Jónsi og Robyn senda frá sér hið „fullkomna popplag“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2020 17:31 Robyn og Jónsi á góðri stundu. Aðsend mynd Jónsi og sænska poppstjarnan Robyn sendu í dag frá sér nýtt lag, Salt Licorice. Lagið er af væntanlegri sólóplötu Jónsa, hans fyrstu í áratug. Platan kemur út á vegum Krunk útgáfunnar þann 2.október. Þurfti ekki að hugsa málið Í laginu Salt Licorice, eða Saltlakkrís, ferðast þau Jónsi og Robyn um hrjóstrugt tónlistarlandslag undir styrkri upptökustjórn A.G. Cook, stofnanda PC Music og listrænan tónlistarstjóra Charli XCX. Lagið er ögrandi blanda af þungum, drífandi takti og háværum bjölluhljómum sem koma saman í stormsveip af hljóðum. „Í þessum óði til skandinavíska sársaukans hughreysta Jónsi og Robyn hvort annað í gegnum fortíðarþrá, kulnunina sem fylgir því að eldast og þunglyndi, en áhyggjurnar verða léttbærari þegar þeim er deilt með vini,“ segir um lagið. „Salt Licorice” er svo sætt og fullkomið popplag,” segir Robyn. „Það fær mig til að dansa á ofsafengin hátt og vilja fara í sleik á sama tíma. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég var beðin um að syngja lagið með Jónsa og allir fallegu tölvupóstarnir með þúsund emoji-táknum sem ég fékk frá honum kórónuðu bara samstarfið!” Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Salt Licorice. Á plötunni Shiver er kafað djúpt ofan í mannlega vitund okkar og tengingu við náttúruna þar sem lífrænn og draumkenndur hljóðheimur Jónsa mætir vélrænni og framúrstefnulegri upptökustjórn A.G. Cook. Með þessu óvenjulega samstarfi heldur Jónsi áfram að þenja út mörk listformsins og skynjunar. Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Jónsi og sænska poppstjarnan Robyn sendu í dag frá sér nýtt lag, Salt Licorice. Lagið er af væntanlegri sólóplötu Jónsa, hans fyrstu í áratug. Platan kemur út á vegum Krunk útgáfunnar þann 2.október. Þurfti ekki að hugsa málið Í laginu Salt Licorice, eða Saltlakkrís, ferðast þau Jónsi og Robyn um hrjóstrugt tónlistarlandslag undir styrkri upptökustjórn A.G. Cook, stofnanda PC Music og listrænan tónlistarstjóra Charli XCX. Lagið er ögrandi blanda af þungum, drífandi takti og háværum bjölluhljómum sem koma saman í stormsveip af hljóðum. „Í þessum óði til skandinavíska sársaukans hughreysta Jónsi og Robyn hvort annað í gegnum fortíðarþrá, kulnunina sem fylgir því að eldast og þunglyndi, en áhyggjurnar verða léttbærari þegar þeim er deilt með vini,“ segir um lagið. „Salt Licorice” er svo sætt og fullkomið popplag,” segir Robyn. „Það fær mig til að dansa á ofsafengin hátt og vilja fara í sleik á sama tíma. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég var beðin um að syngja lagið með Jónsa og allir fallegu tölvupóstarnir með þúsund emoji-táknum sem ég fékk frá honum kórónuðu bara samstarfið!” Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Salt Licorice. Á plötunni Shiver er kafað djúpt ofan í mannlega vitund okkar og tengingu við náttúruna þar sem lífrænn og draumkenndur hljóðheimur Jónsa mætir vélrænni og framúrstefnulegri upptökustjórn A.G. Cook. Með þessu óvenjulega samstarfi heldur Jónsi áfram að þenja út mörk listformsins og skynjunar.
Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira