Arkitekt gefur út rokkóperu með Geir Ólafs: „Algjört sýningarverk fyrir röddina hans“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2020 15:32 Geir fer á kostum í laginu og myndbandinu. „Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Arnar Kristinsson sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Tíminn sem hann segir vera rokkópera en það er sjálfur Geir Ólafsson sem flytur lagið og kemur fram í myndbandinu. „Ég er menntaður arkitekt, en langaði til að koma þessu lagi og reyndar þremur öðrum, sem eru á leiðinni frá mér áður en ég hæfi að byggja feril minn sem slíkur,“ segir Pétur sem vill bæta við að hann er laus til starfa hér á landi sem arkitekt. „Þetta lag hefur verið lengi í bígerð. Ég fékk hann Geir til að syngja inn á demó af þessu árið 2012. Hann er akkúrat með röddina í þetta. þar sem hann er jafnvígur á dægurlög og klassískan óperusöng. Það eru bara ekki allir. Og að auki spannar þetta nánast allt raddsvið tenórsins , fer alveg upp í háa C-ís og Geir á kannski eina eða tvær nótur inni ofar því. Þetta er því algjört sýningarverk fyrir röddina hans.“ Pétur Arnar byrjaði að semja lagið árið 2012. Pétur segist hafa platað Geir í fjallgöngu til að taka upp myndbandið. „Þetta er smá út fyrir þægindarammann. Ekki sést áður frá Geir. Ég held að hann sé ekki mikið fyrir að príla uppá fjöllum þó hann láti sig hafa það í þágu listarinnar. Og þetta var hetjulega gert hjá honum. Mér fannst gaman að fá hann út fyrir sitt þægindasvið, það er rokk í þessu þó lagið byrji sakleysislega og jaðrar við metal á köflum. Fannst það líka spennandi, að brjóta upp þessa hefðbundnu mynd sem mér finnst fólk gera sér af honum. Er ekki hlutlaus en ég held að þetta sé lag til þess fallið.“ Pétur segist vera með fjögur önnur lög í vinnslu. „En þetta er líklega það stærsta og hlóð svolítið utan á sig þegar kom að gerð myndbandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ vanan kvikmyndatökumann og aðra fagmenn í myndbandsgerð, en það er Friðrik Grétarsson sem filmaði þetta, Þóra Ólafsdóttir bætti nokkrum árum á Geir með snilldar förðun sem er ekki á allra færi, og Bonni ljósmyndari var innan handar á tökustað að taka myndir.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Klippa: Geir Ólafs - Tíminn Tónlist Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Arnar Kristinsson sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Tíminn sem hann segir vera rokkópera en það er sjálfur Geir Ólafsson sem flytur lagið og kemur fram í myndbandinu. „Ég er menntaður arkitekt, en langaði til að koma þessu lagi og reyndar þremur öðrum, sem eru á leiðinni frá mér áður en ég hæfi að byggja feril minn sem slíkur,“ segir Pétur sem vill bæta við að hann er laus til starfa hér á landi sem arkitekt. „Þetta lag hefur verið lengi í bígerð. Ég fékk hann Geir til að syngja inn á demó af þessu árið 2012. Hann er akkúrat með röddina í þetta. þar sem hann er jafnvígur á dægurlög og klassískan óperusöng. Það eru bara ekki allir. Og að auki spannar þetta nánast allt raddsvið tenórsins , fer alveg upp í háa C-ís og Geir á kannski eina eða tvær nótur inni ofar því. Þetta er því algjört sýningarverk fyrir röddina hans.“ Pétur Arnar byrjaði að semja lagið árið 2012. Pétur segist hafa platað Geir í fjallgöngu til að taka upp myndbandið. „Þetta er smá út fyrir þægindarammann. Ekki sést áður frá Geir. Ég held að hann sé ekki mikið fyrir að príla uppá fjöllum þó hann láti sig hafa það í þágu listarinnar. Og þetta var hetjulega gert hjá honum. Mér fannst gaman að fá hann út fyrir sitt þægindasvið, það er rokk í þessu þó lagið byrji sakleysislega og jaðrar við metal á köflum. Fannst það líka spennandi, að brjóta upp þessa hefðbundnu mynd sem mér finnst fólk gera sér af honum. Er ekki hlutlaus en ég held að þetta sé lag til þess fallið.“ Pétur segist vera með fjögur önnur lög í vinnslu. „En þetta er líklega það stærsta og hlóð svolítið utan á sig þegar kom að gerð myndbandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ vanan kvikmyndatökumann og aðra fagmenn í myndbandsgerð, en það er Friðrik Grétarsson sem filmaði þetta, Þóra Ólafsdóttir bætti nokkrum árum á Geir með snilldar förðun sem er ekki á allra færi, og Bonni ljósmyndari var innan handar á tökustað að taka myndir.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Klippa: Geir Ólafs - Tíminn
Tónlist Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira