastofa ræddi við í dag tóku í svipaðan streng. „Við tökum þetta mjög alvarlega og förum eftir öllum reglum hjá Víði og Þórólfi,“ segir Jón Eyþór Lárentsínusson, íbúi í Stykkishólmi. Hann sé þó ekki á þeirri skoðun að herða hefði þurft aðgerðir um allt landið. „Nei en það er svona spurning hvort þetta er að koma aftur upp í Reykjavík, hvort það ætti að loka því svæði. Það er svona spurningin og ég er alveg á því að þar hefði átt að loka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira