Hertar aðgerðir ekki í kortunum eins og staðan er núna Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 1. október 2020 11:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki standi til að grípa til harðari kórónuveiruaðgerða eins og staðan er núna. Hann bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. Meðalaldur þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús vegna veirunnar fer hækkandi. 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Alls eru ellefu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Inntur eftir því hvað skýri það að spítalainnlögnum vegna veirunnar fjölgi nú nokkuð ört bendir Þórólfur á að toppur alvarlegra veikinda komi iðulega fram um viku eftir topp nýrra tilfella. Það taki þá sem sýkjast af veirunni um viku að fá alvarleg einkenni, ef þeir fá þau á annað borð. „Svo kann líka vel að vera að einstaklingar með undirliggjandi vandamál séu að veikjast núna. Ég get þó ekki sagt alveg fyrir um það, ég hef ekki kannað það sérstaklega, en þetta eru svona tvær helstu skýringarnar,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þeir sem liggja inni á sjúkrahúsi nú vegna veirunnar séu frá þrítugsaldri til sjötugsaldurs. Þórólfur segir aðspurður að aldursdreifing sjúklinganna sé nú heldur að hækka. Þá stendur ekki til að skila inn minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til heilbrigðisráðherra fyrir ríkisstjórnarfund á morgun, að sögn Þórólfs. Hann segist ekki munu leggja til harðari aðgerðir eins og staðan er núna. Slíkt sé þó alltaf í endurskoðun. „Eins og staðan er núna höfum við séð að kúrvan er hægt og bítandi að sigla niður á við. Það er líka verið að skoða þetta út frá getu heilbrigðiskerfisins og aðstöðunni á Landspítalanum til að taka á móti veikum einstaklingum. Þetta eru allt þættir sem spila inn í hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. En ég minni á að harðari aðgerðir núna skila sér ekki fyrr en eftir kannski tvær vikur.“ Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar verður haldinn klukkan þrjú í dag en ekki klukkan tvö eins og venjan er. Ástæða seinkunarinnar er setning Alþingis sem hefst klukkan 13:30. Upplýsingafundurinn verður að vanda í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01 Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. 1. október 2020 08:04 Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki standi til að grípa til harðari kórónuveiruaðgerða eins og staðan er núna. Hann bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. Meðalaldur þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús vegna veirunnar fer hækkandi. 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Alls eru ellefu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Inntur eftir því hvað skýri það að spítalainnlögnum vegna veirunnar fjölgi nú nokkuð ört bendir Þórólfur á að toppur alvarlegra veikinda komi iðulega fram um viku eftir topp nýrra tilfella. Það taki þá sem sýkjast af veirunni um viku að fá alvarleg einkenni, ef þeir fá þau á annað borð. „Svo kann líka vel að vera að einstaklingar með undirliggjandi vandamál séu að veikjast núna. Ég get þó ekki sagt alveg fyrir um það, ég hef ekki kannað það sérstaklega, en þetta eru svona tvær helstu skýringarnar,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þeir sem liggja inni á sjúkrahúsi nú vegna veirunnar séu frá þrítugsaldri til sjötugsaldurs. Þórólfur segir aðspurður að aldursdreifing sjúklinganna sé nú heldur að hækka. Þá stendur ekki til að skila inn minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til heilbrigðisráðherra fyrir ríkisstjórnarfund á morgun, að sögn Þórólfs. Hann segist ekki munu leggja til harðari aðgerðir eins og staðan er núna. Slíkt sé þó alltaf í endurskoðun. „Eins og staðan er núna höfum við séð að kúrvan er hægt og bítandi að sigla niður á við. Það er líka verið að skoða þetta út frá getu heilbrigðiskerfisins og aðstöðunni á Landspítalanum til að taka á móti veikum einstaklingum. Þetta eru allt þættir sem spila inn í hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. En ég minni á að harðari aðgerðir núna skila sér ekki fyrr en eftir kannski tvær vikur.“ Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar verður haldinn klukkan þrjú í dag en ekki klukkan tvö eins og venjan er. Ástæða seinkunarinnar er setning Alþingis sem hefst klukkan 13:30. Upplýsingafundurinn verður að vanda í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01 Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. 1. október 2020 08:04 Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01
Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. 1. október 2020 08:04
Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53