Ánægðir með Vilhjálm dómara: „Valgeir nánast henti þessum leik í ruslið“ Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2020 11:31 Valgeir Lunddal fékk tvö gul spjöld og rautt á tveggja mínútna kafla. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Valgeir nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn,“ sagði Hjörvar Hafliðason um rauða spjaldið sem Valgeir Lunddal Friðriksson fékk gegn Breiðabliki í gær. Rauða spjaldið fór tvívegis á loft, með skömmu millibili í seinni hálfleik, þegar Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gær. Hjörvar og Kjartan Atli Kjartansson hrósuðu dómaranum Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni í hástert fyrir hans störf í leiknum. Rauða spjaldið fór fyrst á loft eftir háskalegt brot Davíðs Ingvarssonar á Hauki Páli Sigurðssyni. „Davíð veður þarna með sólann á undan sér og er heppinn að hitta ekki Hauk sem hoppar upp úr tæklingunni,“ sagði Kjartan Atli í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. „Það er ekkert við þessu að segja,“ tók Hjörvar undir. Engin ástæða til að vaða í manninn Valgeir fékk gult spjald eftir ryskingar í kjölfar brotsins hjá Davíð: „Gult spjald sem átti eftir að reynast dýrkeypt. Fáránlegt, því það var engin ástæða til að vaða í leikmanninn þarna. Vilhjálmur Alvar [Þórarinsson, dómari] var með þetta alveg upp á 10 og var að fara að reka hann [Davíð] út af,“ sagði Hjörvar, en Valgeir fékk svo seinna gula spjaldið sitt strax í kjölfarið fyrir brot á Brynjólfi Willumssyni: „Svo fer Brynjólfur illa með hann, Valgeir tosar í hann, fær annað gult spjald og rautt. Hárrétt, og Valgeir Lunddal nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn. Sem betur fyrir hann var það gamli maðurinn í hægri bakverðinum sem bjargaði honum,“ sagði Hjörvar, en Birkir Már Sævarsson jafnaði metin í 1-1 á síðustu stundu, eftir að Róbert Orri Þorkelsson hafði komið Breiðabliki yfir. Klippa: Tilþrifin - Rauð spjöld í leik Vals og Breiðabliks Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Sjá meira
„Valgeir nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn,“ sagði Hjörvar Hafliðason um rauða spjaldið sem Valgeir Lunddal Friðriksson fékk gegn Breiðabliki í gær. Rauða spjaldið fór tvívegis á loft, með skömmu millibili í seinni hálfleik, þegar Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gær. Hjörvar og Kjartan Atli Kjartansson hrósuðu dómaranum Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni í hástert fyrir hans störf í leiknum. Rauða spjaldið fór fyrst á loft eftir háskalegt brot Davíðs Ingvarssonar á Hauki Páli Sigurðssyni. „Davíð veður þarna með sólann á undan sér og er heppinn að hitta ekki Hauk sem hoppar upp úr tæklingunni,“ sagði Kjartan Atli í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. „Það er ekkert við þessu að segja,“ tók Hjörvar undir. Engin ástæða til að vaða í manninn Valgeir fékk gult spjald eftir ryskingar í kjölfar brotsins hjá Davíð: „Gult spjald sem átti eftir að reynast dýrkeypt. Fáránlegt, því það var engin ástæða til að vaða í leikmanninn þarna. Vilhjálmur Alvar [Þórarinsson, dómari] var með þetta alveg upp á 10 og var að fara að reka hann [Davíð] út af,“ sagði Hjörvar, en Valgeir fékk svo seinna gula spjaldið sitt strax í kjölfarið fyrir brot á Brynjólfi Willumssyni: „Svo fer Brynjólfur illa með hann, Valgeir tosar í hann, fær annað gult spjald og rautt. Hárrétt, og Valgeir Lunddal nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn. Sem betur fyrir hann var það gamli maðurinn í hægri bakverðinum sem bjargaði honum,“ sagði Hjörvar, en Birkir Már Sævarsson jafnaði metin í 1-1 á síðustu stundu, eftir að Róbert Orri Þorkelsson hafði komið Breiðabliki yfir. Klippa: Tilþrifin - Rauð spjöld í leik Vals og Breiðabliks
Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Sjá meira
Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann