Pétur Jóhann með Covid Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2020 19:13 Pétur Jóhann Sigfússon með vini sínum Sverri, sem gjarnan er kallaður Sveppi. Vísir/Vilhelm Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon er smitaður af Covid-19 og segist hann aldrei hafa verið jafn veikur áður. Þetta kom fram í þættinum FM95BLÖ á FM 957 seinni hluta dags. Þegar hringt var í Pétur í þættinum sagðist hann vera með hita, og verki alls staðar. Í höfði og líkama. Þá væri þungt að anda og hósta og þar að auki hefði hann misst bæði lyktar- og bragðskyn. Annars sagðist Pétur „brattur“. Þeir Auðunn Blöndal, Steindi og Egill Einarsson hringdu í Pétur í beinni útsendingu í þættinum í dag og sögðust vissir um að hann væri frægasti Íslendingurinn sem hefði smitast hingað til. Slétt vika er síðan Pétur greindist smitaður. Aðspurður hvort veikindin „væru búinn að vera viðbjóður,“ var svarið einfalt. „Já.“ Hann segir að veikindin hafi skollið á fyrir viku síðan. „Ég vaknaði aðfaranótt föstudags, klukkan þrjú um nótt, í einhverju mestu svitabaði sem ég hef upplifað og var þá bara upp í hjónarúmi. Síðan fer ég fram í stofu og ligg þar.“ Þar vaknaði hann við að kona hans krafðist köku og afmælissöngvar eins og hefð er fyrir á afmælisdögum í fjölskyldu þeirra. Hann segist hafa fljótt áttað sig á því að hann væri með Covid. Það var þó stutt í grínið hjá strákunum og aðspurður fagnaði Pétur því að geta ekki fundið lykt af eigin prumpi eða skít. Þá sagði hann að vegna þess að hann fyndi ekkert bragð, væri fjölskylda hans að bera í hann mat sem væri kominn yfir á dagsetningu. Hægt er að hlusta á það þegar strákarnir hringdu í Pétur í spilaranum hér að neðan. Allur þátturinn er svo þar að neðan. Sá hluti þáttarins sem um ræðirhefst eftir eina klukkustund og 33 mínútur. Klippa: Pétur Jóhann með Covid Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon er smitaður af Covid-19 og segist hann aldrei hafa verið jafn veikur áður. Þetta kom fram í þættinum FM95BLÖ á FM 957 seinni hluta dags. Þegar hringt var í Pétur í þættinum sagðist hann vera með hita, og verki alls staðar. Í höfði og líkama. Þá væri þungt að anda og hósta og þar að auki hefði hann misst bæði lyktar- og bragðskyn. Annars sagðist Pétur „brattur“. Þeir Auðunn Blöndal, Steindi og Egill Einarsson hringdu í Pétur í beinni útsendingu í þættinum í dag og sögðust vissir um að hann væri frægasti Íslendingurinn sem hefði smitast hingað til. Slétt vika er síðan Pétur greindist smitaður. Aðspurður hvort veikindin „væru búinn að vera viðbjóður,“ var svarið einfalt. „Já.“ Hann segir að veikindin hafi skollið á fyrir viku síðan. „Ég vaknaði aðfaranótt föstudags, klukkan þrjú um nótt, í einhverju mestu svitabaði sem ég hef upplifað og var þá bara upp í hjónarúmi. Síðan fer ég fram í stofu og ligg þar.“ Þar vaknaði hann við að kona hans krafðist köku og afmælissöngvar eins og hefð er fyrir á afmælisdögum í fjölskyldu þeirra. Hann segist hafa fljótt áttað sig á því að hann væri með Covid. Það var þó stutt í grínið hjá strákunum og aðspurður fagnaði Pétur því að geta ekki fundið lykt af eigin prumpi eða skít. Þá sagði hann að vegna þess að hann fyndi ekkert bragð, væri fjölskylda hans að bera í hann mat sem væri kominn yfir á dagsetningu. Hægt er að hlusta á það þegar strákarnir hringdu í Pétur í spilaranum hér að neðan. Allur þátturinn er svo þar að neðan. Sá hluti þáttarins sem um ræðirhefst eftir eina klukkustund og 33 mínútur. Klippa: Pétur Jóhann með Covid
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira