KR tók á GOAT Bjarni Bjarnason skrifar 1. október 2020 20:38 Tíunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var stórveldið KR gegn GOAT. KR-ingar voru á heimavelli og völdu kortið Dust2. Lið GOAT hóf leikinn með sannfærandi sókn sem að færði þeim fyrstu lotuna. En í annari lotu sem samkvæmt efnahagnum hefði átt að falla til GOAT trektu KR-ingar sig í gang. Með mulningsvélina á fullum snúning rifu KR-ingar GOAT í sig. Framan af fann sókn GOAT fáar opnur á vörn KR. En þær glopur sem að KR-ingar gerðu voru þeir fljótir að bæta uppfyrir. Liðsmaður KR ofvirkur (Ólaftur Barði Guðmundsson) geigaði vart af skoti í fyrri hálfleik. En hann leiddi stigatöfluna sem og þá pressuvörn sem KR-ingar voru fljótt farnir að spila. Áttu leikmenn GOAT engin svör við óvenjulegri pressuvörn KR-inga sem vart tóku feilspor. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 GOAT. Þrátt fyrir útreið í fyrri hálfleik mættu leikmenn GOAT ferskir í vörnina. Ítrekað tókst KR-ingum að brjóta sér leið í gegnum vörnin og að koma sprengjunni niður. En þrátt fyrir erfiða leikstöðu endurheimtu GOAT svæðin og aftengdu sprengjuna. Færði þessi þrautsegja leikmönnum GOAT átta lotur í seinni hálfleik. KR-ingar voru eflaust farnir að svitna þegar að þeir fundu loks taktinn aftur og tókst þá að klára leikinn Lokastaðan KR 16 - 10 GOAT. KR Vodafone-deildin Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti
Tíunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var stórveldið KR gegn GOAT. KR-ingar voru á heimavelli og völdu kortið Dust2. Lið GOAT hóf leikinn með sannfærandi sókn sem að færði þeim fyrstu lotuna. En í annari lotu sem samkvæmt efnahagnum hefði átt að falla til GOAT trektu KR-ingar sig í gang. Með mulningsvélina á fullum snúning rifu KR-ingar GOAT í sig. Framan af fann sókn GOAT fáar opnur á vörn KR. En þær glopur sem að KR-ingar gerðu voru þeir fljótir að bæta uppfyrir. Liðsmaður KR ofvirkur (Ólaftur Barði Guðmundsson) geigaði vart af skoti í fyrri hálfleik. En hann leiddi stigatöfluna sem og þá pressuvörn sem KR-ingar voru fljótt farnir að spila. Áttu leikmenn GOAT engin svör við óvenjulegri pressuvörn KR-inga sem vart tóku feilspor. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 GOAT. Þrátt fyrir útreið í fyrri hálfleik mættu leikmenn GOAT ferskir í vörnina. Ítrekað tókst KR-ingum að brjóta sér leið í gegnum vörnin og að koma sprengjunni niður. En þrátt fyrir erfiða leikstöðu endurheimtu GOAT svæðin og aftengdu sprengjuna. Færði þessi þrautsegja leikmönnum GOAT átta lotur í seinni hálfleik. KR-ingar voru eflaust farnir að svitna þegar að þeir fundu loks taktinn aftur og tókst þá að klára leikinn Lokastaðan KR 16 - 10 GOAT.
KR Vodafone-deildin Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti