Í beinni: Tveir hörkuleikir í úrvalsdeildinni í eFótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 19:16 Róbert Daði [Fylki] er meðal keppanda í kvöld. Skjáskot Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Leikir kvöldsins verða sýndir beint á Twitch-rás KSÍ. Finna má streymi á leiki kvöldsins neðst í fréttinni. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur mæta með FIFA Ultimate Team-lið sín og verðuur spilað í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember. Útsending kvöldsins hefst klukkan 19:15 og stendur yfir til 21:00. Leikmenn deildarinnar spila allir fyrir íþróttalið og er eitt af markmiðum deildarinnar að kynna rafíþróttir fyrir almenning og vera með deild sem iðkendur vilja stefna á að spila í. Spilaðar verða fjórtán umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kemur út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Leikirnir tveir í kvöld eru eftirtaldir: Róbert Daði [Fylkir] og Tindur Örvar [Fylkir] mætast klukkan 19.25. Jóhann Ólafur [LFG] mætir Bjarka Má [Víking] klukkan 20.15 Hér má sjá beina útsendingu leikja kvöldsins. Hér má finna stöðuna í deildinni sem og leikjadagskrá mótsins. Rafíþróttir Fótbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn
Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Leikir kvöldsins verða sýndir beint á Twitch-rás KSÍ. Finna má streymi á leiki kvöldsins neðst í fréttinni. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur mæta með FIFA Ultimate Team-lið sín og verðuur spilað í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember. Útsending kvöldsins hefst klukkan 19:15 og stendur yfir til 21:00. Leikmenn deildarinnar spila allir fyrir íþróttalið og er eitt af markmiðum deildarinnar að kynna rafíþróttir fyrir almenning og vera með deild sem iðkendur vilja stefna á að spila í. Spilaðar verða fjórtán umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kemur út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Leikirnir tveir í kvöld eru eftirtaldir: Róbert Daði [Fylkir] og Tindur Örvar [Fylkir] mætast klukkan 19.25. Jóhann Ólafur [LFG] mætir Bjarka Má [Víking] klukkan 20.15 Hér má sjá beina útsendingu leikja kvöldsins. Hér má finna stöðuna í deildinni sem og leikjadagskrá mótsins.
Rafíþróttir Fótbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn